26. apríl 2017 Verkefnavinna í skóginum

Byrjum á að ræða dag jarðar.
Síðan tekur við  verkefnavinna í skóginum.
  • Byrjum á stuttum fræðslustíg þar sem áhersla er á vistkerfi og samskipti lífvera. 
  • Skoðum sérstaklega skógarbotninn.
  • Minnisleikur (muna-finna-safna-sýna-segja frá)
  • orð náttúrunnar
  • Rifjum upp frá því í haust.
  • Pælum í ýmsum hugtökum:
  • Hvað er einföld lífvera?  En flókin?
  • Skoðum skipulagsstig.
  • Leikir og spjall.

25. og 27. apríl 2017 Verkefnavinna um kynsjúkdóma

KYNSJÚKDÓMAR AF VÖLDUM VEIRA OG BAKTERÍA

  • VERKEFNIÐ ER AÐ FRÆÐAST UM KYNSJÚKDÓMA, HVERNIG ÞEIR TENGJAST RÍKI DREIFKJÖRNUNGA OG FYRIRBÆRINU – VEIRU.
  • VELJIÐ YKKUR SJÚKDÓM, FJALLIÐ UM SKAÐVALDINN, SMITLEIÐIR, EINKENNI, ÚTBREIÐSLU OG FORVARNIR.
    • KOMIÐ UPPLÝSINGUM TIL SKILA HVERNIG SEM ÞIÐ TELJIÐ BEST.
    • SKIPTIÐ MEÐ YKKUR VERKUM OG VINNIÐ SKIPULEGA Í TÍMANUM.
    • STEFNUM AÐ KYNNINGU Á FIMMTUDAG.

GANGI YKKUR VEL.

Hægt að nýta meðal annars

ÁSTRÁÐUR

KYNFRÆÐSLUVEFURINN

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

SPURNINGAR OG SVÖR

Valda munnmök krabbameini?

Er baktería undirrót hjartasjúkdóma?

Í fréttum:  Við eigum Evrópumetið :/  mbl.isvisir.is

24. apríl 2017 veirur og bakteríur

Kennari ekki á svæðinu en þið bjargið ykkur.  Verkefni dagsins er að kynna sér veirur og bakteríur.  Styðjumst við Lífheiminn kafla 2, bls. 16-29 Hér er ýmislegt efni til að skoða, nearpod-kynning, spurningar til að svara og verkefni við hæfi.  Þið vinnið saman 2-3 í tímanum og reynið að sjálfsögðu að klára sem flest.

nearpod-kynning sem er eingöngu glærur en ekki verkefni: TZDMK 

 

virus_bacteria

Fróðleik um veirur og bakteríur sem eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar.

Berum þær saman.

glærur í nearpod:  TZDMK 

Skoðum myndbönd af netinu.

topp fimm

lifandi eða ekki?

ask Smithsonian

bakteríur – make me genius

munurinn Health channel tv

Nýjasta nýtt!! Veirur sem ráðast á bakteríur……….ifls

 

Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.

Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur

2.1 Bakteríur lifa alls staðar

  1. Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
  2. Hvað er þörungablómi?
  3. Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
  4. Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
  5. Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
  6. Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
  7. Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
  8. Skrifaðu um svarta dauða.
  9. Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?

2.2 Bakteríur í þjónustu manna

  1. Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
  2. Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
  3. Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
  4. Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
  5. Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?

2.3 Veirur eru háðar lífverumimage-20160414-2629-1259kt3

  1. Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
  2. Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
  3. Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
  4. Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
  5. Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
  6. Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?

19. apríl 2017 Einkenni lífvera.

Nú er það útikennsla og áhersla á lífríkið sem tekur við þessar síðustu vikur.

Við munum skoða gróður og dýr.  

Greinum tré og fugla.  

Verðum töluvert úti við í nám og leik og því þarf að muna að koma klæddur eftir veðri.

Við nýtum okkur þennan síðasta hlekk ársins til að ….

  • skoða vel umhverfið og pæla í lífverum, sameiginlegum einkennum og sérstöðu þeirra.  
  • gera tilraunir og draga ályktanir af gögnum, útskýrum og skoða ólík sjónarhorn.
  • athuga hvað hægt er að leggja af mörkum til samfélagsins 

Hver og einn spyr sig – hvað get ég gert?  

Tíminn í dag byrjar inn á að skoða fjölbreytileika lífríkisins og veltum fyrir okkur flokkun lífvera.  Förum svo út og athugum hvað einkennir lifandi verur.

18. apríl 2017 Flokkun lífvera

Nýr hlekkur – líffræði

150px-Biological_classification_L_Pengo_Icelandic_svgÍ þessum hlekk er áhersla á líffræði. Nýtum okkur bókina Lífheiminn, sem og vefinn og framhaldsskólabækur. Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga svo eru það sveppirnir og endum svo venju samkvæmt á fuglum og jurtum.

Í tímanum í dag gerum við hugtakakort jafnframt upprifjun um frumur – drefikjörnunga og heilkjörnunga.

Vísindaleg flokkun á Wikipedia

BBC – wild life

Af hverju flokkunarfræði?

A Capella Science  “The Surface Of Light” (Lion King Parody) Live

18. apríl 2017 Æxlun

Fyrirlestrartími og umræður.

Fjölgun lífvera fer fram með æxlun.  Nokkur hugtök:

Kynlaus æxlun

  • Frumuskipting (mítósa)Frjósemi minnkar
    Knappskot
    Gróæxlun

Vaxtaæxlun
Klónun

Kynæxlun
Karlkyn og kvenkyn
Sáðfruma og eggfruma (myndaðar með meiósu)
Samruni litninga úr tveimur einstaklingum – Okfrumafstur2

  • æxlunarfæri karla og kvenna,
  • tíðarhringur, 
  • frjóvgun,
  • kynfrumur helstu einkenni og sérstaða
  • getnaðarvarnir
  • meðganga 
  • stofnfrumur