29. janúar 2018 Varmi

Svo heldur umfjöllun um varma áfram…. nearpod kynning calorie

Skoðum fræðslumyndbandið Vísindi í brennidepli – Varmi og orkuflutningur frá Námsgagnastofnun.  og annað frá Eureka og enn eitt fyrir áhugasama að skoða heima.

Einingin júl (J)  notuð fyrir orku og vinnu í vísindum.
Eitt júl er 0,24 kaloríur og kalorían er 4,2 júl.  eða eins og Vísindavefurinn kemst að orði….

 Varma má reikna með eftirfarandi jöfnu:

Varmi  = massi x eðlisvarmi x hitastigsbreyting

Q=M C T

eða 

m = massi efnis í g

ΔT = hitastigsbreyting í °C

c = eðlisvarmi efnis í J/g°C

Hvað er svona sérstakt við vatn?  Kíkjum á nokkra tengla  …     og svo er fínt að ræða málin…..Hvers vegna botnfrýs Þingvallavatn ekki?

25. janúar 2018 Rafmagn á Dal vefur Orkuveitunnar

Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

  1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
  2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
  3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

  1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
  2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
  3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
  4. En neikvæða?
  5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
  6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
  7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?

Og fyrir þá sem eru fljótir að vinna er þetta í boði….

Heimaverkefni fimmtudaginn 25. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
  2. Notaðu teikingu af hitabrúsa og lýstu því hvernig einangrun dregur úr varmatapi.
  3. Hvernig gengur að spjalla við vini á Tunglinu? Útskýrðu svarið þitt vel.
  4. Hvers vegna lærum við eðlisfræði? Hvernig getur hún verið
    gagnleg fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir mannkynið í heild?
  5. Hvaða gagn hefur mannkynið haft af kenningum Alberts
    Einsteins og hvaða áhrif höfðu þær á gang síðari heimsstyrjaldar?
  6. Um einingakerfi og mælingar 

    Settu rétt orð í eyðurnar. Orðin finnur þú í kaflanum Heimur eðlisfræðinnar

    Fyrir upphaf ______________ byltingarinnar árið 1789 voru þar í landi notaðir fjölmargir mismunandi kvarðar fyrir ______________ og massa en í kjölfar byltingarinnar var ákveðið að samræma _________________. Þá ákváðu Frakkar að nota lengd ákveðinnar málmstangar, ___________________________, sem undirstöðu lengdarmælinga og massa ákveðins málmsívalnings, viðmiðunarkílógrammsins, sem grunneiningu ______________________. _____________________ er sá tími frá því að sól er í suðurátt þangað til hún er næst í suðurátt. Sólarhringnum er síðan skipt upp í 24 ______________________, klukkustundinni skipt í 60 __________________ og mínútunni í 60 ____________________. Það eru kallaðar ___________________________ þegar sól er hæst á lofti. Einingarnar metri, sekúnda og ______________________ eru grunneiningar metrakerfisins og svokallaðs SI-kerfis. Flest hús á Íslandi eru hituð með ____________________. Með því að bora eftir heitu vatni eða gufu þá getum við flutt ____________________ úr jörðinni upp á yfirborðið þar sem við getum nýtt orkuna. Breytingarnar á hæð sjávar á milli flóðs og fjöru nefnast ___________________. Aðdráttarkraftar frá ___________________ og sólu hafa áhrif á sjávarföllin.

     

25. janúar 2018 Bylgjur á Dal

 VINNA MEÐ BYLGJUR, BYLGJULENGD OG TÍÐNI. 

SKOÐUM PHET – FORRITIN 

FARIÐ INN Á ÞENNAN TENGIL 

Lærið að búa til bylgjur með mismunandi lögun.

Mælið bylgjulengd og útslag.  Sjá samliðun og jafnvel hlusta.

Þegar þið hafið prófað getið þið reynt ykkur við Wave-game.

Fyrsta stig í leiknum er einfalt en hvernig gengur ykkur  þegar leikurinn þyngist?

og svo í lokin til fróðleiks….

24. janúar 2018 Bylgjur – hljóð

Fyrirlestur um hljóð Nearpod

Lærum m.a. um:

hljóðstyrk
tónhæð
úthljóð
dopplerhrif
hermu
hljómblæ

PhET – bylgjur

 

skoðum öpp   

  • Wave lab
  • Tone Generator
  • Decibel X
  • Sound Recorder
  • Physics Toolbox Sound Meter
 
hraðamælingar ný tækni  nú kemst enginn undan

23. janúar 2018 Rafmagn

Orð af orði.

  • Lesum í hópum um rafmagn í Eðlisfræði 1 
  • gagnvirkur lestur spurning-svar 3-5 lykilhugtök

Horfa á myndbönd kvistir og gera krossglímu úr lykilhugtökum

  • form orkunnar
  • orka varðveisla og umbreyting
  • hvað er rafmagn?

Svo er fínt að spjalla um eldingar.

  • Hvað er stöðurafmagn?
  • Hver er munurinn á einangrara og leiðara? Berðu saman eiginleika og til hvers má nota hvorn um sig?
  • Hvað er elding?
  • Hvað gerist þegar þrumur og eldingar verða?
  • Hvernig virkar eldingarvari?
  • Nefndu dæmi um stað sem er öruggur ef þrumuveður gengur yfir?
  • Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?
  • Hvort skynjar þú á undan þrumuna eða eldinguna? Hvers vegna?
  • Hverju breytir það ef eldingavari væri úr einangrara í stað leiðara?

Vísindavefurinn:

Kahoot um orku gott að æfa ensk hugtök

PhET stöðurafmagn

23. janúar 2018 Varmi og eðlismassi

Orð af orði og hugtakavinna í dag.

Lesum í hópum um eðlismassa og varma í Eðlisfræði 1

Svo er fínt að spjalla:

  • Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.
  • Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?
  • Hvar hitnar Jörðin mest?
  • Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?
  • Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?
  • Hvað er loftþrýstingur?
  • Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?
  • Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?
  • Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?

Veður á Íslandi.

  • Skoðaðu vef Veðurstofu Íslands
  • Hvað er mælt á veðurathugunarstöðvum?  (hugtök, mælieiningar, tækni til mælinga)
  • Skoðaðu veðurkort.

Skapandi skrif og varmi verkefni af kennsluvef í eðlisfræði

22. janúar 2018 Orka – bylgjur

hlekkur 5 bylgjur

NÝR HLEKKUR um eðlisfræði 0rka og 8. bekkur lærir um

BYLGJUR af öllum stærðum og gerðum með áherslu á  HLJÓÐ OG  LJÓS.

VIÐFANGSEFNI DAGSINS ER AÐ RIFJA UPP EÐLISFRÆÐI BYLGJU.

HUGTAKAKORT, GLÓSUR, NEARPODFYRIRLESTUR OG VERKEFNI.

Nýtum okkur námsefnið Eðlisfræði 1 kafla um Hljóð og Ljós

 LJóskassa vísindasmiðjunnar í verkefnavinnu

Kíkjum á þessa mynd frá Námsgagnastofnun

2014_Iquique_earthquake_NOAA_tsunami_travel_time_projection_2014-04-01Vísindavefurinn Hvað er Tsunamni?

heimild

SKOÐUM LÍKA JARÐSKJÁLFTANN SEM VARÐ Á INDLANDI 2004

OG OLLI FLÓÐBYLGJU….MEÐ ÓHUGNALEGUM AFLEIÐINGUM

veðurstofan 2004

fréttir af visir.is desember 2004 og mbl.is

the impossible

22. janúar 2018 Orka – rafmagn

Byrjum á nýjum hlekk með áherslu á orku, náttúru og umhverfi.

Rafmagn, segulmagn, formúlur og fjör fyrst á dagskrá.

Hugtakakort, glósur og nearpodkynning. 

                        Baráttan um fossana!

                          Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör

                        að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör,

                        að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum,

                        svo hafin yrði í velldi fallsins skör.

                        – Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk,

                        já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum.

                        Hér mætti leiða líf úr dauðans örk

                        og ljósið tendra í húmsins eyðimörk

                        við hjartaslög þíns afls í segulæðum.

Dettifoss eftir Einar Benediktsson. –

Nýtum okkur bækurnar Eðlisfræði 1, 2 og 3 úr bókaflokknum litróf náttúrunnar og svo líka aðrar kennslubækur eins og “gömlu” orkubókina og framhaldsskóla kennsluefni.

Nýtum okkur þennan vef í hlekknum Norden i skolen

Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?  vísindavefurinn

ljósið færir mönnum upplýsingar

…. rafmagnsleikir

22. janúar 2018 Orka – varmi

Notum Eðlisfræði 1 varmi og veður og námsvefur í Eðlisfræði hitastig og varmaorka  i þessum hlekk

KYNNING UM ORKU OG SVO ÁHERSLA Á VARMA.

VIÐFANGSEFNI DAGSINS ER AÐ RIFJA UPP KVL-AÐFERÐ

HUGTAKAKORT, GLÓSUR, NEARPODFYRIRLESTUR OG VERKEFNI.

Lærum m.a. um:

hlekkur 5 varmi

myndir orkunnar

lögmál um varðveislu orkunnar

varmaorku

hraða sameinda

hita og varma

heat_transfervarmafluting:

  • varmaleiðni
  •  varmaburð
  • varmageislun

 

Eureka

 

Billie Nye

 rapplag um varmaflutning

 lightning-empire-state-building-141217

 

 

Heimaverkefni fimmtudaginn 18. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Þú tekur ísmola í hendina og ….
    1. hvaða breytingum tekur ísmolinn?
    2. Hvers vegna…?
    3. Hvaða orkumynd bræðir ísinn?
  2. Teldu upp a.m.k. sex ólíkar myndir orkunnar og gerðu grein fyrir í stuttu máli.
  3. Hiti er venjulega mældur í gráðum á celsíuskvarða.
    1. Hver er eining hitastigs í SI-einingakerfinu?
    2. Hverjir eru föstu viðmiðunarpunktarnir á celsíukvarða og kelvinkvarða?
    3. Hvert er bræðslumark vatns í °C og K?
    4. Hvað er alkul?
  4. Frostlögur er efni sem við notum hér til að varna því að vatn frjósi í kælikerfi bílvéla þegar kalt er í veðri.  Í heitum löndum er þetta sama efni notaði til að varna þvíi að vatnið hitni svo mikið að það sjóði. Hannaðu tilraun sem getur skorið úr því um hvort frostlögurinn hefur einhver áhrif á suðumark vatns. Gættu þess að í tilrauninni sé bæri samanburður og breyta.
  5. Skoðaðu hugtaka-teiknimyndirnar á þessari síðu.  Hvaða fullyrðing er réttust í hverri mynd? Rökstuddu svarið.

Fréttir í byrjun árs.

Featured

9. flokkur bikarmeistarar TIL HAMINGJU DRENGIR  viðtal við Eyþór Orra  karfan.is

DNA greiningar í íslenskum lögreglurannsóknum visir.is

Kraftar náttúrunnar í myndum – árið 2017 mbl.is

Heilsa kóralrifja  BBC

Hvað ef kóralrifin í hafinu myndu hverfa?  fb

Aldursgreining hælisleitenda visir.is

Stjörnufræði-dagatal ársins 2018 fb

Áhrif Holuhrauns-gossins á umhverfið  mbl.is

Árið 2050 spá um meira plast í sjónum en fiska buisness insider

og myndband sem upplýsir um málið  world economic forum

Nefúði við spilafíkn mbl.is

 

Heimaverkefni fimmtudaginn 11. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Lýstu vísindalegri aðferð.
  2. Hvers vegna er yfirleitt bara ein breyta í hverri tilraun?
  3. Segjum svo að eðlisfræðingur þurfi að greina óþekkt efni.  Hvort kemur honum að meiri notum að mæla massa efnisins eða eðlismassa? Útskýrðu svarið.
  4. Fjallaðu um hvers vegna eru rannsóknarstofur mikilvægar í vísindum?
  5. Hvað er SI einingakerfi og hvers vegna er nauðsynlegt að samræma mælieiningar í vísindinum?
  6. Mælikvarði á efnismagn hlutar er
    a.  eðlismassi.
    b.  massi.
    c.  rúmmál.
    d.  þyngd.
  7. Þú hefur tvo jafnstóra kubba úr frumefni. Þú veist ekki rúmmál þeirra en veist hins vegar að hitastig hlutanna er það sama. Hver eftirfarandi aðferða er besta leiðin til að skera úr um hvort þeir eru úr sama efninu og hvaða frumefni er a.  athuga hvort þeir leiði rafmagn og mæla massa hlutanna
    b.  mæla massa hlutanna
    c.  mæla rúmmál og massa hlutanna
    d.  mæla þyngdarkraftinn sem verkar á þá

4. janúar 2018 Rannsóknarverkefni – lokamat

Notum tímann í dag til að fara yfir bloggið og fylla út matslistann.

Síðan er kynning á lokamati því nú er fyrsta verkefnið að byrja sem er rannsóknarverkefni og er n.k. útfærsla á vísindavökunni.

Pælum og plottum……þið veljið ykkur sjálf saman í hópa og miðað er við að skil verði fimmtudaginn 18. janúar og alls ekki síðar!  Sem sagt öll næsta vika og mánudagur og þriðjudagur í þeirri næstu.

4. og 8. janúar 2018 Vísindavaka

Byrjum tímann á að fara yfir bloggið á haustönn.  Allir fá í hendur matslista, merkja með nafni og skoða svo bloggsíðuna sína vel og meta út frá listanum.  Skila til kennara og námsmatið liggur svo fyrir strax eftir helgina.  Þá verða öll verkefni komin inn á mentor og námsmat haustannar.

 

Vísindavaka 2018

Ræðum vísindalega aðferð og hefjum vísindavöku.  

Förum á flug….skoðum bækur og vefsíður.  Hvað á að rannsaka?

Skipulögð vinnubrögð óskast.  Nýtum okkur hugtakakortið 😉

 

Hver er rannsóknarspurningin?

Hvernig verður henni svarað?

Hver er breytan? Ein eða fleiri?

Hvernig verður verkefnið kynnt?

Pælum, lesum, vöfrum…. og ákveðum okkur.

Hópar settir saman…

…hugtakakort 

…rannsóknarspurning

…vinnuferli

…efni og áhöld

…afrakstur              ?hvað á að velja? 

  • skýrsla
  • dagbók
  • myndir
  • bæklingur
  • plakat
  • myndband

ló eða …..lær!!!

langar þig í te – ekki fyrir lofthrædda

SKRÍTIÐ OG SKONDIР NÝJU FÖTIN KEISARANS ….

Hlekkur 4

Featured

Hlekkur 4

Vísindavakan er 10 ára

4.- 19. janúar 2018

Þessi stutti hlekkur er tileinkaður vísindalegri aðferð og skemmtilegum tilraunum.  Þetta er í tíunda sinn sem við byrjum nýtt ár með vísindavöku.  Allir nemendur frá 5. bekk taka þátt, velja sig í hópa og framkvæma athuganir og tilraunir.  Hér er PADLET sem við söfnum öllum kynningum á.

10. bekkur nýtir þessar vikur í hluta af lokamati og hægt er að sjá nánar um rannsóknarverkefnið hér

Kynnumst vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum.

Hvað er breyta?

Nemendur vinna saman tvö eða þrjú í hópi.

Finna upp á einhverju skemmtilegu til að rannsaka og prófa.

Framkvæma tilraun – útskýra og kynna niðurstöður með einhverjum hætti.

Við eigum skemmtilegar vikur í vændum 

 Matsblað finnur þú hér: visindavakan2018

Í stofunni eru margar bækur sem hægt er að glugga í og fá hugmyndir.

Og hér eru nokkrir tenglar sem hægt er að kynna sér: