áhersluatriði fruman

 Gerð og hlutverk fruma

Allar lífverur eru gerðar úr einni eða fleiri frumum sem erugrunn einingar hennar bæði að gerð og hlutverki. Hver fruma inniheldur frumulíffæri sem gegna ákveðnu hlutverki í frumunni. Flestar frumur hafa ýmsa sameiginlega eiginleika hvort sem um er að ræða dýra- eða plöntufrumur

 Frumuveggurinn  er sterkur og stinnur og er úr efni sem nefnist beðmi (fjölsykra). Þrátt fyrir að frumuveggurinn sé harður komast vatn, súrefni, kolefni og viss uppleyst efni í gegnum hann. Frumuveggurinn veitir frumunni styrk og vermdar hana. Einungis plöntufrumur hafa frumuvegg.

 Frumuhimnan  Í plöntufrumum er frumuhimnan rétt innan við frumuvegginn en í dýrafrumum er hún ysta lag frumunnar. Frumuhimnan gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum. Hún gerir frumunni kleift að breyta lögun sinni ef hún verður fyrir þrýstingi. Hún skilur líka á milli frymis frumunnar og umhverfis hennar. Hún á þátt í að stjórna heryfingu efni inn í og út úr frumunni. Sagt er að frumuhimnan sé valgegndræp, vegna þess að hún getur “valið” hvaða efni fara í gegnum sig.

 Kjarni  er nokkurskonar heili frumunnar. Utan um hann er kjarnahimna sem skilur hann frá umfryminu. Hún er lík frumuhimnunni að því leiti að hún gerir efnum kleift að berast inn í og út úr kjarnanum. Grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum eru litningar. Þeir stýra starfsemi frumunnar og miðla erfðaeiginleikum hennar til nýrra fruma. Litningarnir eru gerðir úr kjarnsýrum   DNA-ið er alltaf kyrrt inn í kjarnanum en RNA-ið ferðast út úr honum með upplýsingar um hvaða prótín á að smíða. Í kjarnanum er líka kjarnakorn. Þetta er lítill þéttur hlutur sem líffræðingar vita ekki nákvæmlega hvað gerir. Vitað er að það er gert úr RKS og prótínum. Þeir halda að það gegni mikilvægum hlutverkum í smíði prótína.

Frymisnetið  Umfrymið er sá hlut frymisins, hins lifandi efni frumunnar, sem er utan kjarna. Frymisnetið liggur út frá kjarnahimnunni og tekur þátt í smíði og flutningi prótína.

 Ríbósóm  eru aðallega gerð úr RNA. Í ríbósómum tengjast amínósýrurnar saman og mynda prótín og er þá stuðst við upplýsingarnar sem RNA-sameindirnar bera með sér. Flest ríbósómin sytja á frymisnetinu en sum fljóta í umfryminu.

 Hvatberar eru helsta orkuuppspretta frumunnar. Í hvatberum fer fram sundrun gúkósa og annarra einfaldra fæðuefna. Mikil orka losnar þegar fæðuefnin eru brotin niður. Hvatberarnir beisla orku og geyma hana í sérstökum orkuríkum sameindum. Því virkari sem fruma er því fleiri hvatbera hefur hún. Sem dæmi má nefna að vöðvafrumur haf mun fleiri hvatbera en beinfrumur. Hvatberar eru með dálítið af eigin DNA-I og er talið að fyrir milljónum ára hafi þeir verið sjálfstæðar lífverur sem urðu innlyksa í stærri frumum.

 Safabólur eru stórir vökvafylltir belgir sem er að finna bæði í dýra- og plöntufrumum. Í plöntufrumum eru þó yfirleitt ein mjög stór safabóla en nokkrar littlar í dýrafrumum. Í safabólum eru geymd ýmis efni sem fruman þarf á að halda t.d. fæðuefni og ensími. En í henni er einnig hægt að geyma úrgangsefni. Í plönum eru safabólur helstu geymslustaðir vatns. Þegar þær eru fylltar vatni tútna ftumurnar út. Á æviskeiði sínu getur plöntufruma fimmhundruðfaldað stærð sína sem skýrist fyrst og fremst af vatnsmagni í safabólum hennar.

 Leysikorn  gegna hlutverki í meltingarstarfsemi frumunnar. Leysikorn geyma ensími sem bjróta niður stórar fæðusameindir í margar smærri. Þessar smáu sameindir berast síðan til hvatberana þar sem þær “brenna” og geta orku. Þegar hlutar frumu eldast og ganga úr sér sjá leysikorn um að melta þá og efnin sem verða til við sundrunina nýtast við smíði nýrra frumuhluta. Himna sem umlykur leysikornið varnar því að hún melti alla frumuna.

 Grænukorn  Í plöntufrumum finnast grænukorn (blaðgæna). Þau beisla orku sólarinnar og nýta hana til þess að búa til fæðuefni fyrir plöntufrumuna í ferli sem heitir ljóstillífun.

 Starfsemi frumna  

Efnaskipti  Umbreyting orku úr einni mynd í aðra er einstaklega flókið ferli sem krefst margra efnahvarfa. Í sumum efnahvörfum er sameindum sundrað en í öðrum eru sameindir settar saman. Þessi efnahvörf seundrunar og uppbyggingar nefnast einu nafni efnaskipti.

 Flæði  Frumuhimanan er valgegndræp, þ.e. hún hleypir aðeins tilteknum efnum inn í og út úr frumunni. Mörg efni berast í gegnum frumuna í ferli sem kallast flæði. Flæði er ferli þar sem sameindir efnis sem er í ákveðnum styrk færast til svæðis þar sem minna er af sama efni

 Osmósa  Vatn er mikilvægasta efnið sem berst gegnum frumuhimnuna og reyndar 80% af fryminu er vatn. Osmósa er fólgin í flutningi vatns inn í frumu eða út úr henni. Osmósa lýsir sér þannig að vatn flyst frá svæði þar sem mikið er af því til svæðis þar sem minna er af því. Þetta kemur í veg fyrir að fruman þorni um of.. Flæði og osmósa krefjast engrar orku.

 Burður Stundum þarf fruman á efnum að halda sem að geta ekki borist inn um hana með flæði og osmósu, þá notar hún burð. Burður krefst orku frá frumunni. Venjulega fer hann þannig fram að sérstök burðarefni (efnaberar) í frumuhimnunni bindast efninu sem á að koma inn og draga þau svo inn í frumuna. Burður kemur líka við sögu þegar koma þarf úrgangi út úr frumunni.

 Frumuskipti  Þegar lífvera stækkar er það venjulega vegna þess að frumum í líkama hennar fjölgar. Frumurnar fjölga sér með því að skipta sér í tvær nýjar frumur. Þessi fjölgun er dæmi um kynlausaæxlun. Sérhver ný fruma sem myndast kallast dótturfruma og ef einni fumu myndast tvær dótturfrumur sem eru nákvæmlega eins, og það sem þær eru nákvæmlega eins og móðurfruman.