Í nýrri aðalnámsskrá eru matsviðmið við lok grunnskóla sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni.
Matsviðmið fyrir námsgreinar eiga að styðja við námsmatið og lýsa hæfni á kvarða A, B, C og D. A lýsir framúrskarandi hæfni, B lýsir góðri hæfni, C fá þeir sem standast ekki fyllilega hæfnikröfur og D kallar á frekari umsögn þar sem nemandi uppfyllir ekki hæfniviðmið í C.
Lokamat er staða nemendar í námsgrein við lok skólagöngu. Þetta er samræmd einkunnagjöf og byggir á matsviðmiðum sem koma fram í námsskrá en eru ekki tölur, normaldreifðar eða hlutfallseinkunnir. Námsmat í vetur hefur tekið mið af hæfniviðmiðum og verið fjölbreytt leiðbeinandi mat (kennara, samnemenda, sjálfsmat) byggt á matslistum. Lokamatið er ekki byggt á meðaltali verkefna vetrarins.
Samkvæmt námskrá er skólum gefið nokkuð frelsi til að framkvæma námsmat en mikilvægt er að nota fjölbreyttar aðferðir við söfnun gagna og fá sem gleggstar upplýsingar um hvar nemandi stendur við lok grunnskólagöngu. Nánari upplýsingar um námsmat við lok grunnskóla er hægt að finna á vef menntamálastofnunar.
Lokamat í náttúrufræði í Flúðaskóla þetta vorið er fjórþætt og verður framkvæmt á síðustu vikum skólaársins. Notuð eru skýr viðmið og nemendur fá afhenta matslista í byrjun sem gott er að hafa til hliðsjónar. Þar kemur fram hvaða matsþættir eru skoðaðir í hverju verkefni.
Byrjað verður á námsmatsverkefnum í byrjun sumars þann 24. apríl n.k. og lokaskil verða mánuði síðar 23. maí. Nákvæmar dagsetningar verða settar inn síðar þar sem miðað er við að samræma vel lokaverkefni í öllum fögum til að dreifa verkefnum.
Dagatal fyrir apríl og maí. Verkefni og skiladagar.
Nánar um hvert verkefni:
Pingback: 24. apríl 2017 Lokamat – hugtakakort og tilraun | Náttúrufræði Flúðaskóla
Pingback: Hlekkur 1 Vika 1 – Sigurlinn
Pingback: Hlekkur 4 | Náttúrufræði Flúðaskóla
Pingback: 23. apríl – 3. maí Tilraun – lokamat | Náttúrufræði Flúðaskóla