1. júní 2017 Skólalok

Vorhátíð – skólalok :Ð

13263684_10208849581092041_449141925435868215_n

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum haldið áfram með hlekki og þematengt nám, nýtum okkur markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki og í vetur var mikil áhersla á lesskilning með þátttöku í skólaþróunarverkefninu Orð af orði.   Spjaldtölvur hafa verið töluvert notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, quizlet og kahoot. Námsmatið hefur líka verið í endurskoðun.  Hefðbundnum námsmatsaðferðum fækkað, nemendur ábyrgir þátttakendur, horft á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur.

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best í sumar. 

Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla, 

hina hlakka ég til að hitta hressa og káta næsta haust.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Áskorun 2017

Þá er komið að því…..áskorun ársins 2017….

Öllum hópum úthlutað ákveðnu þema og

gefin 1 kennslustund til að koma sér í karakter.

ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM.  SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT  INN Á PADLET –>>>>> 

SKYLDUVERKEFNI:

 1. Hópmyndband upp við vatnstank við að mæla rúmmál hans
 2. Kennslumyndband af dansi
 3. Rapplag um ykkar þema
 4. Viðtal við ferðamann við gömlu laugina um gömlu laugina

   

ÖNNUR VERKEFNI – flest framkvæmd utandyra, VELJA 8:

 1. Fréttaskot úr Hreppnum
 2. Taka viðtal við álf.
 3. Eftirherma að eigin vali – þematengt.
 4. Könnun hjá þremur garðyrkjubændum.  Hverjar eru þrjár vinsælustu tegundirnar?
 5. Norðurlöndin – fánar í krít.
 6. Selfie við hæsta tréð í skóginum.
 7. Búa til listaverk úr náttúrunni muna þemað.
 8. Hvað veit Jóhanna aðstoðarskólastjóri um Costco?
 9. Hvað getið þið tekið marga enska hreima?
 10. Stærsta sápukúlan.
 11. Flytja rómantískt ættjarðarlag til heimabyggðarinnar.
 12. Gera góðverk hjá eldri borgurum
 13. Baulaðu nú búkolla mín fyrir leikskólalbörnin
 14. Leika frægt atriði úr kvikmynd í anda þemans, á ensku/dönsku
 15. Leikþáttur með legóköllum á framandi tungu
 16. Farða hópfélaga með bundið fyrir augun
 17. Greiða galagreiðslu í hópfélaga  með innblæstri af þemanu.

BÓNUSSPURNINGAR – VEGLEG VERÐLAUN Í BOÐI

download

 1. Fimm góð ráð til að heilla kennarann.
 2. Hvernig skrifar maður heitið á þessu?…………………………….->

GÓÐA SKEMMTUN!

Skýrslur

Skýrslur

Hér eru leiðbeiningar um skýrslugerð

…. frá MH

frá FS

og frá Flúðaskóla:

Framkvæmdadagur

Nafn tilraunar

Hópur

Nafn höfundar

Samstarfsmenn

Inngangur (markmið):

 • Hér skal skrá hvað skal athuga með tilrauninni, hvers vegna verið er að framkvæma tilraunina.
 • Hér skal einnig skrá hvaða reglur eða lögmál eru til athugunnar.
 • Fræðileg umfjöllun.
 • Ef verið er að prófa tilgátu er hún sett fram hér.

Passa upp á heimildir.

Framkvæmd:

 • Áhöld og efni: Hér eru talin upp þau áhöld og efni sem notuð eru við framkvæmd tilraunarinnar
 • Vinnulýsing: Hér skal draga saman mikilvægustu skrefin í framkvæmd tilraunarinnar og hvernig áhöldin eru sett upp. Athugaðu að vinnulýsingin á ekki að vera nákvæm endurritun á leiðbeiningum vinnuseðils.

Niðurstöður:

Mikilvægt er að ská vel og greinilega niðurstöður tilraunarinnar.

 • Reynið að hafa niðurstöður sem myndrænastar, þ.e. nota töflur, Nota skal töflur og línurit eins og kostur er, sömuleiðis eiga allir útreikningar að koma fram undir þessum lið, ásamt þeim stærðfræðilegu formúlum sem notaðar eru við útreikninganna.
 • Svör við spurningum – ályktanir
 1. Hér skal svara þeim spurningum sem kunna að vera á vinnuseðli.
 2. Hér skal greina frá hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum tilraunarinnar og hvernig/hvort markmiði hafi verið náð.
 • Ef eitthvað hefur farið öðruvísi en búist var við er reynt að útskýra hversvegna.

Heimildir:

Hvaða heimildir voru notaðar í fræðilegri umfjöllun í inngangi og jafnvel í túlkun niðurstaða.

Undirritun:

Skýrslu skal ætíð lokið með undirritun höfundar. Staður og dagsetning við skýrslulok.

 • Hvar og hvenær skrifað
 • Undirskrift þess/þeirra sem skrifa skýrsluna⨪