24. apríl 2018 Bakteríur og veirur

Verkefni dagsins er að kynna sér veirur og bakteríur.  Styðjumst við Lífheiminn kafla 2, bls. 16-29 Hér er ýmislegt efni til að skoða, glærur eru inn á 9.bekk náttúrufræði, spurningar til að svara og verkefni við hæfi.  Þið vinnið saman 2-3 í tímanum og reynið að sjálfsögðu að klára sem flest.

virus_bacteria

Fróðleik um veirur og bakteríur sem eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar.

Berum þær saman.

Ebola virus em

 

23. apríl 2018 Nýr hlekkur – lífverur og dagur Jarðar

150px-Biological_classification_L_Pengo_Icelandic_svgÍ þessum hlekk er áhersla á líffræði. Nýtum okkur bókina Lífheiminn, sem og vefinn og framhaldsskólabækur. Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga svo eru það sveppirnir og endum svo venju samkvæmt á fuglum og jurtum.

Byrjum á umfjöllun um dag Jarðar sem var í gær og er áherslan í ár á plastmengun og hvað ég og þú getum gert til að draga úr notkun á plasti.

Síðan gerum við hugtakakort og rifjum upp hvað við kunnum um frumur – drefikjörnunga og heilkjörnunga.

Vísindaleg flokkun á Wikipedia

BBC – wild life

Af hverju flokkunarfræði?

A Capella Science  “The Surface Of Light” (Lion King Parody) Live

23. apríl 2018 Dagur Jarðar og nýr hlekkur byrjar.

Nú er það útikennsla og áhersla á lífríkið sem tekur við þessar síðustu vikur.

Við munum skoða gróður og dýr.  

Greinum tré og fugla.  

Verðum töluvert úti við í nám og leik og því þarf að muna að koma klæddur eftir veðri.

Við nýtum okkur þennan síðasta hlekk ársins til að ….

  • skoða vel umhverfið og pæla í lífverum, sameiginlegum einkennum og sérstöðu þeirra.  
  • gera tilraunir og draga ályktanir af gögnum, útskýrum og skoða ólík sjónarhorn.
  • athuga hvað hægt er að leggja af mörkum til samfélagsins 

Hver og einn spyr sig – hvað get ég gert? 

Sérstök áhersla á plastmengun. 

Tíminn í dag byrjar inn á að fræðast um dag Jarðar sem var í gær 22. apríl.  Svo skoðum við fjölbreytileika lífríkisins og veltum fyrir okkur flokkun lífvera.  Förum svo út og athugum hvað einkennir lifandi verur.

23. apríl – 3. maí Tilraun – lokamat

Í þessari viku byrja verkefni sem tilheyra lokamati.

VIÐFANGSEFNI FYRIR HUGTAKAKORTAVINNUNA.

 HVAÐA Tilraun á að framkvæma á morgun.

………………………. og ég endurtek…………………….

   skoða allt um skipulag lokamats og verkefnin sem liggja undir. 

NEMENDUR VELJA SÉR VIÐFANGSEFNI FYRIR HUGTAKAKORTAVINNUNA.

NEMENDUR VELJA SÉR VIÐFANGSEFNI tilraunar morgundagsins.

HÉR MÁ NÁLGAST UPPLÝSINGAR UM TILRAUNINA OG HÓPASKIPTINGU

 https://padlet.com/gydabjork/lokamat_tilraun

Athugunin verður framkvæmd í fyrramálið og á að skila skýrslu viku síðar, þann 3. maí. Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi.  Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð.  Áherslur koma fram á þessu matsblað   sem haft verður til viðmiðunar.  Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.  Upplýsingar um hópa og tilraunir 

Þið hafið frjálsar hendur um það hvernig tilraunin er sett upp.  Athugið að hafa ekki margar breytur og forðast að flækja málin.  Kennari fylgist með vinnuferlinu, samvinnu, framkvæmd, meðhöndlun tækja/efna og vinnubrögðum.  Síðan er skýrslan gerð eftir kúnstarinnar reglum og skilað með samtali við kennara þar sem metin er þekking á umfjöllunarefninu, rannsóknarspurning ígrunduð, niðurstöður túlkaðar, skekkjuvaldar og heimildir svo eitthvað sem til tekið.

Athugið að efni og tæki þurfa að vera til í skólanum.  Ef það er eitthvað annað sem þarf í tilraunina þá þurfið þið að redda því sjálf og auðvitað að koma með það í skólann á morgun.

Dagur Jarðar 2018

Featured

hqdefaultDagur jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1970 í Bandaríkjunum og síðan þá hefur 22. apríl verið dagur umhverfisfræðslu um allan heim.  earthday.org  Hér má sjá þróunina í sjónum frá 1970 – 2018  Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar. 

Upplýsingar um fánanaearth_2_flag_animatedecology_1_flag_animated

 

Þemað í ár er plastmengun.   #plasticpollution    Rökin fyrir valinu er hægt að sjá hér í pistli frá Guðrúnu Bergmann sem birtist á mbl.is

Plöntum trjám … í tilefni dagsins

Hvernig segjum við til hamingju með dag Jarðar á hinum ýmsu tungumálum!

Afrikaans: Gelukkige Aard Dag
Arabic: Yawm El-Ard (Arabic Letters) ÙŠÙˆÙ… الأرض
Dutch: Tag Der Erde
Bulgarian: Den Na Zemyata….………. og meira hér

Hér er hægt að skoða eigin plastnotkun plastic-calculator/ og gera heit um að minnka notkun plastumbúða.

 

 

 

 

 

Planet pals – skemmtilegur vefur.

 

 

Verkefni bakteríur og veirur

Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.

Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur

2.1 Bakteríur lifa alls staðar

  1. Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
  2. Hvað er þörungablómi?
  3. Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
  4. Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
  5. Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
  6. Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
  7. Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
  8. Skrifaðu um svarta dauða.
  9. Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?

2.2 Bakteríur í þjónustu manna

  1. Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
  2. Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
  3. Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
  4. Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
  5. Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?

2.3 Veirur eru háðar lífverumimage-20160414-2629-1259kt3

  1. Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
  2. Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
  3. Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
  4. Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
  5. Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
  6. Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?