15. nóvember 2016 Aukaverkefni í eðlisfræði

Kennari ekki á staðnum í dag en þið fáið nokkur skemmtileg aukadæmi – vinnið saman og setjið svörin inn á verkefnabanka á blogginu.  Góða skemmtun 😉

1. Hlutur hreyfist með hraðanum 25 m/s. Hver er þessi hraði í km/klst?

2.  Hlutur hreyfist með hraðanum 90 km/klst. Hver er þessi hraði í m/s?

3.  Massi bolta er 200g, massi manns er 80 kg og massi bíls er 1400 kg.  Finndu…

 1. þyngd boltans,
 2. þyngd mannsins
 3. og þyngd bílsins.
  Þyngdarhröðun g = 9,8 m/s2

4.  Kassalaga hlutur gerður úr áli, hefur hliðarlengdir 10 cm, 20 cm og 50 cm. (Eðlismassi áls er 2700 kg/m3.)

 1. Reiknaðu massa hlutarins.
 2. Reiknaðu rúmmál hlutarins.
 3. Reiknaðu þyngd hlutarins.

5.  Hundur hleypur 80 metra á 16 sekúndum. Hver er meðalhraði hans?
6.  Hlutur hefur massann 450 g og eðlismassi hans er 3100 kg/m3.

 • Hvert er rúmmál hlutarins?

7.  Fullsterkur á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi vegur 155 kg. Hve þungur er fullsterkur?

8.  Þyngdarhröðun á yfirborði Mars er g = 3,72 m/s2. Þyngd vatnsmelónu er 52,0 N á yfirborði jarðar.

 1. Hver er massi hennar á yfirborði jarðar?
 2. Hver er massi hennar og þyngd á yfirborði Mars?

9.  Maður sem hefur massann 80 kg klifrar upp stiga sem er 10m á tímanum 20 sek.

 1. Hvað framkvæmir hann mikla vinnu?
 2. Hvert er aflið?

10.  Rafmagnslyftari lyftir 300 kg kassa upp í 60 m hæð á 45 sek.

 1. Hver er massi kassans?
 2. Hver er þungi kassans?
 3. Hver er vinnan sem er unnin?
 4. Hvert er afl lyftarans?

og ef er tími til þá má kíkja á rasmus…..Tími, hraði og vegalengd hjá rasmusi