19. febrúar – 6. apríl 2018
Þemaverkefni Þjórsá
Næstu vikur – með hléi í vetrarfrí, árshátíðarviku og páskafrí – fram að sumarkomu í apríl leggjum við áherslu á vatnasvæði Þjórsár.
Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi. Til dæmis koma við sögu Heklueldar, Þjórsárver og Fjalla-Eyvindur.
Við skiptum þessu niður á 5 vikur. Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn eftir páska.
Nemendur í 10. bekk unnu svipað verkefni þegar þeir voru í 8. bekk og því munu þeir víkka sjóndeildarhringinn og fjalla um sérstöðu Íslands út frá áðurnefndum áhersluþáttum og skerpa á umhverfi, skipulagi og auðlindum með sjálfbærni að leiðarljósi.
Hæfniviðmið að nemandi geti
-
unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tökum gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.
-
tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því,
-
skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta
27. febrúar – 6. apríl 2017
Þemaverkefni Hvítá
Næstu vikur – fram að páskafríi leggjum við áherslu á uppsveitirnar og vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.
Nálgumst viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og ferðumst frá upptökum til ósa, fræðumst um jarðfræði, líffræði, eðlisfræði og tengjum umhverfi.
Við skiptum þessu niður á 5 vikur. Fyrstu vikuna áhersla á jarðfræðina, þá næstu tengjum við lífríkinu, þriðju vikuna verður eðlisfræði og meðal annars virkjanir til umfjöllunar og endum svo á umhverfisfræðslu og framtíðarsýn.
Nemendur í 10. bekk taka fyrir svipaða þætti en horfa víðara og skoða allt Ísland og tengja við þessi sömu fræði.