9. mars 2017 Hvítbók

Verkefni í tölvuveri – kennari ekki á svæðinu en þið eruð sjálfbjarga.

Hvítbók er bók sem ríkishvitbok06092011-2 smallstjórn gefur út til að skýra afstöðu sína til einhvers tiltekins máls eða hvernig eigi að leysa núverandi eða komandi vandamál. Ríkisstjórn getur t.d. ákveðið að gefa út hvítbók um stefnu sína í orkumálum á 21. öld eða um efnahagsstjórn næsta áratugar og hvað beri að gera og hvað beri að varast svo dæmi séu tekin.

Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands finnur þú hér:

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nanar/nr/1874

 

Kynntu þér ritið – sérstaklega kaflann  Náttúra Íslands: Einkenni, staða og æskilegar verndaraðgerðir   og þessa viku leggjum við áherslu á umfjöllun um jarðmyndanir- einkenni – ástand og ógnir – og verndaraðgerðir (kafli 3.2.1 Jaðrmyndanir).  Lestu yfir og gerðu glósur/hugarkort/útdrátt.  Skil inn á blogg.

Gangi ykkur sem allra best.