Vorhátíð og skólalok.

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  Við taka ferðalög, vorhátíð og loks skólaslit á föstudaginn.

 

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum farið yfir sjö þematengda hlekki, nýtt markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki.   Spjaldtölvur hafa verið mikið notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, flipgrid, quizlet og kahoot og mörg smáforrit námstengd. Hefðbundnum námsmatsaðferðum er enn að fækka, nemendur eru nú ábyrgir þátttakendur. Horft er á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur. Heimasíðan hefur verið notuð til að halda utan um skipulag, fræðslu, námsefni og nemendaverkefni. Bloggsíður nemenda voru mjög vel og reglulega uppfærðar fram að páskum. 

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best. Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla í nýjum og spennandi verkefnum.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Maí 2018 Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

maí 2018 BREAKOUT

Við frestum útikennslu sem átti að vera í dag……það er bara of blautt og kalt.

Þess í stað verðum við inni og nú verður tekist á við þrautir í tölvu eða breakoutedu verkefni. 

Þið vinnið fjögur saman og leysið þrautir – tíminn er skammtaður og nú reynir á. Í boði eru tveir léttir leikir

 Spring has sprung!

 Field day fun

Og’s adventures

Zombie outbreak

 

 

15. maí 2018 Lokamat – próf

Prófið tekur tvær kennslustundir og verður leyfilegt að nýta hjálpargögn, bækur, glósur nemenda og veraldarvef.  Nemendur hafa aðgang að tölvuveri, fartölvum og spjaldtölvum. Prófið er einstaklingsverkefni.   Skila skriflega á blaði eða í tölvupósti – hvað sem ykkur hentar best. 

Þið dragið spurningar úr ákveðnum flokkum (ekki er hægt að skila spurningum sem hafa verið dregnar ;/) Það eru því ekki allir nemendur með sömu spurningarnar. Flokkarnir eru sjö og þið eigið að svara fimm spurningum – það má því sleppa tveimur spurningum sem voru dregnar.

Spurningarnar eru hér:  Prófspurningar

Gangi ykkur vel.

15. maí 2018 Sveppir

496px-Amanita_muscaria_tyndrum

Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria)

Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að seyta efnum sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.

Svo færum við okkur út í blíðuna – stutt ferð um Flúðahverfið – árið er 2518.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Setjum ferðasöguna inn á flipgrid

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

  • verum vakandi
  • skoðum flóru og fánu
  • hlustum og upplifum
  • notum hugmyndaflugið

14. maí 2018 Fuglar

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? 

ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? 

HVAÐ ER FJÖÐUR? 
SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA 
quizup um íslenska fugla
visindi.is:

KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.

Opnum fuglavef frá Menntamálastofnun

 SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.

og svo er hægt að prófa að flokka….   og aðeins meira hér

9. maí 2018 Útiáskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

  • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

  • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

  • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

  • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á padlet  

GANGI YKKUR VEL.

8. maí 2018 Skil á skýrslu og hugtakakort – lokamat

Skila á skýrslu og vinna við hugtakakortin.  

Hópar skila skýrslu bæði útprentuðu eintaki og eins stutt kynning og samtal við kennara.  

Hugtakakortið er einstaklingsvinna.  Allri hafa valið sér hugtak og sumir eru byrjaðir að vinna í kortunum sínum.  Upplýsingar og matslista er að finna hér.8539124217_bcf2df8a36_o

Hjálpargögn eru bækur af öllum stærðum og gerðum, veraldarvefurinn og kannski glósurnar ykkar.  

Tölvuverið er opið.

Munið eftir sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.

  

7. maí 2018 Plöntur

Þessa viku er áhersla á plöntur við nýtum okkur Plöntuvefinn og fræðumst um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun         

Hvaða plöntur þekkir þú? 

Svo skulum við greina nokkrar plöntur

  • Hvaða munur er á berfrævingum og dulfrævingum?
  • Hvað eru blóm og könglar?
  • Hvernig æxlast plöntur?
Rætur  

                                       

Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Þuríður Guðmundsdóttir

3. maí 2018 Plöntugreining

Kennari ekki á svæðinu en þið reddið ykkur. Unnið í spjaldtölvum.

Fyrst er að skoða vel Plöntuvefinn fræðast um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun Hvaða plöntur þekkir þú?

Þá er upplagt að skella sér út.

Verkefnið er myndasprettur og hugtökin sem unnið er með eru tengd plöntum/plöntuhlutum/plöntugreiningu.

…vinna saman tvö 

…skella sér út í blíðuna og taka myndir  

…a.m.k. þrjú hugtök sem tengjast plöntum og plöntugreiningu 

…túlkaðu og/eða táknaðu.

…15 sek. fyrir hvert hugtak. 

…senda inn á flipgrid 

…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 3 og ath. ekki sitt 

…hver má svo ,,læka“ við 3 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið

…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

3. maí 2018 Ferðasprek og upplýsingatækni

Kennari er ekki á svæðinu en þið eigið eftir að hafa nóg að gera 😉

Fyrst er að fara inn í tölvuver og taka nokkrar æfingar í Sense-lang u.þ.b. 20 mínútur.

Síðan eru það spjaldtölvuverkefni og byrjum á Plöntuvefnum skoðið hinar ýmsu plöntur, skrifið í notes hverjar þið þekkið þegar. Kíkið á hvað þarf til plöntugreiningar og reynið svo fyrir ykkur í eins og einum leik.

Að lokum á að sækja ferðasprekið frá í gær og koma ferðasögunni inn á flipgrid.  Það þarf að sýna vel ferðasprekið og útskýra liti og hvers vegna hitt og þetta er fest við sprekið. Ein og hálf mínúta til frásagnar.

Gangi ykkur nú allt í hag………Sjáumst!