Hlekkur 7

Efst á baugi

Líffræði, útikennsla og lokamat

Síðasti hlekkur ársins frá 18. apríl og til skólaloka.Forget_me_not_flower

Nú eru það lífvísindi og sitthvað líkt og ólíkt sem bekkirnir fást við.

 • 8. bekkur fer yfir skipulagsstig lífvera, efnin í þeim og leggur mikil áherslu á umhverfið, fugla og flóru.  Nemendur í 9. bekk halda áfram að kynnast ýmsum flokkum lífvera, örverum, frumdýrum og þörungum að ógleymdu svepparíkinu.  En auðvitað verðum við með augun opin fyrir plöntu- og dýralífríki í kringum okkur.  Stóru krakkarnir í 10. bekk nýta 
 • þennan síðasta hlekk til að tengja saman allt (eða flest allt 😉 sem á dagana hefur drifið í náttúrufræðinni síðustu ár og glíma við lokaverkefni af ýmsu tagi.

Við munum stunda námið mikið utandyra þessar síðustu vikur skólaársins. 

Við nýtum okkur skólaskóginn og nærumhverfi skólans. 

Munið að koma vel klædd í útikennsluna – skjótt skipast veður í lofti.

Hlekkur 6

Efst á baugi

 

27. febrúar – 6. apríl

Þemaverkefni  Hvítá

kfjoll86

 

Næstu vikur – fram að páskafríi leggjum við áherslu á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.

Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.

Við skiptum þessu niður á 5 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn. 

Nemendur í 10. bekk taka fyrir svipaða þætti en horfa víðara og skoða allt Ísland og tengja við þessi sömu fræði.

Fréttir 23. janúar 2017

Efst á baugi

Íslendingar neyslufrekasta þjóðin

Ráðagóð dúfa

Díselbíla bann

Lifði af – borðaði snjó

Heitasta ár frá 1880

Heimsins mesti harðjaxl …  Bessadýr  …út í geim

Til umhugsunar

Er batteríið búið?

Loka Halley

 

Með erfðaefni þriggja

 

 

Hlekkur 5

Efst á baugi

23. janúar – 17. febrúar

Eðlisfræði – orka

bylgjur – hljóð og ljós

varmi og rafmagn

Næstu vikur verður áhersla á eðlisfræði.

Hugtök tengd bylgjum, hljóði og ljósi til umfjöllunar í 8. bekk – 9. bekkur lærir um varmaorku og 10. bekkingar fræðast um rafmagn.

Hlekkur 4

Efst á baugi

Hlekkur 4

Vísindavaka

4.- 13. janúar 2017

Þessi stutti hlekkur er tileinkaður vísindalegri aðferð og skemmtilegum tilraunum.

PADLET sem við söfnum öllum kynningum á.animated_thinkingcap

Kynnumst vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum.

Hvað er breyta?

Nemendur vinna saman tvö eða þrjú í hópi.

Finna upp á einhverju skemmtilegu til að rannsaka og prófa.

Framkvæma tilraun – útskýra og kynna niðurstöður með einhverjum hætti.

Við eigum skemmtilegar vikur í vændum 

 Matsblað finnur þú hér: visindavakan2016

Í stofunni eru margar bækur sem hægt er að glugga í og fá hugmyndir.

Og hér eru nokkrir tenglar sem hægt er að kynna sér:

Hlekkur 3

Efst á baugi

 Stjörnu-, eðlis- og efnafræði

 16. nóvember – 16.  desember

Jörðin –hringrás vatns – jarðfræðin – jarðsagan – eldgos – lofthjúpurinn –tunglið – árstíðir – sólkerfið – stjörnumerkin – alheimurinn 

Í svartasta skammdeginu lítum við aftur til fortíðar og horfum til himins….

jordin

 • 8. bekkur –  jörðin og tunglið – horfum til himins og lærum nokkur stjörnumerki.

 • 9. bekkur – stjörnufræði – nemendur vinna glærukynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

 • 10. bekkur  – skerpun enn frekar á efnafræðinni, smá jarðfræði og stjörnufræði í bland.

Góða skemmtun

Hlekkur 2

Tengill

Efna- og eðlisfræði 20. október – 22. nóvember

lecture

Við gerum tilraunir og lærum að skila vandaðri skýrslu eftir kúnstarinnar reglum. 

Flestir bekkir glíma við efnafræði eftir aldri og getu. 

Nemendur í 9. bekkur tileinkar sér eðlisfræði krafta og hreyfingar og

nemendur í 10. bekkur halda áfram með erfðafræðina.

 

Hlekkur 1

Efst á baugi

   22. ágúst – 6. októberBetula-pubescens-downy-leaves

umhverfi og útinám – vistkerfi, dýrafræði, erfðir og þróun

Í þessum fyrsta hlekk skólaársins verður áhersla á umhverfi og líffræði.
Við ræðum hringrásir efna og samspil manns og náttúru. 
Áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika.  
Við fræðumst um vistkerfi, fæðukeðjur og samskipti lífvera. 
Sumir skoða plöntur, aðrir fugla og önnur dýr.  
Rannsóknarvinna, verkefni og leikir í bland.

Næstu vikur fer námið mikið fram utandyra og nýtum við okkur skólaskóginn og nærumhverfið.

Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri. 

 

 

 

 

1. júní 2017 Skólalok

Vorhátíð – skólalok :Ð

13263684_10208849581092041_449141925435868215_n

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum haldið áfram með hlekki og þematengt nám, nýtum okkur markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki og í vetur var mikil áhersla á lesskilning með þátttöku í skólaþróunarverkefninu Orð af orði.   Spjaldtölvur hafa verið töluvert notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, quizlet og kahoot. Námsmatið hefur líka verið í endurskoðun.  Hefðbundnum námsmatsaðferðum fækkað, nemendur ábyrgir þátttakendur, horft á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur.

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best í sumar. 

Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla, 

hina hlakka ég til að hitta hressa og káta næsta haust.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Áskorun 2017

Þá er komið að því…..áskorun ársins 2017….

Öllum hópum úthlutað ákveðnu þema og

gefin 1 kennslustund til að koma sér í karakter.

ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM.  SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT  INN Á PADLET –>>>>> 

SKYLDUVERKEFNI:

 1. Hópmyndband upp við vatnstank við að mæla rúmmál hans
 2. Kennslumyndband af dansi
 3. Rapplag um ykkar þema
 4. Viðtal við ferðamann við gömlu laugina um gömlu laugina

   

ÖNNUR VERKEFNI – flest framkvæmd utandyra, VELJA 8:

 1. Fréttaskot úr Hreppnum
 2. Taka viðtal við álf.
 3. Eftirherma að eigin vali – þematengt.
 4. Könnun hjá þremur garðyrkjubændum.  Hverjar eru þrjár vinsælustu tegundirnar?
 5. Norðurlöndin – fánar í krít.
 6. Selfie við hæsta tréð í skóginum.
 7. Búa til listaverk úr náttúrunni muna þemað.
 8. Hvað veit Jóhanna aðstoðarskólastjóri um Costco?
 9. Hvað getið þið tekið marga enska hreima?
 10. Stærsta sápukúlan.
 11. Flytja rómantískt ættjarðarlag til heimabyggðarinnar.
 12. Gera góðverk hjá eldri borgurum
 13. Baulaðu nú búkolla mín fyrir leikskólalbörnin
 14. Leika frægt atriði úr kvikmynd í anda þemans, á ensku/dönsku
 15. Leikþáttur með legóköllum á framandi tungu
 16. Farða hópfélaga með bundið fyrir augun
 17. Greiða galagreiðslu í hópfélaga  með innblæstri af þemanu.

BÓNUSSPURNINGAR – VEGLEG VERÐLAUN Í BOÐI

download

 1. Fimm góð ráð til að heilla kennarann.
 2. Hvernig skrifar maður heitið á þessu?…………………………….->

GÓÐA SKEMMTUN!

22. maí 2017 Fuglar

jadrakan

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? 

ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? 

HVAÐ ER FJÖÐUR? 

tölvuvíðsjá í boði til að rannsaka fjaðrir og eggjaskurn.

BÆTUM Á HUGTAKAKORTIÐ.

SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA

quizup um íslenska fugla

visindi.is:

KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.

Opnum nýuppfærðan og glæsilegan fuglavef frá Menntamálastofnun

 SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.

og svo er hægt að prófa að flokka….   og aðeins meira hér