Vorhátíð og skólalok.

Síðasta hlekk skólaársins er lokið.  Við taka ferðalög, vorhátíð og loks skólaslit á föstudaginn.

 

Skólastarfið  hefur gengið vel í vetur, við höfum farið yfir sjö þematengda hlekki, nýtt markvisst hugtakakort og matslisti.  Hæfniviðmið aðalnámsskrár eru tengd við alla hlekki.   Spjaldtölvur hafa verið mikið notaðar í tímum og ýmis fjölbreytni sem fylgir þeim í skólastarfinu, t.d. nearpod – kynningar, flipgrid, quizlet og kahoot og mörg smáforrit námstengd. Hefðbundnum námsmatsaðferðum er enn að fækka, nemendur eru nú ábyrgir þátttakendur. Horft er á lykilhæfni og matsviðmið í náttúrufræði eins og útskriftarnemendur hafa orðið áþreyfanlega varir við síðustu vikur. Heimasíðan hefur verið notuð til að halda utan um skipulag, fræðslu, námsefni og nemendaverkefni. Bloggsíður nemenda voru mjög vel og reglulega uppfærðar fram að páskum. 

Ég þakka ykkur öllum kærlega samstarfið og vona að þið hafið það sem allra best. Nemendum í 10. bekk er óskað allra heilla í nýjum og spennandi verkefnum.

Sumarkveðja

Gyða Björk

Maí 2018 Hreiðurgerð

Við verðum úti í skógi og nú reynir á samvinnu.  Þið vinnið tvö saman.

Getið þið byggt hreiður?  Hreiður sem getur haldið eggjum og þolir vind og vætu.

Efniviðurinn er í næsta nágrenni.  Og til að gera þetta svolítið meira krefjandi er rétt að nota bara aðra hendina – hina bindum við aftur fyrir bak.

Sem sagt gera hreiður á trjágrein sem þolir t.d. 4 meðalsteina og nokkurn hristing.

Ekki flókið:)

maí 2018 BREAKOUT

Við frestum útikennslu sem átti að vera í dag……það er bara of blautt og kalt.

Þess í stað verðum við inni og nú verður tekist á við þrautir í tölvu eða breakoutedu verkefni. 

Þið vinnið fjögur saman og leysið þrautir – tíminn er skammtaður og nú reynir á. Í boði eru tveir léttir leikir

 Spring has sprung!

 Field day fun

Og’s adventures

Zombie outbreak

 

 

15. maí 2018 Lokamat – próf

Prófið tekur tvær kennslustundir og verður leyfilegt að nýta hjálpargögn, bækur, glósur nemenda og veraldarvef.  Nemendur hafa aðgang að tölvuveri, fartölvum og spjaldtölvum. Prófið er einstaklingsverkefni.   Skila skriflega á blaði eða í tölvupósti – hvað sem ykkur hentar best. 

Þið dragið spurningar úr ákveðnum flokkum (ekki er hægt að skila spurningum sem hafa verið dregnar ;/) Það eru því ekki allir nemendur með sömu spurningarnar. Flokkarnir eru sjö og þið eigið að svara fimm spurningum – það má því sleppa tveimur spurningum sem voru dregnar.

Spurningarnar eru hér:  Prófspurningar

Gangi ykkur vel.

15. maí 2018 Sveppir

496px-Amanita_muscaria_tyndrum

Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria)

Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að seyta efnum sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.

Svo færum við okkur út í blíðuna – stutt ferð um Flúðahverfið – árið er 2518.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Setjum ferðasöguna inn á flipgrid

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

 • verum vakandi
 • skoðum flóru og fánu
 • hlustum og upplifum
 • notum hugmyndaflugið

14. maí 2018 Fuglar

HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ FUGLANA? 

ER EGG EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIRBÆRI? 

HVAÐ ER FJÖÐUR? 
SKOÐUM FRÆÐSLUMYND UM FUGLA 
quizup um íslenska fugla
visindi.is:

KÍKJUM Á FUGLAKORT OG GREININGARBÆKUR.

Opnum fuglavef frá Menntamálastofnun

 SKOÐUM FUGLAMYNDIR OG HLUSTUM Á FUGLAHLJÓÐ.

og svo er hægt að prófa að flokka….   og aðeins meira hér

9. maí 2018 Útiáskorun

Veðrið er geggjað ….

þess vegna er í boði í dag…..

ÚTI-ÁSKORUN.

smiley-bounce016

 • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár fuglategundir..

 • Greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir.

 • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.

 • Reikna út hæð á vel völdu tré. Sýna aðferð og útreikninga.

 • “Skógarselfie”

HÓPASTÆRÐ 2-3.   SKIL INN Á padlet  

GANGI YKKUR VEL.

8. maí 2018 Skil á skýrslu og hugtakakort – lokamat

Skila á skýrslu og vinna við hugtakakortin.  

Hópar skila skýrslu bæði útprentuðu eintaki og eins stutt kynning og samtal við kennara.  

Hugtakakortið er einstaklingsvinna.  Allri hafa valið sér hugtak og sumir eru byrjaðir að vinna í kortunum sínum.  Upplýsingar og matslista er að finna hér.8539124217_bcf2df8a36_o

Hjálpargögn eru bækur af öllum stærðum og gerðum, veraldarvefurinn og kannski glósurnar ykkar.  

Tölvuverið er opið.

Munið eftir sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.

  

7. maí 2018 Plöntur

Þessa viku er áhersla á plöntur við nýtum okkur Plöntuvefinn og fræðumst um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun         

Hvaða plöntur þekkir þú? 

Svo skulum við greina nokkrar plöntur

 • Hvaða munur er á berfrævingum og dulfrævingum?
 • Hvað eru blóm og könglar?
 • Hvernig æxlast plöntur?
Rætur  

                                       

Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Þuríður Guðmundsdóttir

3. maí 2018 Plöntugreining

Kennari ekki á svæðinu en þið reddið ykkur. Unnið í spjaldtölvum.

Fyrst er að skoða vel Plöntuvefinn fræðast um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun Hvaða plöntur þekkir þú?

Þá er upplagt að skella sér út.

Verkefnið er myndasprettur og hugtökin sem unnið er með eru tengd plöntum/plöntuhlutum/plöntugreiningu.

…vinna saman tvö 

…skella sér út í blíðuna og taka myndir  

…a.m.k. þrjú hugtök sem tengjast plöntum og plöntugreiningu 

…túlkaðu og/eða táknaðu.

…15 sek. fyrir hvert hugtak. 

…senda inn á flipgrid 

…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 3 og ath. ekki sitt 

…hver má svo ,,læka“ við 3 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið

…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

3. maí 2018 Ferðasprek og upplýsingatækni

Kennari er ekki á svæðinu en þið eigið eftir að hafa nóg að gera 😉

Fyrst er að fara inn í tölvuver og taka nokkrar æfingar í Sense-lang u.þ.b. 20 mínútur.

Síðan eru það spjaldtölvuverkefni og byrjum á Plöntuvefnum skoðið hinar ýmsu plöntur, skrifið í notes hverjar þið þekkið þegar. Kíkið á hvað þarf til plöntugreiningar og reynið svo fyrir ykkur í eins og einum leik.

Að lokum á að sækja ferðasprekið frá í gær og koma ferðasögunni inn á flipgrid.  Það þarf að sýna vel ferðasprekið og útskýra liti og hvers vegna hitt og þetta er fest við sprekið. Ein og hálf mínúta til frásagnar.

Gangi ykkur nú allt í hag………Sjáumst!

 

30. apríl 2018 Ferðasprek

Byrjum tímann á að skoða afrakstur síðasta fimmtudags.  Margar fínar útfærslur á hugtökum….kannski ekki alveg allir með réttar ágiskanir 😉

Svo er um að gera að færa sig út í blíðuna.  Byrjum á ferðaspreki.11150517_10205691577903935_3122362259498772674_n

Ferðasögur eru af ýmsum toga.  Ein þekkt aðferð er frá frumbyggjum Ameríku að skrá ferðlagið á sprek eða grein. Ferðasprekið felur í sér að á greinina eru festir hlutir og vafið með garni í mismunandi litum. Hver hlutur og litur táknar ólíka reynslu, upplifun, tilfinningar og hluta af leiðinni.

Það sem þarft er stutt grein/sprek, gott að hafa mislitt garn í vasanum og svo er bara að skella sér í leiðangur og opna hugann fyrir umhverfinu.  Að leiðarlokum er komið að sögustund.  Þá er fínt að hittast við eldstæðið, spjalla og nota ferðasprekið til að segja sögu.

Nú reynir á sköpun og skilningsvit.

 • verum vakandi
 • skoðum flóru og fánu
 • hlustum og upplifum
 • notum hugmyndaflugið

Hlekkur 7

Featured

Líffræði, útikennsla og lokamat

Síðasti hlekkur ársins frá 19. apríl og til skólaloka.Forget_me_not_flower

Nú eru það lífvísindi og sitthvað líkt og ólíkt sem bekkirnir fást við.

 • 8. bekkur fer yfir einkenni, gerð lífvera og efnin. Mikil áhersla á umhverfið, fugla og flóru.  Nemendur í 9. bekk halda áfram að kynnast ýmsum flokkum lífvera, örverum, frumdýrum og þörungum að ógleymdu svepparíkinu.  En auðvitað verðum við með augun opin fyrir lífríkinu allt í kringum okkur.  Stóru krakkarnir í 10. bekk nýta 
 • þennan síðasta hlekk til að tengja saman allt (eða flest allt 😉 sem á dagana hefur drifið í náttúrufræðinni síðustu ár og glíma við lokaverkefni af ýmsu tagi.

Við munum stunda námið mikið utandyra þessar síðustu vikur skólaársins. 

Og nýtum okkur skólaskóginn og nærumhverfi skólans. 

Munið að koma vel klædd í útikennsluna – skjótt skipast veður í lofti.

26. apríl 2018 Myndasprettur

Byrjum á menti 

og svo tekur við verkefni dagsins …..

…vinna saman tvö 

…skella sér út í blíðuna og taka myndir  

…myndirnar eiga að tákna/túlka hugtök í náttúrufræðiþema vikunnar

…má taka 4 myndir af mismunandi hugtökum

…senda inn á flipgrid 

…hver má svo giska á hvaða hugtök er verið að vinna með, alls 4 og ath. ekki sitt 

…hver má svo ,,læka” við 4 hugtök hjá hinum hópunum  alls ekki sitt eigið

…kíkjum svo á í næsta tíma hver kom með flottustu, sniðugustu, frumlegustu eða annað

26. apríl 2018 Kynsjúkdómar

KYNSJÚKDÓMAR AF VÖLDUM VEIRA OG BAKTERÍA

Aukning á kynsjúkdómum á Íslandi Hvað er til ráða?

Ástæður fyrir þessari aukningu á kynsjúkdómum hér á landi eru ekki alveg ljósar. Vafalaust er um marga samspilandi þætti að ræða eins og vaxandi kæruleysi í kynlífi, skort á notkun smokka, vaxandi fjölda dvalarleyfisumsækjenda og mikill fjöldi ferðalaga Íslendinga erlendis. 

 • VERKEFNIÐ ER AÐ FRÆÐAST UM KYNSJÚKDÓMA, HVERNIG ÞEIR TENGJAST RÍKI DREIFKJÖRNUNGA OG FYRIRBÆRINU – VEIRU.
 • VELJIÐ YKKUR SJÚKDÓM, FJALLIÐ UM SKAÐVALDINN, SMITLEIÐIR, EINKENNI, ÚTBREIÐSLU OG FORVARNIR.
 • Skila inn á blogg eða flipgrid

Hægt að nýta meðal annars:

ÁSTRÁÐUR

KYNFRÆÐSLUVEFURINN

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

SPURNINGAR OG SVÖR

Valda munnmök krabbameini?

Er baktería undirrót hjartasjúkdóma?

Í fréttum:  Við eigum Evrópumetið :/  mbl.is…………visir.is

25. apríl 2018 Verkefnavinna í skóginum

Höldum áfram umræðu um dag Jarðar 22. apríl sl.

 

Síðan tekur við  verkefnavinna í skóginum.

Byrjum á stuttum fræðslustíg þar sem áhersla er á vistkerfi og samskipti lífvera. 

Skoðum sérstaklega skógarbotninn.

Minnisleikur (muna-finna-safna-sýna-segja frá)orð náttúrunnar

Rifjum upp frá því í haust.Pælum í ýmsum hugtökum:

Hvað er einföld lífvera?  En flókin?

Skoðum skipulagsstig og æviskeið lífvera

Leikir og spjall.

24. apríl 2018 Bakteríur og veirur

Verkefni dagsins er að kynna sér veirur og bakteríur.  Styðjumst við Lífheiminn kafla 2, bls. 16-29 Hér er ýmislegt efni til að skoða, glærur eru inn á 9.bekk náttúrufræði, spurningar til að svara og verkefni við hæfi.  Þið vinnið saman 2-3 í tímanum og reynið að sjálfsögðu að klára sem flest.

virus_bacteria

Fróðleik um veirur og bakteríur sem eru líffræðilega gjörólíkar og óskyldar.

Berum þær saman.

Ebola virus em

 

23. apríl 2018 Nýr hlekkur – lífverur og dagur Jarðar

150px-Biological_classification_L_Pengo_Icelandic_svgÍ þessum hlekk er áhersla á líffræði. Nýtum okkur bókina Lífheiminn, sem og vefinn og framhaldsskólabækur. Lærum um flokkun lífvera, bakteríur og veirur áhersla á kynsjúkdóma förum svo yfir í frumdýr og þörunga svo eru það sveppirnir og endum svo venju samkvæmt á fuglum og jurtum.

Byrjum á umfjöllun um dag Jarðar sem var í gær og er áherslan í ár á plastmengun og hvað ég og þú getum gert til að draga úr notkun á plasti.

Síðan gerum við hugtakakort og rifjum upp hvað við kunnum um frumur – drefikjörnunga og heilkjörnunga.

Vísindaleg flokkun á Wikipedia

BBC – wild life

Af hverju flokkunarfræði?

A Capella Science  “The Surface Of Light” (Lion King Parody) Live

23. apríl 2018 Dagur Jarðar og nýr hlekkur byrjar.

Nú er það útikennsla og áhersla á lífríkið sem tekur við þessar síðustu vikur.

Við munum skoða gróður og dýr.  

Greinum tré og fugla.  

Verðum töluvert úti við í nám og leik og því þarf að muna að koma klæddur eftir veðri.

Við nýtum okkur þennan síðasta hlekk ársins til að ….

 • skoða vel umhverfið og pæla í lífverum, sameiginlegum einkennum og sérstöðu þeirra.  
 • gera tilraunir og draga ályktanir af gögnum, útskýrum og skoða ólík sjónarhorn.
 • athuga hvað hægt er að leggja af mörkum til samfélagsins 

Hver og einn spyr sig – hvað get ég gert? 

Sérstök áhersla á plastmengun. 

Tíminn í dag byrjar inn á að fræðast um dag Jarðar sem var í gær 22. apríl.  Svo skoðum við fjölbreytileika lífríkisins og veltum fyrir okkur flokkun lífvera.  Förum svo út og athugum hvað einkennir lifandi verur.

23. apríl – 3. maí Tilraun – lokamat

Í þessari viku byrja verkefni sem tilheyra lokamati.

VIÐFANGSEFNI FYRIR HUGTAKAKORTAVINNUNA.

 HVAÐA Tilraun á að framkvæma á morgun.

………………………. og ég endurtek…………………….

   skoða allt um skipulag lokamats og verkefnin sem liggja undir. 

NEMENDUR VELJA SÉR VIÐFANGSEFNI FYRIR HUGTAKAKORTAVINNUNA.

NEMENDUR VELJA SÉR VIÐFANGSEFNI tilraunar morgundagsins.

HÉR MÁ NÁLGAST UPPLÝSINGAR UM TILRAUNINA OG HÓPASKIPTINGU

 https://padlet.com/gydabjork/lokamat_tilraun

Athugunin verður framkvæmd í fyrramálið og á að skila skýrslu viku síðar, þann 3. maí. Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi.  Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð.  Áherslur koma fram á þessu matsblað   sem haft verður til viðmiðunar.  Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.  Upplýsingar um hópa og tilraunir 

Þið hafið frjálsar hendur um það hvernig tilraunin er sett upp.  Athugið að hafa ekki margar breytur og forðast að flækja málin.  Kennari fylgist með vinnuferlinu, samvinnu, framkvæmd, meðhöndlun tækja/efna og vinnubrögðum.  Síðan er skýrslan gerð eftir kúnstarinnar reglum og skilað með samtali við kennara þar sem metin er þekking á umfjöllunarefninu, rannsóknarspurning ígrunduð, niðurstöður túlkaðar, skekkjuvaldar og heimildir svo eitthvað sem til tekið.

Athugið að efni og tæki þurfa að vera til í skólanum.  Ef það er eitthvað annað sem þarf í tilraunina þá þurfið þið að redda því sjálf og auðvitað að koma með það í skólann á morgun.

Dagur Jarðar 2018

Featured

hqdefaultDagur jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1970 í Bandaríkjunum og síðan þá hefur 22. apríl verið dagur umhverfisfræðslu um allan heim.  earthday.org  Hér má sjá þróunina í sjónum frá 1970 – 2018  Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar. 

Upplýsingar um fánanaearth_2_flag_animatedecology_1_flag_animated

 

Þemað í ár er plastmengun.   #plasticpollution    Rökin fyrir valinu er hægt að sjá hér í pistli frá Guðrúnu Bergmann sem birtist á mbl.is

Plöntum trjám … í tilefni dagsins

Hvernig segjum við til hamingju með dag Jarðar á hinum ýmsu tungumálum!

Afrikaans: Gelukkige Aard Dag
Arabic: Yawm El-Ard (Arabic Letters) ÙŠÙˆÙ… الأرض
Dutch: Tag Der Erde
Bulgarian: Den Na Zemyata….………. og meira hér

Hér er hægt að skoða eigin plastnotkun plastic-calculator/ og gera heit um að minnka notkun plastumbúða.

 

 

 

 

 

Planet pals – skemmtilegur vefur.

 

 

Verkefni bakteríur og veirur

Svörum spurningum og verkefnum tengdum veirum og bakteríum.

Kafli 2 – Bakteríur og veirur bls. 16 lífheimur

2.1 Bakteríur lifa alls staðar

 1. Hvers vegna hafa blábakteríur verið afar mikilvægar í þróun lífsins?
 2. Hvað er þörungablómi?
 3. Hvernig fara bakteríur að því að lifa af t.d. mikinn þurrk?
 4. Útskýrðu hlutverk baktería í hringrás efna í náttúrunni.
 5. Hvaða hlutverk hafa bakteríur í meltingarvegi manna?
 6. Nefndu nokkra smitsjúkdóma.
 7. Segðu frá því hvernig pensilín var uppgötvað.
 8. Skrifaðu um svarta dauða.
 9. Af hverju er hættulegt að borða kjúklingakjöt ef það er blóðlitað og þar með ekki fullsteikt?

2.2 Bakteríur í þjónustu manna

 1. Lýstu því hvernig bakteríur eru notaðar til að bragðbæta mat.
 2. Útskýrðu hvers vegna heyrúllum er pakkað inn í plast.
 3. Segðu frá því hvers vegna lúpína er talsvert notuð til uppgræðslu á Íslandi.
 4. Lýstu hvernig bakteríur eru notaðar við skólphreinsun.
 5. Hvers vegna þurfa menn að tyggja grænmeti vandlega?

2.3 Veirur eru háðar lífverumimage-20160414-2629-1259kt3

 1. Hvað er átt við með dvalarstigi veira?
 2. Hvaða inflúensa í mönnum hefur valdið mestum skaða í heiminum?
 3. Hve margar tegundir eru til af kvefveirum?
 4. Segðu frá orsökum umgangspesta (inflúensa).
 5. Nefndu nokkra veirusjúkdóma sem hægt er að bólusetja fólk gegn.
 6. Af hverju er mikilvægt að láta bólusetja sig?

18. apríl 2018 Lokum hlekk 6

Klárum að fara yfir verkefni og efni sem tilheyrir þemahlekk.

Skoðum virkjanir – ræðum nútíð og framtíð.

Verkefnavinna – hópavinna.

Virkjanir í Þjórsá og Tungnaá

Hver hópur tekur fyrir eina núverandi eða fyrirhugaða virkjun. 

Gera grein fyrir hvar, hvenær, hve stór, umhverfisþáttum o.s.frv. 

Skila inn á flipgrid.

Upplýsingar um aflstöðvar er að finna inn á vef Landsvirkjunar – skoða líka upplýsingar úr fréttum varðandi umhverfisþáttinn og t.d. heimasíðu náttúruverndarsinna

………..og svo er bara takk fyrir veturinn 😉

 

16. apríl 2018 Ísland og orkan – framtíðin

Byrjum tímann á ör-umræðu um lífríkið….smá viðhorfskönnun í mentimeter. ….. 

Orka á Íslandi.  Hægt að nálgast verkefni í nearpod fyrir þá sem vilja VJSGM og svo vindum við okkur í verkefni dagsins.

Nemendur vinna í hópum og velja sér viðfangsefni.  Nokkrar hugmyndir:sky-sunny-clouds-cloudy

 • orkugjafar
 • kostir og gallar
 • nýting og verndun auðlinda
 • orkusparnaður
 • sólarorka
 • vindorka
 • vatnsorka
 • sjávarfallaorka
 • lífefnaorka
 • jarðhiti
 • viður
 • meginorkugjafar á Íslandi
 • samrunaorka
 • lífmassi
 • vetni
 • rammaáætlun

matsblað sem er hægt að hafa til viðmiðunar. Markmiðið er að útbúa líflega og fróðlega kynningu fyrir jafningja.  Miðað er við 5 mínútur fyrir kynningu og spurningar.  Miðlunaraðferð er frjáls.  Þið hafið þessa viku til að klára og við miðum við skil inn á padlet eða á flipgrid

Skolen i norden – upplýsingar um orkugjafa

ársskýrla Landsvirkjunar 2016

rammaáætlun

Orkustofnun

National Energy Foundation 

Hmmm….Optimetron – Introducing the Future of Self-Sufficient Living…..

 

16. og 17. apríl 2018 Þjórsá – kynningarverkefni

Verkefnavinna – hópavinna.

Virkjanir í Þjórsá og Tungnaá

Hver hópur tekur fyrir eina núverandi eða fyrirhugaða virkjun. 

Gera hugtakakort og skipta með sér verkum.

Gera grein fyrir hvar (kort), hvenær, hve stór, umhverfisþáttum o.s.frv.

Skila inn á flipgrid. 

Upplýsingar um aflstöðvar er að finna inn á vef Landsvirkjunar – skoða líka upplýsingar úr fréttum varðandi umhverfisþáttinn og t.d. heimasíðu náttúruverndarsinna

Landinn – umfjöllun um Búrfellsvirkjun 2

Könnun úr hlekk 6. Jarðfræði og líffræði í þema.

Könnun 12.apríl 2018

Stutt könnun úr námsefni þessa hlekks.

Nearpod-könnun í eina kennslustund.

Öll hjálpargögn leyfð 😉

Áhersluatriði:

Þjórsá

vatnaskil

vatnasvið

Flokkun vatnsfalla

jökulá-dragá-lindá

fossar

fossberar

jöklar

hjarnjökull-skriðjökull

jökulurð

grettistak

innri og ytri öfl

flekaskil

myndun Íslands

heitur reitur

eldstöðvar

kvikuhólf

hraun – gjóska

vistfræði

fæðukeðja

fæðuvefur

neytandi

sundrandi

frumbjarga

ófrumbjarga

fæðupýramídi

öndun og ljóstillifun

jafnvægi í vistkerfi

Þjórsárver

friðland

rústir

vistkerfi Þjórsárvera og sérstaða

fléttur/skófir

fuglar og dýr í friðlandinu.

5. apríl 2018 UT og lífríki Þjórsár

Hægt að nota fyrri tímann til að klára stöðvavinnu gærdagsins og koma henni inn á bloggið.

Seinni tími verður helgaður UT og nú ætlum við að kíkja á Google Earth forritið (það sem er uppsett í tölvunum ekki veflægu útgáfuna) og skoða Ísland sérstaklega. Þeir sem hafa verið í valtímum og þekkja forritið vel aðstoða.

Hvernig væri að…..

 • mæla vegalengd Þjórsár frá upptökum til ósa.
 • skoða Kvísarveitu.
 • kíkja á hvaða eldstöðvar eru merktar m.þ.a. nota þekjur.
 • athuga fossana.
 • skoða gróðurútbreiðslu t.d. í Þjórsárverum.

5. apríl 2018 Þjórsá og lífríkið

Nearpod-kynning þar sem fjallað verður um ýmislegt tengt vistfræði og skoðum Þjórsárver sérstklega.  Hugtök eins og:

800px-Pink-footed Geese Martin Mere

commons.wikimedia.org_wiki_File%3APink-footed_Geese%2C_Martin_Mere.jpg

 • frumbjarga/ófrumbjarga
 • fæðukeðjur, fæðuvefi
 • frumframleiðendur, neytendur og sundrendur
 • orkupíramíti
 • jafnvægi í vistkerfi
 • búsvæði
 • rústamýri

Þjórsárver.

Pælum í sérstöðu hvers vistkerfis, líffræðilegri fjölbreytni og friðlýsingum.

Heimasíða Ramsarsamningsins.

Alþjóðlegur dagur votlendis

Viðey í Þjórsá

Býflugur að hverfa?

Smá ….. MENTI.COM – 909298

Ekki tími fyrir verkefnavinnu í dag en hægt er að skoða stöðvavinnu sem hefði verið á þriðjudag.