16. mars 2017 jarðfræðiverkefni

Veljið ykkur verkefni, eitt eða fleiri.

  1. Gullfoss – hvernig mótar hann landið – lýsing (útlit og jarðfræðivinkill) – virkjanaáform og saga Sigríðar – framtíðarsýn
  2. Berið saman myndun Þingvallavatns og Hvítárvatns.
  3. Jarðfræði Kerlingarfjalla – stutt lýsing.
  4. Berið saman Hvítá og Sogið – flokkun og einkenni – tölulegar upplýsingar.
  5. Lýsið því sem sést á myndunum hér fyrir neðan. Finnið niðurstöður rennslismælinga. Þið megið gjarnan segja frá eigin reynslu af flóðum í ám.

Hlaup í Hvítá

fl_hvtsigling_hvt

„Myndin vinstramegin er tekin af brúnni yfir Hvítá við Brúarhlöð 20. desember þegar vatn flæddi yfir brúargólfið. Á myndinni hægramegin má sjá sömu brú en þar er vatnsborðið um 11 metrum lægra.“

T.v. Brúin við Brúarhlöð í flóðunum í desember 2006. Ljósmynd: Þórunn Andrésdóttir.

 

T.h. Flúðasiglingafólk siglir undir brúna við Brúarhlöð. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.“ Upplýsingar fengnar héðan: http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/skyrslur/2010/2010_015.pdf

 

Munið að ekki er leyfilegt að taka texta beint af neti….verður að umorða og vitna í heimildir.

Afrakstur tímans settur inn á bloggið.