Vorhátíð – skólalok :Ð
Síðasta hlekk skólaársins er lokið.
Skólastarfið hefur gengið vel í vetur, við höfum haldið áfram með hlekki og þematengt nám, nýtum okkur markvisst hugtakakort og matslisti. Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki og í vetur var mikil áhersla á lesskilning með þátttöku í skólaþróunarverkefninu Orð af orði. Spjaldtölvur hafa verið töluvert notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, quizlet og kahoot. Námsmatið hefur líka verið í endurskoðun. Hefðbundnum námsmatsaðferðum fækkað, nemendur ábyrgir þátttakendur, horft á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur.
Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best í sumar.
Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla,
hina hlakka ég til að hitta hressa og káta næsta haust.
Sumarkveðja
Gyða Björk