Hlekkur 1

   22. ágúst – 6. októberBetula-pubescens-downy-leaves

umhverfi og útinám – vistkerfi, dýrafræði, erfðir og þróun

Í þessum fyrsta hlekk skólaársins verður áhersla á umhverfi og líffræði.
Við ræðum hringrásir efna og samspil manns og náttúru. 
Áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika.  
Við fræðumst um vistkerfi, fæðukeðjur og samskipti lífvera. 
Sumir skoða plöntur, aðrir fugla og önnur dýr.  
Rannsóknarvinna, verkefni og leikir í bland.

Næstu vikur fer námið mikið fram utandyra og nýtum við okkur skólaskóginn og nærumhverfið.

Mikilvægt að koma klæddur eftir veðri.