5. september 2017 Stöðvavinna í dýrafræði

Blue Linckia Starfish

Í boði eru eftirtaldar stöðvar: 

  1. Hugtök og hugtakavinna.Hvers vegna eru kórallar ekki plöntur?  Frumbjarga og ófrumbjarga.
  2. Lifandi vísindi. 
  3. Verkefni.  Spurningar og svör.  6-2
  4. Nýjar tegundir 2017
  5. Teikna upp marglyttu og merkja við helstu einkenni í útliti.  skoða  og æviferill sjá bls. 134 í Almenn líffræði eftir Ólaf Halldórsson.
  6. Smásjá. Tilbúið sýni – bikarsvampur og armslanga. Teikna upp, athuga hlutföll.
  7. Dýrin bls. 528-532.  Hvað eru Njarðarvettir? Hvað greinir sæfífla frá öðrum kóraldýrum?  Eitthvað fleira forvitnilegt? 
  8. Lesskilningsbók – verkefni um útbreiðslu.
  9. Great Barrier Reef
  10. Lífið.  Hydra – armslanga bls. 30
  11. Umræða.  Hvað ógnar kóralrifjum?  Ert þú ábyrgur?
  12. Blue planet in danger smáforrit í spjaldi
  13. Leikur einn….. og vistkerfi kóralrifja!
  14. Bók – enska.  Inquiry into life bls. 629.  Simple sponge anatomy.

 

4. september 2017 Maður og náttúra – ljóstillifun

Í tímanum í dag verður stuttur fyrirlestur,

bætum hugtakakortið, umræður og stutt verkefni í bland.

Ræðum um sjálfbæra þróun og hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni. 

Lífsafkoma okkar byggist á því að ganga vel um auðlindir. 

Vistkerfi byggja á samspili lífveranna innbirðis og við lífvana umhverfi. 

Skoðum dæmi um það sem fæðukeðjur hafa raskast.  Krían í miklum erfiðleikum.

Kynnumst hugtakinu fjölbreytileiki lífvera og hugleiðum mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytileika tegunda og vistgerða. 

Skoðum vef umhverfisstofnunar.

Rifjum upp hver eru einkenni lífs og hvaða starfsemi fer fram í öllum lífverum.

Förum vel yfir ljóstillifunarferlið.  Nú er bara að læra efnajöfnuna .

 Syngjum! og röppum

popparar

4. september 2017 Svampdýr og holdýr

Svampdýr og holdýr

thangStærsta kórallarif í heimi er hið mikla kóralrif undan austurströnd Ástralíu. Það er um 2.000 km á lengd og yfir 140 km á breidd og verður að teljast eitt magnaðasta og tegundaauðugasta vistkerfi jarðar. Það tekur kórallarif aldir eða árþúsundir að myndast og að öllum líkindum mynduðust helstu kórallarif sem við þekkjum í dag eftir lok síðustu ísaldar.

Þið bragðbætið glósurnar í fyrirlestrartíma – punktið á línurnar til hliðar allt það sem ykkur finnst mikilvægt.

Vil benda á mjög góðan vef hjá Námsgagnastofnun um námstækni – þar finnið þið margar mjög gagnlegar  upplýsingar t.d. um glósutækni.

Förum yfir áherslur í ritgerðarvinnu.  Sjá hér.

Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er

Hvernig verða kóralrif til?

Kóralrif í hættu!

kóralrif

Rifið mikla við strönd Ástralíu

sprengjur í kóralrifinu mikla

Myndagallery National Geographic … sjávarkonsert

4. september 2017 Vistkerfi

Byrjum á að klára kynningar á danmerkurverkefninu

FYRIRLESTUR, UMRBÆÐUR OG VERKEFNI

Vid Heklu

 Ræðum um vistkerfi og samspil lífvera og lífvana umhverfis.  Förum yfir nokkur hugtök sem þarf að hafa á hreinu. Fjöllum sérstaklega um líffræðilega fjölbreytni og náttúruval.

Skoðum skóga á Íslandi, helstu gróðurlendi og stöðuvötn.

ræðum um mikilvægi hafsins sem stærsta vistkerfisins og hvernig ósnortin náttúra er í hættu.

istock hafstranda001

Ramsarsamingur votlendi á Norðurlöndunum

Stefnumörkun um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi 

Náttúra norðursins