12. mars og fram að páskum

Þessa viku og þá næstu hvílum við okkur á hefðbundnu skólastarfi og glímum við skemmtileg verkefni þar sem árshátíðin er efst á baugi.

  • Undankeppni skólahreysti mánudag 12. mars
  • Árshátíð yngsta- og miðstigs miðvikudag 14. mars
  • Árshátíð unglinga miðvikudagskvöld 21. mars
  • Skólahreysti fimmtudag 22. mars.
  • Aukasýning á leikriti fimmtudagskvöld 22. mars.
  • Skólasýning á leikriti föstudagsmorgun 23. mars…………
  • ….. og svo er komið páskafrí með meiru 😉

13. mars 2018 Hekla vinna á Tungufellsdal

Veljið þrjú af eftirfarandi verkefnum.  Svör getið þið nálgast í krækjunum hér fyrir neðan.

hekla_vefurnams.is

Mynd af vef nams.is

  1. Hversu oft hefur Hekla gosið frá landnámi… og hversu oft gaus hún á 20. öldinni.
  2. Berið saman Þjórsá og Hvítá.  Hvað er líkt, hvað ólíkt og rökstyðjið.
  3. Fossarnir í Þjórsá?
  4. Heklugos – gossagan sem þekkt er.  Stærstu gosin …. yngstu gosin …. ????  Lýsið einu gosi sérstaklega.
  5. Segið frá byggð í Þjórsárdal og áhrif Heklugosa á byggðina.
  6. Lýsið því hvernig eldfjall Hekla er?
  7. Hvaða hjátrú er tengd Heklu?

Munið að ekki er leyfilegt að taka texta beint af neti….verður að umorða og vitna í heimildir.

Verkefni og spurningar jarðfræði Hrunamannahrepps ….

Segðu frá jarðfræðirannsóknum Helga Péturssonar og hvaða merkilegu uppgötvanir hann gerði.

            Hvað er silfurberg og hvers vegna er það talið sérstakt?

                              Hver eru sérkenni íslenska vatnsins?

                                Lýstu því hvernig innræn öfl jarðar koma fram á flekamörkum.

                                Hvað er megineldstöð og segðu frá  megineldstöðvum á Íslandi.

                                Hvernig mynduðust Miðfell og Vörðufell?

                              Lýstu jarðfræði Kerlingafjalla og segðu frá sérstöðu fjallaklasans.

                              Hvað er Hreppaflekinn?

                              Hvað er sérstakt við demanta?

                              Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvers vegna eru þau að aukast?

$                          Lýstu hver útræn öfl jökla eru.

8. mars 2018 Blogg á Tungufellsdal

Kennari ekki á svæðinu en þið nýtið tímann í tölvuveri.  Nú er upplagt að blogga vel fyrir fyrstu viku í hlekk 6.  Skoða færslur og krækjur:

  1.  10. bekkur Vatnajökulsþjóðgarður og þriðjudagsstöðvavinna
  2.    9. bekkur Þjórsárstofa, glósupakkinn og stöðvavinna

Hafið í huga:

  • viðfangsefni
  • hugtök
  • myndir og myndbönd 
  • fréttir sem hægt er að tengjast umfjöllun vikunnar
  • heimildir og rétthafar efnis
  • OG muna eftir stöðvavinnu.

Blogging 201:PodCamp Pittsburgh 6

6. eða 7. mars 2018 Þjórsá og jarðfræðin

thjorsalavawikimedia2

Stutt Nearpod-kynning um jarðfræði Þjórsár. Hugtakakort og glósur. Skoðum bækur og kíkjum á krækjur sem nýtast okkur í þessum hlekk eins og t.d. Þjórsárstofa

Áhersluatriði í dag:

hjartarfellid

  • innri  og ytri öfl
  • vatnasvið
  • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi
  • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir
  • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður
  • rof og set
  • eldgos – hraun – aska

Svo er stöðvavinna í boði…….

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið? Teikna-lýsa-ræða
  2. Þjórsárhraunið mikla Upptök…teikna útbreiðslu….stærð í km3 og km2…..hvenær gaus ….af hverju rann það svona langt….er það eitthvað merkilegra en önnur hraun?
  3. Teiknið upp Dynk. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Þjórsá? Fossinn hefur tvö nöfn….hver er skýringin á því og hvert er hitt nafnið?
  4. Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur?  Íslenska steinabókin bls. 54
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Villur á fjöllum. Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk. Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.
  7. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  8. Hofsjökull. Hvaða nafngift er önnur á jöklinum?Hvers konar megineldstöð leynist undir jöklinum? Stærð, ísmagn og lega. Má teikna upp. Helstu skriðjöklar hans.
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn
  10. Teiknið upp Háafoss. Hversu hár er hann í kílómetrum en millimetrum? Lýstu fossberanum. Í hvaða á er hann, hvenær og hver gaf honum nafn?
  11. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði

 

6. mars 2018 Ísland og jarðfræðin

Byrjið tímann sjálfstætt þar sem kennari er seinn.  Upplagt að skoða færsluna frá því í síðustu viku um Vatnajökulsþjóðgarð

Jörðin – Eldfjallaeyjan Ísland

Skoðum stuttlega sögu jarðar.  Flott yfirlit hjá stjörnufræðivefnum þaðan sem þessi mynd  er tekin:innri gerd jardar

Spyrjum spurninga:

Verkefnavinna / stöðvar í boði allt eftir því sem vindurinn blæs. Muna að skila afrakstri tímans inn á bloggið.

Eftirfarandi stöðvar í boði:

  1. Tölva – náttúrufræðistofnun og jarðfræði
  2. Google Earth nota þekju fyrir eldfjöll – þarf fartölvu með forritinu uppsettu.
  3. Myndir – loftmyndir af jörðinni – umræður.
  4. Hrafntinna 
  5. Íslenskar eldstöðvar – frá Veðurstofu Íslands
  6. Bók – Jörðin – bls 151-156 – Hvar er mest hætta af jarðskjálftum á Íslandi og hver er ástæðan?  
  7. NASA Earth Observatory425px-Cavansite-indi-13c
  8. Baggalútur
  9. Frétt – Hlýnun jarðar gæti aukið…. ruv.is
  10. Steinasafn – skoða og greina.
  11. Teikna – Jörðin bls. 201 – vatns og gosherir – skoða, teikna, útskýra.
  12. Jarðhræringar um allan heim – Hvar voru … í nótt? Síðustu viku? Síðasta mánuð ?
  13. Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur?  Íslenska steinabókin bls. 54
  14. Steindir – eðalsteinar nýjar íslenskar steindir
  15. Friðlýstir steinar  – Náttúrufræðstofnun
  16. Silfurberg – hvað er svona merkilegt við það?

Heimaverkefni fimmtudaginn 8. mars 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Velja þrjú af eftirfarandi verkefnum.  Upplýsingar í krækjum í lok færslu.

hekla_vefurnams.is

 

Mynd af vef nams.is

 

 

  1. Berið saman Þjórsá og Hvítá.  Hvað er líkt, hvað ólíkt og rökstyðjið.
  2. Fossarnir í Þjórsá. Segið frá.
  3. Heklugos – gossagan sem þekkt er.  Stærstu gosin …. yngstu gosin …. ????  Lýsið einu gosi sérstaklega.
  4. Segið frá byggð í Þjórsárdal og áhrif Heklugosa á byggðina.
  5. Lýsið því hvernig eldfjall Hekla er?
  6. Hvaða hjátrú er tengd Heklu?

Munið að ekki er leyfilegt að taka texta beint af neti….verður að umorða og vitna í heimildir.

5. mars 2018 Nýr hlekkur Ísland

 HUGTAKAKORT, ÍSLANDSKORT OG UMRÆÐUR.

Map of Iceland in 1791 by Reilly 076

þar sem áhersla næstu vikur verður:

– náttúra – jarðfræði – eðlisfræði – líffræði – umhverfi –

– skipulag – auðlindir – samfélag –  

– tækni – náttúruvernd – orka – hamfarir –

Meginmarkmiðið er að efla grundvallarskilning á náttúru Íslands.  Við skoðum myndum og mótun landsins, ytri og innri öfl.  Áhersla á myndunarsögu landsins, þróun gróðurfars, sérkenni íslenskrar náttúru til sjós og lands.  Veltum fyrir okkur umhverfisþáttum og setjum í samhengi við jarðsögu landsins.

Til stuðnings nýtum við okkur meðal annars

  • Litróf náttúrunnar – Maður og náttúra
  • Um víða veröld – Jörðin6ffec9e2ad9b8d18544e1a4d214f7513
  • Landafræði; maðurinn, auðlindirnar, umhverfið
  • Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands
  • nýja bók eftir Snorra Baldursson um
    lífríki Íslands.
  • Auk þess sækjum við fróðleik á bókasafn og í netheim.

Um að gera að velta upp spurningum eins og ….

…hvað er náttúra?

…hvað er umhverfi?

…er íslenskt vatn íslenskt?

…hvernig mótar maður landið?

…menningarlandslag, hvað er það?

…hver á Dettifoss?

…á ég að hreinsa fjöruna?

Myndasprettur

Aukaverkefni fyrir orkubolta      ……………. 
…vinna saman tvö eða þrjú í hóp
…skella sér út í blíðuna og taka myndir  
…myndirnar eiga að tákna/túlka hugtök úr þessum hlekk
…má taka 4 myndir af mismunandi hugtökum
…senda inn á facebook hóp bekkjarins
…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 4 og ath. ekki sitt eigið
…hver má svo læka við 4 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið
…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

1. mars 2018 Vatnajökulsþjóðgarður

https://goo.gl/images/yb1P4P

https://goo.gl/images/yb1P4P

Horfum á fræðslumynd um Vatnajökulsþjóðgarð.

“Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Hann nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þjóðgarðurinn spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands (14.141 ferkílómetrar í ágúst 2017) og er á meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu.

Þjóðgarðar eru friðlýst svæði sem teljast sérstæð vegna náttúrufars eða sögulegrar helgi. Sérstaða Vatnajökulsþjóðgarðs felst einkum í fjölbreytilegum landslagsformum sem samspil eldvirkni, jarðhita, jökuls og vatnsfalla hafa skapað.”

 

Kortavefsjá

 

1. mars 2018 Áfram hikmyndagerð.

Allir hópar vinna í sýnum verkefnum.

  • kallar og leikmynd sem varð til í síðasta tíma er í bökkum í legóskápnum.
  • lampar fyrir lýsingu eru í legóskáp.
  • grænn dúkkur, þrífætur og spjaldhaldarar 😉 eru inni á kennarastofu (tala við Jóhönnu)
  • þeir sem ekki eru búnir að ná í uppfærslu af Stop Motion appinu tala við Jóhönnu,
  • skoða síðustu færslu frá því fyrir viku til að rifja upp
  • muna að ganga vel frá öllu dótinu á sinn stað í lok tíma

Sjáumst í næstu viku og á fimmtudag þ.e. þann 8. mars ætlum við að klára myndirnar og skila inn á padlet.