11. nóvember 2014 Hröðun – tilraun

 

 

Tilraun – Hröðun

hrunin

Markmið: Að nemendur kynnist mælingum og framsetningu gagna.  Að nemendur fjalli um hugtökin og reikni út meðalhraða og hröðun.

 

Framkvæmd: Vinnið 4 saman í hóp.  Veljið ykkur svæði sem er a.m.k. 20 m langt.  Merkið við 5 m, 10m, 15 m og 20 m.  Í tilrauninni er notast við tennisbolta.  Einn tekur að sér að rúlla bolta eftir gólfinu. Þegar boltinn fer yfir merki er tímataka.  Skrifið niður jafnóðum.  Endurtakið mælingarnar nokkrum sinnum.

Veljið eina mælingu og reiknið hröðunina, setjið upp í töflu og teiknið upp lengdar – tímagraf  fyrir eina tímatökuna og einnig hraða/tíma graf.

Svarið eftirfarandi spurningum.  Ósakað er eftir vönduðum svörum og útskýringum.

  • Hver er meðalhraðinn á hverju tímabili?
  • Hvenær er hröðun mest?
  • Getur hröðun orðið neikvæð?
  • Hvers  vegna stöðvast boltinn að lokum?
  • Hvað getur haft áhrif á hvenær boltinn stöðvast?
  • Hvaða skekkjuvaldar geta verið í þessari tilraun?

Skýrsluskil eftir viku.

Einstaklings- eða hópaskil – ykkar er valið.  Leiðbeiningar hér til hægri undir skýrslur.  Gangi ykkur vel.Laughing