Hlekkur 2

Tengill

Efna- eðlis og erfðafræði 2. október – 17. nóvember

lecture

Við gerum tilraunir og lærum að skila vandaðri skýrslu eftir kúnstarinnar reglum. 

Efnafræðin er í öndvegi hjá 8. bekk.

Nemendur í 9. bekkur tileinkar sér eðlisfræði krafta og hreyfingar og

nemendur í 10. bekkur halda áfram í líffræði með áherslu á erfðafræðina.

 

Hlekkur 1

Efst á baugi

   22. ágúst – 6. októberBetula-pubescens-downy-leaves

umhverfi og útinám – vistkerfi, dýrafræði, erfðir og þróun

Í þessum fyrsta hlekk skólaársins verður áhersla á umhverfi og líffræði.
Við ræðum hringrásir efna og samspil manns og náttúru. 
Áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika.  
Við fræðumst um vistkerfi, fæðukeðjur og samskipti lífvera. 
Sumir skoða plöntur, aðrir fugla og önnur dýr.  
Rannsóknarvinna, verkefni og leikir í bland.

Næstu vikur fer námið mikið fram utandyra og nýtum við okkur skólaskóginn og nærumhverfið.

Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri. 

 

 

 

 

19. október 2017 Lotukerfið á Tungufellsdal

Verkefni kynning á frumefni.

við notum þennan tíma til að kynna okkur lotukerfið og hin ýmsu frumefni.

Svo er tilvalið að velja sér frumefni til að kynna sér sérstaklega vel og koma svo með fræðslu fyrir okkur hin ………prezi-kynning inn á þennan padlet  😉

Létt kahoot í lok tíma eða áskorun

Kynning á frumefni.

Veldu þér eitt frumefni…

….sem þú vilt vita meira um

….sem er í uppáhaldi

….sem er spennandi

Aflaðu þér upplýsinga um frumefnið og settu fram í kynningu (mátt alveg velja hvernig þú kynnir) sem að er til gagns og ánægju.

Byrjaðu á að skoða frumefnin í lotukerfinu ptable eða hjá námsgagnastofnun

Fínt að vafra um vefinn og lesa sér til um ýmis efni áður en þú tekur ákvörðun um hvaða efni verður kynnt.  Best er ef enginn annar í bekknum er með sama efni svo að kynningarnar verði sem fjölbreyttastar.

Veldu þér eitt frumefni og finndu upplýsingar um …..

…sætistölu

…massatölu

…byggingu frumeindarinnar

…hvaðan nafnið kemur

…hvar það finnst í náttúrunni

…til hvers það er notað

…og margt annað forvitnilegt

Settu upplýsingarnar fram á skýran hátt. og notar prezi forritið til að kynna.

Þið fáið fáið þrjá fimmtudagstíma fyrir þetta verkefni og nú er um að gera að nýta tímann vel.

Skila inn á bloggið ykkar og kannski fb-síðu 8. bekkjar.

Gangi ykkur sem allra best.

18. október 2017 Efnafræðistöðvar

og í boði eru stöðvar af öllum stærðum og gerðum:
 1. Athugun – matarsalt og leysni – bls. 56 í Efnisheiminum. Tengt stöð 2.
 2. Tölva  sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.  Tengt stöð 1.
 3. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara  9-2, 9-3 og 9-4
 4. Tölva hugtök og mælieiningar og smá töff viðbót
 5. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í Efnisheiminum – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.
 6. Orð af orði verkefni úr efnafræðinni.
 7. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu
 8. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
 9. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
 10. Lifandi Vísindi nýjasta blaðið,  valin grein lesin og búa til tvær spurningar.
 11. Athugun að laga te.
 12. Verkefni í  Efnisheiminum.  Spurningar til að svara
 13. Tölva phet forrit efnasambönd mólikúl – að byggja frumeind og skoða lögun og meira til.
 14. Athugun af hverju kemur móðan?
 15. Mólikúl – sameindir og efnasambönd- byggja og teikna.