Velkomin á heimasíðu Náttúrufræði Flúðaskóla

Velkomin á heimasíðu Náttúrufræði Flúðaskóla

Á þessum vef er hægt að fylgjast með starfinu, skoða skipulag og námsefni, nemendablogg og sitt hvað fleira forvitnilegt. Það er velkomið að nýta vefinn að vild og gjarnan láta vita hvernig líkar.  Flestar myndir nýttar á vefnum hafa verið merktar leyfðar til endurnotkunar en að öðrum kosti tengdar við heimild.

Nýlegar færslur

23. apríl 2018 Nýr hlekkur – lífverur og dagur Jarðar

150px-Biological_classification_L_Pengo_Icelandic_svgÍ þessum hlekk er áhersla á líffræði. Nýtum okkur bókina Lífheiminn, sem og vefinn og framhaldsskólabækur. Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga svo eru það sveppirnir og endum svo venju samkvæmt á fuglum og jurtum.

Byrjum á umfjöllun um dag Jarðar sem var í gær og er áherslan í ár á plastmengun og hvað ég og þú getum gert til að draga úr notkun á plasti.

Síðan gerum við hugtakakort og rifjum upp hvað við kunnum um frumur – drefikjörnunga og heilkjörnunga.

Vísindaleg flokkun á Wikipedia

BBC – wild life

Af hverju flokkunarfræði?

A Capella Science  „The Surface Of Light“ (Lion King Parody) Live

  1. 23. apríl 2018 Dagur Jarðar og nýr hlekkur byrjar. Skildu eftir svar
  2. 23. apríl – 3. maí Tilraun – lokamat Skildu eftir svar
  3. Verkefni bakteríur og veirur Skildu eftir svar
  4. 18. apríl 2018 Lokum hlekk 6 Skildu eftir svar