Áskorun 2017

Þá er komið að því…..áskorun ársins 2017….

Öllum hópum úthlutað ákveðnu þema og

gefin 1 kennslustund til að koma sér í karakter.

ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM.  SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT  INN Á PADLET –>>>>> 

SKYLDUVERKEFNI:

  1. Hópmyndband upp við vatnstank við að mæla rúmmál hans
  2. Kennslumyndband af dansi
  3. Rapplag um ykkar þema
  4. Viðtal við ferðamann við gömlu laugina um gömlu laugina

     

ÖNNUR VERKEFNI – flest framkvæmd utandyra, VELJA 8:

  1. Fréttaskot úr Hreppnum
  2. Taka viðtal við álf.
  3. Eftirherma að eigin vali – þematengt.
  4. Könnun hjá þremur garðyrkjubændum.  Hverjar eru þrjár vinsælustu tegundirnar?
  5. Norðurlöndin – fánar í krít.
  6. Selfie við hæsta tréð í skóginum.
  7. Búa til listaverk úr náttúrunni muna þemað.
  8. Hvað veit Jóhanna aðstoðarskólastjóri um Costco?
  9. Hvað getið þið tekið marga enska hreima?
  10. Stærsta sápukúlan.
  11. Flytja rómantískt ættjarðarlag til heimabyggðarinnar.
  12. Gera góðverk hjá eldri borgurum
  13. Baulaðu nú búkolla mín fyrir leikskólalbörnin
  14. Leika frægt atriði úr kvikmynd í anda þemans, á ensku/dönsku
  15. Leikþáttur með legóköllum á framandi tungu
  16. Farða hópfélaga með bundið fyrir augun
  17. Greiða galagreiðslu í hópfélaga  með innblæstri af þemanu.

BÓNUSSPURNINGAR – VEGLEG VERÐLAUN Í BOÐI

download

  1. Fimm góð ráð til að heilla kennarann.
  2. Hvernig skrifar maður heitið á þessu?…………………………….->

GÓÐA SKEMMTUN!

22. maí 2017 Fuglar

jadrakan

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? 

ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? 

HVAÐ ER FJÖÐUR? 

tölvuvíðsjá í boði til að rannsaka fjaðrir og eggjaskurn.

BÆTUM Á HUGTAKAKORTIÐ.

SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA

quizup um íslenska fugla

visindi.is:

KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.

Opnum nýuppfærðan og glæsilegan fuglavef frá Menntamálastofnun

 SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.

og svo er hægt að prófa að flokka….   og aðeins meira hér

24. maí 2017 Ferðasprek ofl. fínt

Byrjum tímann á að skoða afrakstur gærdagsins.  Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉

Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna.  Byrjum á ferðaspreki.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

Síðan tekur við stöðvavinna sem dreifist á nokkra daga, en fínt að byrja í dag ef tími er til.

Pælum í fortíð og framtíð.  Framkvæmum, sköpum og skipuleggjum.

Áherslur á…

  • …náttúrulega ferla, hringrásir efna og flæði orku.
  • …framleiðslu, dreifingu og nýting orku.
  • …þarfir lífvera í vistkerfum og samspil manns og náttúru.

9. maí 2017 Vettvangsferð í Flúðasveppi.

sveppir_4

Vettvangsferð í Flúðasveppi.  Fáum leiðsögn hjá Eiríki Ágústssyni.  Nemendur spyrja spurninga og punkta hjá sér upplýsingar um ræktunarferli sveppanna ásamt fleiru.  Þegar við komum til baka í skólann verður tíminn notaður til að skrifa skýrslu um ferðina.  Hægt verður að nýta tölvuverstíma á fimmtudag til að klára skýrsluna en skiladagur er eftir viku, þriðjudaginn 16. maí.

8.-17. maí 2017 Náttúrulífsmynd

Hópar ákveðnir  – upplýsingar finnið þið hér á padlet.

MUNIÐ AÐ HAFA Í HUGA VINNUFERLIÐ.  GÆTI VERIÐ:

  1. HUGMYNDAVINNA

  2. HANDRIT – RISSA UPP SÖGUBORÐ – ATBURÐIR

    1. KYNNING

    2. ATBURÐARÁS

    3. NIÐURLAG

  3. UNDIRBÚNINGUR – SVIÐSMYNDIR – TÖKUR – BÚNINGAR – HLUTVERK – VIÐMÆLENDUR

  4. FRAMKVÆMD – TÆKNISNILLINGAR (HLJÓÐ, LÝSING, SJÓNARHORN)

  5. EFTIRVINNSLA – KLIPPING, HLJÓÐ, TEXTAR

  6. ÚTGÁFA SÝNING.

8. maí 2017 Sveppir

496px-Amanita_muscaria_tyndrum

Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria)

Þessi vika …. sveppir…. bætum við hugtakakortið og fræðumst um sveppi.

Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að seyta efnum sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.

 

Sveppasýkingar doktor.is

Sveppir sem valda ofskynjunum

3. maí 2017 Úti áskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

  • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

  • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

  • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á FB-HÓPINN.  

GANGI YKKUR VEL.

2. maí 2017 Frumdýr og þörungar – kynning og tilraun

Enn og aftur kíkjum við á flokkunarfræðina. 

Hvað er þetta með frumveruríkið?hverastrytur 220609 Skoðum vefinn vistey.is  t.d. hverastrýtu-myndband en hvað eru hverastrýtur?

Fornbakteríur…….forn hvað?

Nearpod-kynning  RBIGH

Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?

Smásjárskoðun.  Sýni úr Litlu-Laxá og Hellisholtalæk.  Mjög mikið líf og fjör í sýnum.  Ætlast er til að þið vinnið góða skýrslu úr þessari tilraun með fræðilegum inngangi, ljósmyndum eða teikningum, tegundagreiningu (muna latnesk heiti) og góðri samantekt.   

volvoxHvað einkennir grænþörunga?  (vísindavefurinn)

Muna svo að skila skýrslu eftir viku 😉