Vorhátíð og skólalok.

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  Við taka ferðalög, vorhátíð og loks skólaslit á föstudaginn.

 

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum farið yfir sjö þematengda hlekki, nýtt markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki.   Spjaldtölvur hafa verið mikið notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, flipgrid, quizlet og kahoot og mörg smáforrit námstengd. Hefðbundnum námsmatsaðferðum er enn að fækka, nemendur eru nú ábyrgir þátttakendur. Horft er á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur. Heimasíðan hefur verið notuð til að halda utan um skipulag, fræðslu, námsefni og nemendaverkefni. Bloggsíður nemenda voru mjög vel og reglulega uppfærðar fram að páskum. 

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best. Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla í nýjum og spennandi verkefnum.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Hlekkur 7

Featured

Líffræði, útikennsla og lokamat

Síðasti hlekkur ársins frá 19. apríl og til skólaloka.Forget_me_not_flower

Nú eru það lífvísindi og sitthvað líkt og ólíkt sem bekkirnir fást við.

 • 8. bekkur fer yfir einkenni, gerð lífvera og efnin. Mikil áhersla á umhverfið, fugla og flóru.  Nemendur í 9. bekk halda áfram að kynnast ýmsum flokkum lífvera, örverum, frumdýrum og þörungum að ógleymdu svepparíkinu.  En auðvitað verðum við með augun opin fyrir lífríkinu allt í kringum okkur.  Stóru krakkarnir í 10. bekk nýta 
 • þennan síðasta hlekk til að tengja saman allt (eða flest allt 😉 sem á dagana hefur drifið í náttúrufræðinni síðustu ár og glíma við lokaverkefni af ýmsu tagi.

Við munum stunda námið mikið utandyra þessar síðustu vikur skólaársins. 

Og nýtum okkur skólaskóginn og nærumhverfi skólans. 

Munið að koma vel klædd í útikennsluna – skjótt skipast veður í lofti.

Dagur Jarðar 2018

Featured

hqdefaultDagur jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1970 í Bandaríkjunum og síðan þá hefur 22. apríl verið dagur umhverfisfræðslu um allan heim.  earthday.org  Hér má sjá þróunina í sjónum frá 1970 – 2018  Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar. 

Upplýsingar um fánanaearth_2_flag_animatedecology_1_flag_animated

 

Þemað í ár er plastmengun.   #plasticpollution    Rökin fyrir valinu er hægt að sjá hér í pistli frá Guðrúnu Bergmann sem birtist á mbl.is

Plöntum trjám … í tilefni dagsins

Hvernig segjum við til hamingju með dag Jarðar á hinum ýmsu tungumálum!

Afrikaans: Gelukkige Aard Dag
Arabic: Yawm El-Ard (Arabic Letters) ÙŠÙˆÙ… الأرض
Dutch: Tag Der Erde
Bulgarian: Den Na Zemyata….………. og meira hér

Hér er hægt að skoða eigin plastnotkun plastic-calculator/ og gera heit um að minnka notkun plastumbúða.

 

 

 

 

 

Planet pals – skemmtilegur vefur.

 

 

1. mars 2018 Áfram hikmyndagerð.

Allir hópar vinna í sýnum verkefnum.

 • kallar og leikmynd sem varð til í síðasta tíma er í bökkum í legóskápnum.
 • lampar fyrir lýsingu eru í legóskáp.
 • grænn dúkkur, þrífætur og spjaldhaldarar 😉 eru inni á kennarastofu (tala við Jóhönnu)
 • þeir sem ekki eru búnir að ná í uppfærslu af Stop Motion appinu tala við Jóhönnu,
 • skoða síðustu færslu frá því fyrir viku til að rifja upp
 • muna að ganga vel frá öllu dótinu á sinn stað í lok tíma

Sjáumst í næstu viku og á fimmtudag þ.e. þann 8. mars ætlum við að klára myndirnar og skila inn á padlet.

Hlekkur 6

Featured

19. febrúar – 6. apríl 2018

Þemaverkefni  Þjórsá

Næstu vikur – með hléi í vetrarfrí, árshátíðarviku og páskafrí –  fram að sumarkomu í apríl leggjum við áherslu á  vatnasvæði Þjórsár.

fjellrev phowikimediacommons

Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.  Til dæmis koma við sögu Heklueldar, Þjórsárver og Fjalla-Eyvindur.

Við skiptum þessu niður á 5 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn eftir páska. 

Nemendur í 10. bekk unnu svipað verkefni þegar þeir voru í 8. bekk og því munu þeir víkka sjóndeildarhringinn og fjalla um sérstöðu Íslands út frá áðurnefndum áhersluþáttum og skerpa á umhverfi, skipulagi og auðlindum með sjálfbærni að leiðarljósi.

Hæfniviðmið að nemandi geti

 • unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tökum gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.
 • tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því,
 • skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta

 

 

27. febrúar – 6. apríl 2017

Þemaverkefni  Hvítá

kfjoll86

 

Næstu vikur – fram að páskafríi leggjum við áherslu á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.

Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.

Við skiptum þessu niður á 5 vikur.  Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn. 

Nemendur í 10. bekk taka fyrir svipaða þætti en horfa víðara og skoða allt Ísland og tengja við þessi sömu fræði.


Í fréttum 20. febrúar 2018

Featured

 

By William Putman, NASA/Goddard [Public domain], via Wikimedia Commons

Hopandi íshellur og hækkun sjávar visir.is

Örplast í íslensku vatni mbl.is

windy.com lægðin í beinni

Nýtt – Ísland og samsung mbl.is  MYNDBAND

Gamalt – Sigurrós Hoppípolla Planet Earth

National Geographic Photo of the Day – best of January 2018

Metan sem ökutækjaeldsneyti visir.is

Valentínusarmynd NASA:

 

Í fréttum í febrúar

Featured

SpaceX visir.is  spacex.com  bein útsending frá Tesla car in space

Live Views of Starman

Science Daily Super Wood

Bitcoin gröftur visir.is

„Stærsta vandamálið við ræktunina er að plantan er gríðarlega viðkvæm og þarf mjög þröng umhverfisskilyrði til að þrífast, annars drepst hún. Þetta er ræktað í hátæknigróðurhúsi. Þar eru stýringar og allt saman sjálfvirkt og nettengt, þannig að við erum bara með þetta í símanum okkar á meðan við erum hérna á skrifstofunni í Reykjavík. Við erum reyndar með starfsmann fyrir austan,“ segir Ragnar og bætir við að það þurfi um 400 lítra af vatni fyrir hvert kíló af wasabi – þannig að það megi kalla þetta vatnsútflutningsfyrirtæki í rauninni. visir.is

Svangir hvítabirnir mbl.is

Krúttlegt ….! frá Madagaskar

Hönnun – nýsköpun hjá IKEA visir.is

Skóli og atvinnulíf vísir.is

facebook Science Insider

Úps………..fellum tré! facebook

Fréttir í byrjun árs.

Featured

9. flokkur bikarmeistarar TIL HAMINGJU DRENGIR  viðtal við Eyþór Orra  karfan.is

DNA greiningar í íslenskum lögreglurannsóknum visir.is

Kraftar náttúrunnar í myndum – árið 2017 mbl.is

Heilsa kóralrifja  BBC

Hvað ef kóralrifin í hafinu myndu hverfa?  fb

Aldursgreining hælisleitenda visir.is

Stjörnufræði-dagatal ársins 2018 fb

Áhrif Holuhrauns-gossins á umhverfið  mbl.is

Árið 2050 spá um meira plast í sjónum en fiska buisness insider

og myndband sem upplýsir um málið  world economic forum

Nefúði við spilafíkn mbl.is

 

Nóvembermolar

Featured

Eitt og annað ……

MH sigraði í Boxinu   mbl.is og meira um Boxið hjá Háskólanum í Reykjavík

nýsköpun frá Interesting Engineering

… erfðafræði! Evo-Devo (Despacito Biology Parody) | A Capella Science

kæruleysi í kynlífi  mbl.is

Viral Style – Chemistry Periodic Table Wall Clock

google earth og furðuleg fyrirbæri  viral thread

What happens when you crack your joints?

hreinsa sjóinn

 

 

1. júní 2017 Skólalok

Vorhátíð – skólalok :Ð

13263684_10208849581092041_449141925435868215_n

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum haldið áfram með hlekki og þematengt nám, nýtum okkur markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki og í vetur var mikil áhersla á lesskilning með þátttöku í skólaþróunarverkefninu Orð af orði.   Spjaldtölvur hafa verið töluvert notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, quizlet og kahoot. Námsmatið hefur líka verið í endurskoðun.  Hefðbundnum námsmatsaðferðum fækkað, nemendur ábyrgir þátttakendur, horft á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur.

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best í sumar. 

Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla, 

hina hlakka ég til að hitta hressa og káta næsta haust.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Áskorun 2017

Þá er komið að því…..áskorun ársins 2017….

Öllum hópum úthlutað ákveðnu þema og

gefin 1 kennslustund til að koma sér í karakter.

ÞIÐ FRAMKVÆMIÐ 12 VERKEFNI AF LISTANUM.  SKILIÐ VERKEFNINU Á SJÓNRÆNAN HÁTT  INN Á PADLET –>>>>> 

SKYLDUVERKEFNI:

 1. Hópmyndband upp við vatnstank við að mæla rúmmál hans
 2. Kennslumyndband af dansi
 3. Rapplag um ykkar þema
 4. Viðtal við ferðamann við gömlu laugina um gömlu laugina

   

ÖNNUR VERKEFNI – flest framkvæmd utandyra, VELJA 8:

 1. Fréttaskot úr Hreppnum
 2. Taka viðtal við álf.
 3. Eftirherma að eigin vali – þematengt.
 4. Könnun hjá þremur garðyrkjubændum.  Hverjar eru þrjár vinsælustu tegundirnar?
 5. Norðurlöndin – fánar í krít.
 6. Selfie við hæsta tréð í skóginum.
 7. Búa til listaverk úr náttúrunni muna þemað.
 8. Hvað veit Jóhanna aðstoðarskólastjóri um Costco?
 9. Hvað getið þið tekið marga enska hreima?
 10. Stærsta sápukúlan.
 11. Flytja rómantískt ættjarðarlag til heimabyggðarinnar.
 12. Gera góðverk hjá eldri borgurum
 13. Baulaðu nú búkolla mín fyrir leikskólalbörnin
 14. Leika frægt atriði úr kvikmynd í anda þemans, á ensku/dönsku
 15. Leikþáttur með legóköllum á framandi tungu
 16. Farða hópfélaga með bundið fyrir augun
 17. Greiða galagreiðslu í hópfélaga  með innblæstri af þemanu.

BÓNUSSPURNINGAR – VEGLEG VERÐLAUN Í BOÐI

download

 1. Fimm góð ráð til að heilla kennarann.
 2. Hvernig skrifar maður heitið á þessu?…………………………….->

GÓÐA SKEMMTUN!

Skýrslur

Skýrslur

Hér eru leiðbeiningar um skýrslugerð

…. frá MH

frá FS

og frá Flúðaskóla:

Framkvæmdadagur

Nafn tilraunar

Hópur

Nafn höfundar

Samstarfsmenn

Inngangur (markmið):

 • Hér skal skrá hvað skal athuga með tilrauninni, hvers vegna verið er að framkvæma tilraunina.
 • Hér skal einnig skrá hvaða reglur eða lögmál eru til athugunnar.
 • Fræðileg umfjöllun.
 • Ef verið er að prófa tilgátu er hún sett fram hér.

Passa upp á heimildir.

Framkvæmd:

 • Áhöld og efni: Hér eru talin upp þau áhöld og efni sem notuð eru við framkvæmd tilraunarinnar
 • Vinnulýsing: Hér skal draga saman mikilvægustu skrefin í framkvæmd tilraunarinnar og hvernig áhöldin eru sett upp. Athugaðu að vinnulýsingin á ekki að vera nákvæm endurritun á leiðbeiningum vinnuseðils.

Niðurstöður:

Mikilvægt er að ská vel og greinilega niðurstöður tilraunarinnar.

 • Reynið að hafa niðurstöður sem myndrænastar, þ.e. nota töflur, Nota skal töflur og línurit eins og kostur er, sömuleiðis eiga allir útreikningar að koma fram undir þessum lið, ásamt þeim stærðfræðilegu formúlum sem notaðar eru við útreikninganna.
 • Svör við spurningum – ályktanir
 1. Hér skal svara þeim spurningum sem kunna að vera á vinnuseðli.
 2. Hér skal greina frá hvaða ályktanir má draga af niðurstöðum tilraunarinnar og hvernig/hvort markmiði hafi verið náð.
 • Ef eitthvað hefur farið öðruvísi en búist var við er reynt að útskýra hversvegna.

Heimildir:

Hvaða heimildir voru notaðar í fræðilegri umfjöllun í inngangi og jafnvel í túlkun niðurstaða.

Undirritun:

Skýrslu skal ætíð lokið með undirritun höfundar. Staður og dagsetning við skýrslulok.

 • Hvar og hvenær skrifað
 • Undirskrift þess/þeirra sem skrifa skýrsluna⨪