21. október 2014 Vinnutilraun

Tilraun – massi, kraftur og afl.

Tilraunatími í dag og útreikingar tengdir krafti og afli.  Kennari afhendir leiðbeiningarblað í byrjun tíma og aðstoðar við útreikninga.  Notum formúlublaðið.

 

  • Vinnið saman í þriggja manna hópum. 
  • Veljið ykkur stiga til að vinna í. 
  • Mælið hæð stigans.
  • Skiptið með ykkur verkum. (hlaupari – tímavörður – ritari)
  • Takið tímann sem það tekur að hlaupa upp stigann (endurtakið þrisvar)
  • Takið tímann sem sami einstaklingur gengur rólega upp stigann. (endurtakið þrisvar)
  • Skrifið allar niðurstöður skipulega niður.
  • Farið inn í stofu þar sem útreikingar taka við.

Reynum að komast langt með skýrslugerðina í tímanum.  Skýrsluskil eftir viku.