27. janúar 2015 varma og hiti -verkefni

Varma-verkefni

calorie


 

Skoðum fræðslumyndbandið Vísindi í brennidepli – Varmi og orkuflutningur frá Námsgagnastofnun. 

og annað frá Eureka og enn eitt fyrir áhugasama að skoða heima.

Einingin júl (J)  notuð fyrir orku og vinnu í vísindum.  
Eitt júl er 0,24 kaloríur og kalorían er 4,2 júl.  eða eins og Vísindavefurinn kemst að orði….


Kaloría er aftur á móti mælieining sem notuð er til þess að mæla orku (e. energy) eða upphaflega varma (e. heat) sem er ein tegund orku samkvæmt niðurstöðum eðlisfræðinnar frá 19. öld. Kalorían er upphaflega skilgreind sem sú orka sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eitt stig á Selsíus…..Ein hitaeining jafngildir einni kílókaloríu (eða 1000 kaloríum). Það hugtak er gott og gilt í næringarfræðinni og þeim sem finnst óþjált að tala um kílókaloríur eða vilja ekki nota það hugtak af annarri ástæðu geta með góðri samvisku talað um hitaeiningar. 
Hver hitaeining eða kílókaloría samsvarar 4,2 kílójúlum.
Þessi eining er ekki valin af handahófi heldur er júlið einmitt orkueining metrakerfisins. Þegar við beitum kraftinum 1 N (njúton, newton) á hlut og færum hann um einn metra þá höfum við notað orkuna 1 júl. Einingin vatt (e. watt) sem við notum um afköst eða afl raftækja og véla er eitt júl á sekúndu (1 J/s) og orkueiningin kílóvattstund, sem er á rafmagnsreikningunum okkar, er 3.600.000 júl.

 

 

Varma má reikna með eftirfarandi jöfnu:

 

Varmi  = massi x eðlisvarmi x hitastigsbreyting 

Q=m c T

eða 

m = massi efnis í g

ΔT = hitastigsbreyting í °C

c = eðlisvarmi efnis í J/g°C

 

Hvað er svona sérstakt við vatn?  Kíkjum á nokkra tengla  …     og svo er fínt að ræða málin…..Hvers vegna botnfrýs Þingvallavatn ekki?


Og svo eru það phet forritin nánari leiðbeiningar í tíma