7. mars 2017 Hvítá líffræði stöðvar

Líffræði tengd þema í stöðvavinnu

Flóra Íslands:picture26

Grasvíðir eða smjörlauf (Salix herbacea) er minnstur af íslenzku víðitegundunum. Hann er jarðlægur, sjaldan meir en 10-20 sm á hæð með kringlóttum blöðum. Hann er algengur um allt land upp fyrir 1000 metra, en hittist líka hér og hvar á láglendi. Aðalheimkynni grasvíðisins eru í snjódældum til fjalla, en einnig vex hann víða í mólendi eða jafnvel á mýraþúfum

Klárum glærupakka mánudagsins.

Kíkjum á fréttir og blogg.

Síðan er um að velja nokkrar stöðvar:

 1. Vatnssýni – skoðum í smásjá sýni úr lindá annars vegar og hver hins vegar.
 2. Flóra Kerlingarfjalla.  Skoða plaköt og greiningarbækur. plöntuvefsjá NÍ
 3. Þingvellir Lífríki vatnsins.
 4. Þingvellir – framtíð – lesa í Þingvallabókinni
 5. Hugtakakort og glósur – betrumbætum og snurfusum.
 6. Frumbyggjar Íslands C. islandicus og C. thingvallensis
 7. Líffræðilegur fjölbreytileiki – verkefni
 8. Barrtré á Þingvöllum!
 9. Skoða frumbjarga lífverur sem lifa í vatni – teikna – læra.
 10. Hvað er jarðhiti….jarðhitakort
 11. Lífríki í vatnasviði Hvítár – teikna og bæta við vegg í Háhnjúki.
 12. Ýmis fróðleikur um svæðið – valdar bækur til a skoða
 13. Heimsminjaskrá – hvað er UNESCO og hvaða staðir eru á heimsminjaskrá?
 14. Vatnið Vesijärvi – frá þörungasúpu til útivistarsvæðis