Smásjárskoðun – skýrslugerð

Dæmi um uppsetningu á skýrslu……niðurstöður vantar hér.

10.10.2013

Smásjárskoðun

NN

Inngangur:

Markmið með tilrauninni er að læra að nota smásjá, geta útbúið sýni, teiknað upp og skoðað í mismunandi stækkunum.  Áhersla er á að skoða ólíkar frumugerðir.

Framkvæmd:

Áhöld og efni:  Smásjá, bakki, tvö burðargler, tvö þekjugler, dropateljari, (lampi), millimetrapappír, ljósritað blað, blaðsíða úr tímariti, methylenblár litur, laukur, sæðisfrumur úr nautinu Tindra.

Vinnulýsing:   Smásjá sett í samband (ljós á lampa stillt á spegil / spegill stilltur t.a. endurvarpa sólarljósi).  útbúin sýni með því að setja sýnið á burðarglerið, vatnsdropa ofan á og svo leggja þekjuglerið yfir.  Eftirfarandi sýni gerð:

  1.  Útbúið sýni úr millimetrapappír og hann skoðaður í mismunandi stækkunum, teiknað upp hvað sést og skrifað við hver stækkunin var.
  2.  Laukur skorinn þannig að náist þunn himna sem er sett á burðarglerið, litað með methylenbláum lit og þekjuglerið yfir.  Skoðað í smásjá og teiknaðar upp frumurnar í  mismunandi stækkunum. 
  3. Tilbúið sýni með sæðisfrumum skoðað í mismunandi stækkunum.

Niðurstöður:

Farið yfir hvern framkvæmdarlið og sagt hvernig gekk, birtar teikningar og myndir.

Ein hugrenning um “Smásjárskoðun – skýrslugerð

  1. Bakvísun: 13. október 2016 skýrslugerð | Náttúrufræði Flúðaskóla

Lokað er á athugasemdir.