27. apríl 2015 Frumdýr og þörungar

Þessa viku verður til umfjöllunar fjölbreytilegur hópur lífvera sem oft er erfitt að flokka.

Þær eru lífverur með frumur sem hafa kjarna (heilkjörnungar) og eiga ekki heima í hinum ríkjunum.

Sem sagt ekki dreifkjörnungar, sveppir, plöntur eða dýr.

tree

Þessi hópur er stundum flokkaður sem eitt af ríkjunum fimm – Protista eða frumverur.  Þær eru skilgreindar þannig að þær séu flestar einfruma lífverur með frumukjarna, en stundum mynda þær sambýli og sumar eru fjölfrumungar.

Sumar eru ófrumbjarga og aðrar frumbjarga.  Jafnvel getur sama lífveran verið stundum  ófrumbjarga og stundum frumbjarga. Sumar frumverur eru sníklar og valda hýslinum skaða.

Þetta er því mjög fjölbreytilegur hópur lífvera sem á það eitt sameiginlegt að vera með afmarkaðan kjarna.

 

Hvers konar dýr þrífast í ferskvatni?