LOKAMAT – rannsóknarverkefni

Vísindavaka er góð leið til að fá nemendur til að yfirfæra þekkingu sína í náttúrufræðum á hversdagsleg fyrirbæri og hvetur til skapandi hugsunar og lausnanáms.  Nemendur sýna fram á hæfni sem felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni.

Það er hefð fyrir því í Flúðaskóla að nemendur taki þátt í vísindavöku og eru fyrstu vikur ársins nýttar til þess.  Því hafa útskriftarnemar tekið þátt í slíku a.m.k. tvisvar á jafnmörgum árum og fengið leiðbeinandi umsögn.

Nemendur vinna saman í hópum og áhersluatriði koma fram í þessum  matslista.  Nemendur framkvæma og útskýra eigin athuganir, draga ályktanir af gögnum og gefa ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.  Vandaður undirbúningur, rannsóknarvinna, vísindaleg vinnubrögð, skapandi nálgun og gagnrýnin notkun heimilda.

Verkefnið verður unnið á tveimur vikum í byrjun árs og er það fyrsta af lokaverkefnunum.  Meginþema verður náttúra og samfélag og er gott að hafa að leiðarljósi að niðurstöður geti nýst nærsamfélaginu.

 

 

4 thoughts on “LOKAMAT – rannsóknarverkefni

  1. Pingback: LOKAMAT (í vinnslu) | Náttúrufræði Flúðaskóla

  2. Pingback: Hlekkur 4 | Náttúrufræði Flúðaskóla

  3. Pingback: 4. janúar 2018 Rannsóknarverkefni – lokamat | Náttúrufræði Flúðaskóla

Comments are closed.