áhersluatriði dýrafræði

 

 

Vísindalegar aðferðir.

 

 1. Ráðgáta skilgreind  Nákvæm skilgreining er fundin á því sem á að rannsaka. T.d. skröltormar sjá mjög illa. Hvernig finna skröltormar bráð sína?
 2. Upplýsinga aflað.  Byrjað er á því að lesa mikið efni sem tangist því sem á að rannsaka. T.d. lásu dýrafræðingar sér til um að skröltormar geta numið hitageislun og hafa gott lyktarskin
 3. Tilgáta sett fram sem er líkleg lausn á ráðgátunni. Eftir að maður hefur aflað sér þekkingar á því sem á að rannsaka er hægt að setja fram líklega lausn á ráðgátunni. T.d. var sett fram sú tilgáta að skröltormar renni á lyktina af sínu eigin eitri.
 4. Tilraun
  1. Nú er sett upp umhverfi þar sem vísindamenn hafa fullkomna stjórn á. Sá hlutur sem prófa á heitir breyta, og er hann prófaður í þessu umhverfi. Reynt er að prófa einungis eina breytu í einu, ef um margar er að ræða. T.d. drógu vísinda menn mús, sem hafði verið drepin af skröltormi, um skröltorms búr. Svo settu þeir skröltorm í búrið og hann fann hana um leið.
  2. Svo gerðu vísindamennirnir samanburðartilraun. Það er tilraun sem er nákvæmlega eins og upphaflega tilraunin nema breytunni er slept. Þeir drógu dauða mús, sem hafði ekkert skröltorma eitur í sér, eftir skröltormabúrinu. Þegar þeir settu skröltorminn í búrið fann hann músina ekki.
 5. Skráning upplýsinga  Mikilvægt er að skrá allar upplýsingar niður á skipulagðann og nákvæmann hátt. Slíkar upplýsingar eru nefndar rannsóknargögn.
 6. Niðurstöður túlkaðar  Eftir að tilraunirnar hafa verið framkvæmdar og upplýsingunum hefur verið safnað þarf að vinna úr upplýsingunum vísbendingar sem stiðja eða fella tilgátuna.

 

 Vísindalegar mælingar  Það kerfi eininga sem við notum kallast metrakerfið sem er hluti SI kerfisins. Í því eru gunneiningarnar  

 1. Lengd  Mæld í metrum [m]
 2. Rúmmál   Mælt í lítrum [l], einnig í rúmmetrum [m3]
 3. Massi og þyngd  Massi er mældur í grömmum [g]. Massi er ekki það sama og þyngd. Þyngd segir til um hversumikill þyngdarkraftur verkar á hluti. Þyngd er því breytileg eftir staðsetningu, t.d. er þyngd okkar mun meiri á jörðinni en á tunglinu. Massinn er þó hinn sami þar sem efnismagn okkar breytist ekki.
  1. Eðlismassi
   Massi ákveðins rúmmáls af tilteknu efni nefnist eðlismassi þess.
 4. Hiti  er yfirleitt mældur í gráðum á celsíus [°C] eða kelvin stigum [K]. Vatn frýs við 0°C eða 272 K, sýður við 100°C eða 372 K.

 

Einkenni lífvera.  

Líf sprettur af lífi  Það er alvitað að líf kviknar ekki af sjálfu sér. Allt fram til aldamótana 1600 trúði fólk á sjálfkviknun lífs, þ.e. að líf gæti bara kviknað af sjálfu sér. En 1668 sannaði ítalinn Francesco Redi að líf gæti einungi kviknað af öðru lífi.

Hreyfing  Hæfileikinn til að geta skipt um dvalarsvað er mikilvægur eiginleiki margra dýra. Dýr geta hreyft sig úr stað til að leita að fæðu og skjóli. Plöntur hreyfa sig ekki á sama hátt og dýr. Þær tegja sig yfirleitt að ljósi og opna og loka blóm sín.

 Efnaskipti  Uppbygging og niðurbrot lýsa vel þeirri efnastarfsemi sem fram fer í lífverum. Hluti þessarar starfsemi felst í því að einföld efni eru sett sama í flókin efni sem að lífverurnar þurfa til að komast af . Við annarskonar starfsemi er flóknum efnasamböndum sundrað og þannig fæst orka og smærri efnasambönd. Þessi starfsemi nefnis efnaskipti

 

 1. Næringarnám  Allar lífverur verða að taka til sín næringu eða framleiða hana sjálfar. Flestar lífverur setja einfaldlega bara næringuna í munninn eða í nema hana í gegnum húðina. Grænar plöntur þurfa hinsvegar ekki að neyta fæðu, því að þær framleiða sína eigin næringu með ljóstilífun. Með rótunum taka þær til sín varn og steinefni, taka koltvíoxíð inn um laufblöðin og nota svo orkuna frá sólina til að breyta þessu í næringu.
 2. Melting er ferli þar sem næring er brotin niður í einfaldari efni. Síðar eru þessi einfaldari efni notuð til að byggja upp lífveruna eða orka unnin úr þeim
 3. Öndun  felst í því að lífvera tekur til sín súrefni og notar það til þess að losa orku úr fæðuefnum. Þessi öndun er líka kölluð frumuöndun. 
 4. Þveiti er ferli sem losar úrgangsefni úr líkamanum.

Vöxtur og þroskun  Vöxtur felst ekki í því einu að þær stækki að umfangi. Lífverurnar þroskast og gerð þeirra verður flóknari en áður. Stundum verða gífurlegar breytingar á lífverunum. Sbr. lirfa, púpa og fiðrildi. 

Æviskeið  Eitt af mikilvægustu einkennum lífvera er að þær eiga sér afmarkað æviskeið. Það merkir að hver lífvera getur ekki búist við að lifa nema tiltekna ævi. Hámarksævilengd er lengsta æviskeið sem vitað er til að lífvera af tiltekinni tegun hafi lifað. Vöxtur og þroski fara fram nánast allt æviskeiðið hjá sumum lífverum. 

Viðbrögð  Áreiti er eitthvað í umhverfi lífveru sem veldur því að hún sýnir tiltekið viðbragð. Viðbragð er einhver athöfn eða hreyfing lífveru.  Dæmi um utanaðkomandi áreiti er þegar við brennum okkur og kippum að okku hendinni, sem er þá viðbragðið.  Dæmi um áreiti sem á sér stað innan líkama lífveru er þegar við geispum til að yfirvinna súrefnisskort.   

Æxlun  Lífverutegund verður aldauð (útdauð) ef einstaklingum innan hennar tekst ekki að æxlast. Æxlun er ferli þar sem lífverur geta af sér afkvæmi í sömu mynd. Æxlun skiptist í megin atriðum í kynæxlun og kynlausa æxlun. Kynæxlun krefst yfirleitt þáttöku tveggja foreldra, þróaðar tegundi plantna og dýr fjölga sér með kynæxlun. Sumar lífverur fjölga sér hinsvegar þannig að foreldrið er aðeins eitt og er þá um kynlausa æxlun að ræða. Einfalt dæmi um slíkt er þegar gerlar skipta sér.

 Orka, Næring og vatn

Allar lífverur þurfa orku. Þær nýta hana til mismunandi starfsemi, t.d. hreyfingar. Frum uppspretta orku flestra lífvera er sólin. Plöntur beisla orku sólarinnar og nýta hana til þess að framleiða fæðuefni (ljóstillífa). Sum dýr nærast á plöntum og nýta þannig þá orku sem plönturnar voru búnar að beisla. Önnur dýr nærast svo á plöntuætunum. Með þessu móti berst orka sem komin er frá sólu milli lífveranna.

 Næring er einn þeirra þátta sem lífverur þurfa sér til lífsviðurværis og tekur til allra efna sem lífverur þarnast til þess að vaxa og halda lífi. Sú næring sem er viðurværi lífvera er mjög mismunandi, t.d. borða kóalabirnir laufblöð, termítar borða tré og plöntur nærast einna helst á sykri.

 Þú kemst ekki af án vatns nema í fáeina daga. Flestar lífverur eru að mestum hluta vatn. Vatnið gegnir margskonar hlutverkum í lífverum. Flest efni leysast upp í vatni og þess vegna berast mikilvæg efni auðveldlega til allra líkamshluta lífvera. Blóð dýra og safi trjáa er að mestum hluta vatn. Í lífverum fara efnahvörf alla jafna fram í vatni og ef þess nyti ekki við myndu efnaskipti stöðvast með öllu. Vatn ber einnig í burtu mörg úrgangsefni.

Hiti og umhverfi

Samvægi er hæfileiki lífvera til þess að halda innri skilyrðum óbreyttum þótt aðstæður í kringum þær breytist. Það er hluti af samvægisferlinu að halda líkamshita stöðugum þegar hitinn í umhverfinu breytist. Dýr sem halda alltaf jöfnum hita eru sögð vera með jafneitt blóð eða vera jafnheit. Dýr með jafnheitt blóð eru virk hvort sem það er kalt eða heitt í kringum þau. Sum dýr geta ekki haldið líkamshita sínum jöfnum, heldur sveiflast hann með umhverfis hitanum, eru sögð vera með misheitt blóð eða vera misheit.

 Efni í lífverum

Ólífræn efnasambönd  Efnasambönd sem innihalda ekki kolefni eru sögð vera ólífræn. Það eru þó nokkrar undantekningar á þessu t.d. eru koltvíoxíð og kolsýra talin ólífræn. Ólífræn efnasambönd án kolefnis eru t.d. matarsalt, ammoníak, vatn og ryð

 L

 

Núverandi flokkunarkerfi

Frá því að flokkunarkerfi Linnés kom fram fyrir um 200 árum hafa ekki orðið gagngerar breytingar á því. Helstu breytingarnar eru að sumar lífverur hafa verið fluttar til í kerfinu og öðrum bætt við.

 Flokkunareiningar

Öllum lífverum er skipað í 7 flokkunareiningar

 1. Ríki
  Stærsta og víðtækasta flokkunareiningin, öll dýr tilheyra t.d. dýraríkinu
 2. Fylking
  Tekur yfirleitt til mikils fjölda ólíkra lífvera
 3. Flokkur
 4. Ættbálkur
 5. Ætt
 6. Ættkvísl
  Frekar náskyldar lífverur er í sömu ættkvísl
 7. Tegund
  Einstaklingar af sömu tegund búa yfirleitt yfir mörgum sameiginlegum einkennum í útliti og hátterni og auk þess geta þeir æxlast og átt frjó afkvæmi.

Dæmi um flokkun tveggja lífvera

 

Ljón

Brennisóley

Ríki

Dýraríki

Plönturíki

Fylking

Seildýr

Æðplöntur

Flokkur

Spendýr

Dulfrævingar

Ættbálkur

Rándýr

Sóleyjabálkur

Ætt

Kattaætt

Sóleyjaætt

Tegund

Ljón (Panthera Leo)

Brennisóley (Ranuculus Acris)

 

Ríki dýra

Hryggleysingjar eru dýr sem hafa ekki hrygg. Í þessum hópi dýra eru flestar tegundir, rúmlega 90% dýra eru hryggleysingjar. Helstu hryggleysingjar eru: 

 1. Svampdýr
  Svampdýr eru elstu fjölfruma dýrin sem nú byggja jörðina eða um 580 milljón ára gömul. Langflestar tegundir þeirra lifa í sjó en sumar í ferskvatni. Frumur svampdýra eru sérstæðar að því leyti að þær starfa hver óháð annarri sem merkir að lítil eða engin samhæfing er á milli þeirra. Svampdýr fjölga sér með kynæxlun eða kynlausri æxlun. Kynlaus æxlun verður þegar hluti svampdýrs losnar frá því og vex upp í nýjan svamp.
 2. Holdýr
  Öll holdýr hafa eitt meltingarhol og á því er aðeins eitt gat. Þau eru bollalaga, og við opið á þeim eru oft griparmar og á þeim eru brennifrumur eða stingfrumur. Þau nota þessar frumur til að verja sig eða veiða sér til matar. Dæmi um holdýr eru:
  Armslöngur, sem lifa í fersku vatni. Armslöngur fjölga sér með kynæxlun og knapparskoti, þ.e. þegar lítill angi vex út úr líkama þeirra og fær arma og munn og verður smækkuð mynd fullvaxins dýrs.
  Kóraldýr eru mjúk dýr sem taka til sín kalk og steinefni og búa til um sig hart varnarslíður. Þau lifa nánast eingöngu í heitum sjó (yfir 20°C)
  Marglyttur lifa í sjó. Þær gefa frá sér stórhættulegt eitur með brennifrumum sínum sem geta orðið manni að bana.
 3. Ormar
  Flatormar eru flatir og lifa í tjörnum, lækjum, ám og sjó. Sumir flatormar, t.d. bandormar, eru sníklar en aðrir, t.d. iðormar, nærast á rotnandi leifum úr jurta eða dýraríkinu.
  Þráðormar eru aflangir og sívalir til beggja enda og minna á nál. Mjög margar tegundir þráðorma eru sníklar og lifa á öðrum lífverum. Í mönnum lifa t.d. njálgur, spóluormur ig tríkína. Munnur er á framenda þeirra sem tengist með meltingarveginum afturendanum þar sem úrgangi er skilað.
  Heiti Liðormar er dregið af því að líkami þessaara orma skiptist í marga liði, oft fleiri en hundrað talsins. Ánamaðkar, sandmaðkur og iglur eru dæmi um þá. Slímhúð ánamaðka hjálpar þeim að smjúga í gegnum mold, en lítil hár gefa þeim spyrnu í moldini. Ánamaðkar hafa vel þroskuð meltingarfæri. Sarpurinn er hólf framarlega í orminum og er einskonar geymslustaður fæðunnar. Frá honum berst fæðan í fóarn, sem er vöðvaríkt hólf í honum. Þar er fæðan möluð og svo tekin upp í blóðrásina í görninni. Ánamaðkar eru líka með lokaða blóðrás, og nokkrar æðar mynda vísi að hjarta. Ánamaðkar eru tvíkynja, þ.e. hafa bæði karl- og kvenkynfæri. Þeir æxlast með öðrum ánamöðkum og fær þá hvor sæði frá hinum.
 4. Lindýr
  Þau eru yfirleitt smávaxin með mjúkan líkama. Mörg lindýr hafa vöðvaríkan fót sem er hreyfilíffæri þeirra. Fremsti hluti líkamans er jafnan höfuð með munni og augum og öðrum skynfærum.
  Sniglar mynda stærsta hóp lindýra. Þeir hafa eina skel eða stundum vantar hana algjörlega. Sniglar lifa í sjó, fersku vatni og á landi.
  Samlokur eru t.d. aða, hörpuskel, og kúfskel. Þau hafa tvær skeljar.
  Smokkar er hópur lindýra sem er talsvert frábrugðinn öðrum lidýrum. Allir smokkar hafa arma sem þeir nota til þess að afla fæðu og hreyfa sig með. Þótt kolkrabbar og smokkfiskar hafi ekki um sig skel til varnar hafa þeir ýmis ráð til þess að verja sig. Þeir geta hreyft sig mjög hratt.
 5. Liðdýr
  Fjöldi liðdýra er miklu meiri en samanlagður fjöldi tegunda í öllum öðrum fylkingum dýra. Þau lifa nánast hvar sem er á jörðinni, í lofti, landi og fersku og söltu vatni. Liðdýr hafa ytri stoðgrind, liðskiptan líkama og útlim með liðamótum. Ytri stoðgrindin er sterk skurn sem umlykur líkamann.

  Krabbadýr hafa liðskiptan líkama og renna liðirnir oft saman í stærri heildir. Á hverjum líkamslið þeirra er oft eitt par útlima. Krabbadýr lifa í fersku vatni eða sjó og anda með tálknum, en fáeinar tegundir lifa á landi. Krabbadýr búa yfir getu til þess að láta sér vaxa á ný suma líkamshluta sem þeir hafa misst.

  Margfætlur og þúsundfætlur eru svipaðar ormum með fætur, þetta er ekki rétt vegna þess að þær eru liðdýr. Margfætlur hafa eitt fótapar á hverjum lið en þúsundfætlur hafa tvö. Þúsundfætlurnar eru plöntuætur en margfætlurnar eru rándýr og hafa vel útbúna kló sem getur spítt eitri.

  Áttfætlur eiga það sameiginlegt að vera með átta fætur og munnlimi sem nefnast klóskæri. Bolur þeirra er ýmist í einu lagi eða tvískiptur í fram og afturbol. Áttfætlur skiptast meðal annars í kóngulær, langfætlur, mítla og sporðdreka.
  Kóngulær skiptast í vefkóngulær og förukóngulær. Vefkóngulær spinna vef úr silkiþræði til veiða en förukóngulær elta bráð sína uppi. Förukóngulær hafa spunakirtla sem þær nota t.d. til að spinna hjúp utan um egg sín. Allar kóngulær eru rándýr og þegar þær hafa náð bráð sinni bana þær henni með eitri.
  Langfætlur eru áþekkar kóngulóm. Aðal munur á þeim og kóngulóm er sá að þær hafa ekki skiptan bol. Þær hafa tvenn pör klóskæra en enga eiturkirtla. Þær eru þó rándýr. Helsta einkenni þeirra er að fætur þeirra eru mun lengri en búkurinn.
  Sporðdrekar eru einkum á kreiki á nóttum og grípa bráð sína með stórum gripklóm sínum og halda henni á meðan þeir stinga hana á hol með eitruðum halabroddi sínum. Þeir veiða einkum aðrar áttfætlur sér til matar.
  Skordýr eru flest vængjuð og þau eru ásamt fuglum og leðurblökum einu fleigu dýr jarðar. Skordýr eru mjög ólík, t.d moskítóflugur, engisprettur og fiðrildi. Mörg skordýr keppa við menn um fæðu og skemma til dæmi uppskeru. Líkami skordýra skiptist í þrjá hluta: höfuð frambol og afturbol, auk þess eru þau sexfætt. Dæmigert skordýr eru engisprettur. Þær hafa tvö pör af vængjum. Þær hafa einnig fimm augu, framan á höfðinu hafa þær þrjú augu sem greina bara mun á degi og nóttu en á hliðum höfuðsins eru samasett augu sem greina suma liti og hreyfingu. Blóðrásarkerfi skordýra eru opið, þ.e. blóðið fer ekki allt eftir æðum heldur flæðir það um holrými líkamans. Súrefni berst ekki með blóðinu heldur er sérstakt kerfi loftæða, sem flytja súrefni um líkaman.  Skordýr breytast mjög mikið yfir æfi sínna. Þessar breytingar eru nefndar myndbreytingar. Ófullkomin myndbreyting er fólgin í því að úr ekki kemur ungviði sem er áþekkt forledrum sínum, aðeins smærra vexti og sum líffæri eru lítt eð a ekki þroskuð og vængir hafa ekki myndast. Fullkomin myndbreyting felur í sér algjör umskipti í líkamsgerð. Dæmi um þetta eru fiðrildi sem verpir eggi, og úr því skríður lirfa sem gerir fátt annað en að éta. Þegar nóg hefur verið étið hjúpar hún sig í hýði úr silki þráðum og nefnist þá púpa og úr henni skríður fullvaxið fiðrildi.  Flest skordýr fara einförum og eru útaf fyrir sig. Það er ekki fyrr en kemur að mökun sem þau leita uppi maka af sinni tegund. Við makaleit gefa sum skordýr frá sér ilmefni, ferómón, sem lokkar karldýr að kvenndýrum. Önnur skordýr eru félagslynd og sum þeirra lifa í flóknum félögum sem lúta ströngu skipulagi. Dæmi um þetta eru býflugur í býkúpum.Sum skordýr kunna mörg ráð til þess að verja sig. Sum hafa brodda til að stinga óvini en önnur eru í felulitum.

 6. Skrápdýr  eru hryggleysingjar sem eru yfirleitt fimmgeislóttir og með sérstakt sjóæðakerfi og sogfætur sem annast hreyfingu þeirra. Skrápdýr hafa flest um sig harðan hjúp eða skráp. Krossfiskar eru dæmi um skrápdýr. Þeir eru rándýr. Þeir geta látið vaxa á ný líkamshluta sem þeir hafa misst.

 Hryggdýr  eru dýr sem hafa sérstaka gerð burðarsúlu í líkamanum, súlu sem við nefnum hrygg. Hryggurinn ber líkamann uppi og veitir honum ákveðna lögun. Hann verndar einnig mænuna. Hryggdýr hafa vel þróuð líffærakerfi og lokað blóðrásarkerfi. Hryggdýr skiptast í sjö flokka en fjallað verður um sex þeirra.

 

 1. Fiskar
  Fiskar eru þau hryggdýr sem eru best fallin til lífs í vatni. Líkaminn er straumlínulagaður og sleipur, venjulega þakinn hreistri og smýgur vatnið án mikillar mótstöðu. Flestir fiskar hafa ugg sem halda þeim stöðugum í vatninu og knýja þá áfram.
  Fiskar anda með tálknum. Súrefni flæðir úr vatninu og gegnum þunnar og blóðríkar himnur tálknana. Koltvíoxíð berst á sama hátt út úr blóðinu.
  Stærstu flokkar fiska eru brjóskfiskar og beinfiskar

  Brjóskfiskar
  Helsta einkenni þeirra er að stoðgrind þeirra eru úr brjóski en ekki beinum. Húð flestra brjóskfiska nefnist skrápur. Hann er hrjúfur vegna lítilla gadda hann er heldur ekki slímkendur. Margir brjóskfiskar fæða lifandi afkvæmi, og er þá um innrifrjóvgun að ræða. Dæmi um brjóskfiska eru hákarlar og skötur. Skötur verpa eggjum sem eru eitt og eitt í hornkendu hylki sem nefnist Pétursskip, þessi egg festa sig við botnin.

  Beinfiskar
  Stoðgrind beinfiska er sett saman úr hörðum beinum sem mörg eru oddmjó og hvöss. Í munni flestra beinfiska eru tennur sem vísa inn í munninn. Húð fiskana kallast roð og er oftast þakið hreistri og er mjög slímkennd. Hreistrið er þunnar beinplötur sem sitja í húðinni.
  Eftir endilangri hlið fiska er rákin, í rákini eru skynfæri sem greina meðal annars titring í vatninu og hljóð. Margi beinfiskar hafa einnig sundmaga, sem er poki með lofti og fiskurinn getur aukið loftið í honum ef hann kýs að fljóta betur.
  Sumir fiskar hafa aðlagast nolluð óvenjulega. Rafálar geta sent nokkut hundruð volta rafmagns högg til að lama bráð, hrognkelsi eru með sogflögu sem þau nota til að festa sig við kletta með og aðrir fiskar geta breytt um liti til að fela sig betur.

 2. Froskdýr
  Froskdýr eru hryggdýr sem á ungaaldri líkjast fiskum, lifa í vatni og anda með tálknum, en þegar þau eldast skríða þau flest á land og anda með lungum. Öll froskdýr klekjast úr eggjum sem er hryngt í vatni. Froskdýr eru öll með misheitt blóð Tveir helstu hópar froskdýra eru froskar og salamöndrur.

  Froskar grafa sig oft í leðju á botni vatna og tjarna og aðrir grafa sig í jörðu niður fyrir freramörk og leggjast þar í vetrardvala. Í vetrardvala hægi á allri líkamsstarfsemi þ.a sá forði sem þau hafa nægir þeim og það súrefni sem þau fá í gegnum húðina dugar.
  Fullorðinr froskar eru rófulausir, en þegar þeir skríðua úr eggi eru þeir fótalausir og minna á fiskseiði. Á þessu skeiði heita þeir halakörtur.
  Froskar eru rándýr sem veiða skordýr og ýmis önnur smádýr með slímugri tungu sem þeir skjóta út úr sér.

  Salamöndrur eru að því leiti ólíka froskum að þær eru búklangar og með hala, en fætur eru styttir en stökkfætur froska. Þær verpa eggjum í vatni og sumar lifa alla ævi í vatni.

 3. Skriðdýr
  Skriðdýr eru með misheitt blóð, anda með lungum og hafa þurra, hreisturkenda húr ðg verpa eggjum. Karldýrin frjóvga eggin í líkömum kvennana áður en skurnin myndast um þau.
  Slöngur eru fótalausar og liðast áfram á kviðnum sem er alsettur hreysturplötum. Eðæur eru einkum frábrugnar slöngum að því leiti að þær ganga á fótunum oghafa slæma heyrn. Tungur þeirra eru einkar næm skynfæri og sum hafa sérstök skynfæri sem nema varma.
  Helsta einkenni skjaldbaka er að líka þeirra er hulinn þykkum og sterkum plötum úr hyrni, sama efni og og er í hári og nöglum.
  Krókódílar eru mjög fornfráleg dýr og minna kannski frekar á risaeðlur. Krókódílar og risaeðlur áttu líklega sameiginlegan forföður.
 4. Fuglar
  Fuglar eru fiðruð hryggdýr með jafnheitt blóð og verpa eggjum. Fuglum er skipt í fimm megin hópa: spörfugla, sundfugla, vaðfugla, ránfugla og ófleyga fugla. Þessi skipting er á engan hátt vísindaleg.
  Fuglar hafa lagað sig að flugi á mismunandi vegu. Fiður þeirra er meismunandi að gerð, sumar fjaðrir eru fíngerðar dúnfjaðrir en aðrar eru lengri og með stinnum fjöðurstaf og kallast staffjaðrir. Dúnfjaðrirnar halda á fuglunum hita á meða staffjaðrirnar hjálpa til við flug. Bein fugla eru líka hol að innan og því létt.
  Far fugla á sér margvíslegar orsakir, en þyngst vegur vafalaust að á varpstöðvum er gnægð ætis og auðveldara er að koma upp ungum en í vetrarheimkynnum.
 5. Spendýr
  Spendýr eru hærð, að minnstakosti á fósturstigi, eru með jafnheitt blóð og mjólkurkirtla sem framleiða mjólk handa ungviðinu.
  Nefdýr eru frumstæðustu spendýr sem nú lifa og þau greina sig frá öllum öðrum spendýrum að því leyti að þau verpa eggjum sem klekjast utan líkamans og í stað spena eru aðeins með op sem mjólkin vætlar út úr.
  Pokadýr verpa ekki eggjum, en ungar þeirra fæðast ákaflega vanþroskaðir og skríða strax í poka á kviði móður sinnar.
  Fylgjudýr er langalgengasta tegund spendýra. Ungar þessara dýra þroskast í líkömum móður og fá súrefni og næringu frá henni í gegnum fylgju(legköku).   Til fylgjudýra tilheyra: skordýraætur, leðurblökur (einu fleigu spendýrin), rándýr, tannleysingjar (t.d. mauraætur), filar, hófdýr og klaufdýr, nagdýr, hvalir og sækýr, og prímatar.