Hlekkur 4

Efst á baugi

Hlekkur 4

Vísindavakan er 10 ára

4.- 19. janúar 2018

Þessi stutti hlekkur er tileinkaður vísindalegri aðferð og skemmtilegum tilraunum.  Þetta er í tíunda sinn sem við byrjum nýtt ár með vísindavöku.  Allir nemendur frá 5. bekk taka þátt, velja sig í hópa og framkvæma athuganir og tilraunir.  Hér er PADLET sem við söfnum öllum kynningum á.

10. bekkur nýtir þessar vikur í hluta af lokamati og hægt er að sjá nánar um rannsóknarverkefnið hér

Kynnumst vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum.

Hvað er breyta?

Nemendur vinna saman tvö eða þrjú í hópi.

Finna upp á einhverju skemmtilegu til að rannsaka og prófa.

Framkvæma tilraun – útskýra og kynna niðurstöður með einhverjum hætti.

Við eigum skemmtilegar vikur í vændum 

 Matsblað finnur þú hér: visindavakan2018

Í stofunni eru margar bækur sem hægt er að glugga í og fá hugmyndir.

Og hér eru nokkrir tenglar sem hægt er að kynna sér:

Hlekkur 3

Efst á baugi

 Stjörnu-, eðlis- og efnafræði

 16. nóvember – 16.  desember

Jörðin –hringrás vatns – jarðfræðin – jarðsagan – eldgos – lofthjúpurinn –tunglið – árstíðir – sólkerfið – stjörnumerkin – alheimurinn 

Í svartasta skammdeginu lítum við aftur til fortíðar og horfum til himins….

jordin

 • 8. bekkur –  jörðin og tunglið – horfum til himins og lærum nokkur stjörnumerki.

 • 9. bekkur – stjörnufræði – nemendur vinna kynningarefni sem þau sýna hvert öðru og þeim sem heima sitja.  Horfum út í geim.  Nýtum okkur stjörnufræðiforritið Stellarium.

 • 10. bekkur  – skerpun enn frekar á efnafræðinni, smá jarðfræði og stjörnufræði í bland.

Góða skemmtun

25. október 2017 Efnafræðistöðvar

 1. Athugun – matarsalt og leysni – bls. 56 í Efnisheiminum.
 2. sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.
 3. Þrautir  sjá qr….2
 4. Bók – Almenn efnafræði, bls. 97-99 Blokkirnar fimm og svara spurningum 9-2, 9-3 og 9-4
 5. Athugun – matarlitur í heitu og köldu vatni bls. 28 í Efnisheimi
 6. Byggjum frumeindir með molymod
 7. Teikning – mynd 2.28 bls. 38  Efnisheimur- útskýra – hvað gæti verið að gerast í kassa C.
 8. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu – krossglíman sívinsæla – orð af orði verkefni  krossgáta
 9. Athugun – eldspýta bls. 46 og 63 í Efnisheimi.
 10. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar eða 5 atriði sem þú vissir ekki um…..
 11. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
 12. Um byggingu frumeindar, finna sætistölu og massatölu og öreindafjölda  verkefni í tölvu – gamalt og gott en gengur samt í spjöldum  😉
 13. Spjöld – NOVA leikurinn.
 14. Athugun – kertalogi. bls. 16 og 69 í Efnisheimi.
 15. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í námsbók – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.

24. október 2017 Erfðfræði-stöðvavinna.

Ótrúlega margt í boði – sumt sama og síðast en líka nokkuð af nýjum spennandi stöðvum sem tengjast blóðflokkum.  Vandaðu valið og mundu að skila á blogginu.

 1. Lítil spjöld – hugtök og skilningur – spurningaleikur
 2. Lifandi vísindi nýjasta tölublaðið 11/2017 fullt af spennandi fréttum t.d. Verksmiðjuframleitt blóð bls. 11, Genaklippur bls. 21 og Rækta ofurdýr bls. 39……..svo má kíkja í eldri blöð eins og 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 3. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 4. Tölva – ríkjandi og víkjandi , baunir  Mendels í stuttu myndbandi – gera orðalista ensk/íslenskt.
 5. Verkefnahefti – erfðafræði
 6. Connect four ——————————–>
 7. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 8. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 9. Tölva – erfðafræðihugtök
 10. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance – FCS Biology
 11. Sjálfspróf – upprifjun 4-2 og 4-3 Maður og náttúra
 12. Verkefni paraðu samanpunnett squares  -og hér og hér og jafnvel hér
 13. Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum – krossglíma
 14. Tölva – DNA myndun
 15. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 16. Tölva – genetics 101
 17. Tölva – réttur blóðflokkur! – blóðgjafaleikurinn
 18. Verkefni – kynbundnar erfðir
 19. Tölva – fræðslumynd

Kahoot erfðafræði 1 og erfðafræði 2