31. ágúst 2017 Skoðum bloggsíður nemenda

Kennari ekki á svæðinu en þið notið tímann til að hita ykkur upp því nú styttist í að þið byrjið að blogga.

Það er upplagt að skoða bloggsíður nemenda í 9. og 10. bekk.  

Þar sem við erum að læra um vistkerfi og fjölbreytileika lífríkis eru hér nokkur myndbönd og tenglar sem upplagt er að skoða:

vistkerfi – vendikennsla

 

vistkerfi örstutt myndband ísl.

BrainPOP UK – Food Chains

BBC Planet Earth – hoppípolla Sigurrós.  

Gangi ykkur vel.

31. ágúst 2017 Fyrsti bloggtíminn

Kennari ekki á svæðinu en þið eruð vel sjálfbjarga og byrjið að blogga fyrstu færsluna á þessu skólaári.

Umfjöllun er Danmerkurferð.  Ræða lífríki, jarðfræði, umhverfisvitund………eða það sem ykkur finnst markvert.  Endilega að deila með öðrum myndum og minningum.

Rifjið upp reglur sem gilda … Hvað má – hvað helst ekki – og hvað alls ekki!

Gangi ykkur sem allra best.

 

30. ágúst 2017 Stöðvavinna í skóginum.

rttarverkefni_017Förum upp í skóg og vinnum saman í hópum að verkefnum sem öll tengjast vistfræði – athugunum á lífverum – flokkun og tegundasamsetningu og – fjölbreytileika.  Reynum að átta okkur á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum þeirra við ólífrænt umhverfi sitt.

  •  Hugtakavinna (frumframleiðandi, neytandi, sundrandi, ólífrænt, einföld lífvera, flókin lífvera, samlífi.
  • uti9bekk
    Velja eina lífveru, lýsa útliti, mæla, teikna, merkja.  Hvar lifir, hvernig nærist og hreyfir hún sig.
  • Einn fermetri – hvaða lífverur og áætla þéttleika út frá rannsókn og/eða talningu
  • Stærð skógarins.  Hvernig er best að mæla? Gerið skynsama áætlun á stærð.
  • Finnið ykkar eftirlætisstað.  Hlustið og skynjið, lýsið upplifun.  Má teikna, gera ljóð eða texta.
  • Hringrás kolefnis og tenging við ljóstillifun.

Skila til kennara í lok tímans.

Heimildaritgerð 9. bekkur

Heimildaritgerð í dýrafræði.

Nú er komið að dýrafræðiritgerðinni.  Nauðsynlegt að bera undir kennara val á viðfangsefni og huga vel að bóklegum heimildum áður en endanlega er ákveðið hvað skal skrifa um.  Nauðsynlegt er að hafa a.m.k. tvær skriflegar heimildir. 

Ritgerðina á að setja upp í tölvu og þið munuð geta nýtt fimmtudagstíma á Tungufellsdal næstu vikurnar.

Skiladagar:

Fyrir föstudag 22. september skila

  • hugtakakorti sem pdf skjali í tölvupósti til kennara og
  • inn á verkefnabanka á bloggi.

Fyrir föstudag 20. október  skila

  • útprentaðri  ritgerð til kennara í plastmöppu,
  • senda wordskjali í tölvupósti til kennara og
  • setja pdf útgáfu í verkefnabankann.  

Umfang ritgerðar er um 3 bls.  texti (words  1000 – 1600)

Leturgerð Times New Roman 12, línubil 1 ½ .

Ritgerðin á að vera uppsett skv. fyrirmælum inn á náttúrufræðisíðunni.

Skoða vel matslista sem þið fenguð og er einnig hér:  matsbladritgerd2016

 Það sem metið verður er:

  • Réttritun, málfar og framsetning.
  • Afmörkun efnis.
  • Uppbygging og samhengi.
  • Fræðileg umfjöllun.
  • Inngangur og lokaorð
  • Meðferð heimilda og heimildaskrá.
  • Notkun forrits.
  • Frágangur og útlit.
  • Annað.

  Gangi ykkur vel.

 Kveðja Gyða Björk.

29. ágúst 2017 flokkun lífvera

Byrjum inni og förum yfir ritgerðarvinnu sem framundan er.  Skoðum fb-síðuna.

Nýtum góða veðrið og vinnum í hópum að verkefnum sem tengjast flokkun lífvera.

Áttum okkur á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum þeirra við ólífrænt umhverfi sitt.

Umræður um hringrásir efna, nýtingu auðlinda og landnotkun.

Sjálfbærni, ofnýtingu, ofauðgun vatna og mengunarslys.

Virðing fyrir náttúrunni og hugmyndafræði Indjána.

28. ágúst 2017 Fyrsti tíminn-velkomin heim ;)

Farið yfir skipulag og áherslur.

Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.

Í þessum hlekk nýtum við okkur bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir Maður og náttúra. Mikil áhersla á umhverfisfræði  um tengsl manns og náttúru, umhverfismál og erfðafræði.

Við nýtum tímann í dag og reyndar þessa viku til að segja frá Danmerkurferð, rifja upp og tengja upplifunina við hugtök og fyrri vitneskju.

Forside

og svo er hægt að skella sér í stutt …..

Påskequiz: Er du ægspert på æg?

Kannski er hægt að hræra fullyrðingasúpu í lok tímans.  Hvað er satt, hvað er ósatt og er eitthvað óljóst?………………..

Það lifa ljón í Danmörku!

Maður dettur úr rússibana ef ekki væru öryggisbelti!

Danmörk er flöt – engin fjöll þar!

Það vaxa fleiri plöntutegundir í Danmörku en á Íslandi og aðalástæðan er að þar er hærri meðalárshiti! o.s.frv.

 

Blogg 8. bekkur 2017-2018

Andrea Ósk Harradóttir
Damian Jozefik
Elín Ásta Ásmundsdóttir
Guðný Vala Björgvinsdóttir
Haukur Arnarsson
Hjörtur Snær Halldórsson
Hringur Karlsson
Ingibjörg Bára Pálsdóttir
Lára Bjarnadóttir
Margrét Inga Ágústsdóttir
Óskar Snorri Óskarsson
Sigrún Angela Linnet
Sonja Ýr Benediktsdóttir
Valdimar Örn Ingvarsson
Vignir Öxndal Ingibjörnsson
Þorbjörg Guðr. Kristófersdóttir
Þórey Þula Helgadóttir

24. ágúst 2017 Fyrsti tíminn.

Farið yfir skipulag og áherslur. 

Afhent áætlun og rætt um markmið og námsmat.

Í þessum hlekk er áhersla á dýrafræði.  Þeir sem vilja geta nýtt sér bók úr Litrófi náttúrunnar sem heitir

Lífheimurinn – 6. kafla.

Við verðum mikið útivið til að byrja með og nýtum okkur síðsumarblíðuna.  Svo verður þetta svona hefðbundið, nearpod-kynningar, stöðvavinna, tilraunir og stærri verkefni eins og t.d. dýrafræðiritgerð.

Sem sagt margt spennandi framundan.

23. ágúst 2017 Fyrsti dagurinn er skógardagur

Byrjum inni. Kynningar á báða bóga. Rætt verklag og umgengni í stofu og í útinámi. Afhent námsáætlun og fyrsti hlekkur kynntur VISTFRÆÐI.

Stutt stöðumat úr hugtökum sem tengjast vistfræðinni.

Svo færum við okkur út og gerum nokkur verkefni tengd vistfræðinni.

Mögulega verður hluti af tímanum nýttur í þátttöku í skógardegi sem helgaður er tiltekt í skóginum og viðhaldi af ýmsu tagi.  

Nýtt skólaár byrjar vel í góðu veðri með nýjum félögum.

 

Upplýsingar til foreldra og forráðamanna nemenda í 8. bekk  (Einnig sent í Mentorpósti.)

Smásjá

Með berum augum er ekki hægt að sjá hluti sem eru minni en 0.1 mm og ef á að skoða 

smasja2

eitthvað minna er smásjá handhæg.  Til eru tvær aðalgerðir af smásjám;

ljóssmásjá og rafeindasmásjá.

 

Ljóssmásjár nota mismunandi hluta hins sýnilega ljóss og eru til nokkrar mismunandi tegundir; ljós-, myrkur-, fasa- og flúorljóssmásjá.

Í rafeindasmásjánni eru notaðar elektrónur í stað ljósgeisla.

Lærum að vinna með hefðbundna smásjá.

Kíkjum á ólíkar gerðir ljóssmásjár – gamlar og nýrri.

  • Bygging smásjár.   Hvað er hvað á smásjánni?
  • Hvernig stillum við birtu, stækkun? Hvað ber að varast?
  • Hvað er burðargler og þekjugler?
  • Hver er stækkunin?  Millimetrapappír skoðaður.
  • Hvernig gerum við smásjársýni?
  • Gerum sýni og skoðum stafi.  Glanspappír, dagblað og ljósrit – er einhver munur?
  • Skoðum mannshár í smásjá, útbúum sýni, teiknum upp og finnum stækkunina.

myndband um notkun

….skoðað í smásjá

….er hægt að breyta snjallsíma í smásjá?

Kræklingarækt á Íslandi

Úr rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar :

Staðarval
Umhverfisaðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti erfiðar fyrir kræklingarækt en margt  bendir þó til að söfnun kræklingalirfa verði ekki vandamál. Á þeim stöðum sem safnarar  hafa verið settir út á réttum tíma hefur mikill fjöldi kræklingalirfa sest á þá, en lagnaðarís
og ísrek getur valdið tjóni á búnaðinum sérstaklega á vestanverðu landinu. Hægt er að  koma í veg fyrir slíkt með því að sökkva búnaðinum á veturna. Hafís getur einnig valdið  tjóni í kræklingarækt. Mest er hættan á norðanverðum Vestfjörðum, síðan Norðurlandi og Austfjörðum. Þeir umhverfisþættir sem hafa mest áhrif á vöxt kræklings eru sjávarhiti og fæðuframboð en svifþörungar eru aðalfæðan. Sjávarhiti er hæstur við sunnanvert landið en fer minnkandi þegar farið er réttsælis í kringum landið. Það má því gera ráð fyrir minnstum vexti við austanvert landið. Á mörgum stöðum í heiminum þar sem  kræklingarækt er stunduð eru eitraðir svifþörungar verulegt vandamál. Ýmsar tegundir  eitraðra svifþörunga hafa fundist við Ísland en oftast í mjög litlu magni en á því gæti orðið breyting með aukinni sýnatöku.