mars 2017 Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll

Kerlingarfjll_074

 

Kerlingarfjöll mynduðust við gos í eldstöð á síðari hluta ísaldar. Eldstöðin er
kannski ennþá virk þótt hún hafi ekki gosið í nútíma. Kerlingarfjöll eru ólík
umhverfinu í kring, bæði að lögun og lit. Fjöllin er að mestu leyti gerð úr líparíti
og eru randfjöll þeirra úr dökku og ljósu móbergi. Mikið er af Hrafntinnu í
Kerlingarfjöllum. Þegar fjöllin voru að myndast lá jökull yfir miðhálendinu. Á
sumum stöðum virðist sem það hafi náðst að hlaðast upp móbergshæðir sem
náðu upp úr jökulvatninu. En við það mynduðust stapar með móbergi neðst en
hraunhellu efst. Fjöllin eru veðruð og lítið er um gróður á svæðinu enda hafa
náttúruöflin verið hraðvirk í fjallaveðráttuni. Fjöllin eru miðja eldstöðvar með
öskusigi og jarðhitasvæði landsins. Mestur er jarðhitinn í Hveradölum. Allt eru
það gufu- eða leirhverir og útstreymi þeirra er blandað af brennisteini. Hjá
hverunum myndast hveraleir og allt berg er sundursoðið. Þar sem jöklatungurnar
ganga niður í dalinn hafa hverirnir á sumum stöðum brætt frá sér ísinn og
myndað hvelfingar, íshella eða íshamra. Einnig vex hjá hverunum mjög
sérstæður gróður. Hveraleirinn, gufumökkurinn, líparítfjöllin og jökultungurnar
auka fjölbreytni og litaauðgi þessa sérstæða svæðis.