Heimaverkefni fimmtudaginn 8. mars 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Velja þrjú af eftirfarandi verkefnum.  Upplýsingar í krækjum í lok færslu.

hekla_vefurnams.is

 

Mynd af vef nams.is

 

 

  1. Berið saman Þjórsá og Hvítá.  Hvað er líkt, hvað ólíkt og rökstyðjið.
  2. Fossarnir í Þjórsá. Segið frá.
  3. Heklugos – gossagan sem þekkt er.  Stærstu gosin …. yngstu gosin …. ????  Lýsið einu gosi sérstaklega.
  4. Segið frá byggð í Þjórsárdal og áhrif Heklugosa á byggðina.
  5. Lýsið því hvernig eldfjall Hekla er?
  6. Hvaða hjátrú er tengd Heklu?

Munið að ekki er leyfilegt að taka texta beint af neti….verður að umorða og vitna í heimildir.

Heimaverkefni 8. febrúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  heimsasíðu náttúrufræðinnar, kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Svara spurningum:
    1. Á hvaða þrjá vegu flyst varmi? Lýstu því hvernig varminn flyst í hverju tilviki um sig.
    2. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
    3. Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?
    4. Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?
    5. Hvaða tilgangi gegnir eingangrun?
    6. Hvaða tengsl eru milli vinnu, varma og orku? Útskýringar óskast.
  2. Eða takast á við  skapandi skrif

Heimaverkefni fimmtudaginn 25. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
  2. Notaðu teikingu af hitabrúsa og lýstu því hvernig einangrun dregur úr varmatapi.
  3. Hvernig gengur að spjalla við vini á Tunglinu? Útskýrðu svarið þitt vel.
  4. Hvers vegna lærum við eðlisfræði? Hvernig getur hún verið
    gagnleg fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir mannkynið í heild?
  5. Hvaða gagn hefur mannkynið haft af kenningum Alberts
    Einsteins og hvaða áhrif höfðu þær á gang síðari heimsstyrjaldar?
  6. Um einingakerfi og mælingar 

    Settu rétt orð í eyðurnar. Orðin finnur þú í kaflanum Heimur eðlisfræðinnar

    Fyrir upphaf ______________ byltingarinnar árið 1789 voru þar í landi notaðir fjölmargir mismunandi kvarðar fyrir ______________ og massa en í kjölfar byltingarinnar var ákveðið að samræma _________________. Þá ákváðu Frakkar að nota lengd ákveðinnar málmstangar, ___________________________, sem undirstöðu lengdarmælinga og massa ákveðins málmsívalnings, viðmiðunarkílógrammsins, sem grunneiningu ______________________. _____________________ er sá tími frá því að sól er í suðurátt þangað til hún er næst í suðurátt. Sólarhringnum er síðan skipt upp í 24 ______________________, klukkustundinni skipt í 60 __________________ og mínútunni í 60 ____________________. Það eru kallaðar ___________________________ þegar sól er hæst á lofti. Einingarnar metri, sekúnda og ______________________ eru grunneiningar metrakerfisins og svokallaðs SI-kerfis. Flest hús á Íslandi eru hituð með ____________________. Með því að bora eftir heitu vatni eða gufu þá getum við flutt ____________________ úr jörðinni upp á yfirborðið þar sem við getum nýtt orkuna. Breytingarnar á hæð sjávar á milli flóðs og fjöru nefnast ___________________. Aðdráttarkraftar frá ___________________ og sólu hafa áhrif á sjávarföllin.

     

Heimaverkefni fimmtudaginn 18. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Þú tekur ísmola í hendina og ….
    1. hvaða breytingum tekur ísmolinn?
    2. Hvers vegna…?
    3. Hvaða orkumynd bræðir ísinn?
  2. Teldu upp a.m.k. sex ólíkar myndir orkunnar og gerðu grein fyrir í stuttu máli.
  3. Hiti er venjulega mældur í gráðum á celsíuskvarða.
    1. Hver er eining hitastigs í SI-einingakerfinu?
    2. Hverjir eru föstu viðmiðunarpunktarnir á celsíukvarða og kelvinkvarða?
    3. Hvert er bræðslumark vatns í °C og K?
    4. Hvað er alkul?
  4. Frostlögur er efni sem við notum hér til að varna því að vatn frjósi í kælikerfi bílvéla þegar kalt er í veðri.  Í heitum löndum er þetta sama efni notaði til að varna þvíi að vatnið hitni svo mikið að það sjóði. Hannaðu tilraun sem getur skorið úr því um hvort frostlögurinn hefur einhver áhrif á suðumark vatns. Gættu þess að í tilrauninni sé bæri samanburður og breyta.
  5. Skoðaðu hugtaka-teiknimyndirnar á þessari síðu.  Hvaða fullyrðing er réttust í hverri mynd? Rökstuddu svarið.

Heimaverkefni fimmtudaginn 11. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Lýstu vísindalegri aðferð.
  2. Hvers vegna er yfirleitt bara ein breyta í hverri tilraun?
  3. Segjum svo að eðlisfræðingur þurfi að greina óþekkt efni.  Hvort kemur honum að meiri notum að mæla massa efnisins eða eðlismassa? Útskýrðu svarið.
  4. Fjallaðu um hvers vegna eru rannsóknarstofur mikilvægar í vísindum?
  5. Hvað er SI einingakerfi og hvers vegna er nauðsynlegt að samræma mælieiningar í vísindinum?
  6. Mælikvarði á efnismagn hlutar er
    a.  eðlismassi.
    b.  massi.
    c.  rúmmál.
    d.  þyngd.
  7. Þú hefur tvo jafnstóra kubba úr frumefni. Þú veist ekki rúmmál þeirra en veist hins vegar að hitastig hlutanna er það sama. Hver eftirfarandi aðferða er besta leiðin til að skera úr um hvort þeir eru úr sama efninu og hvaða frumefni er a.  athuga hvort þeir leiði rafmagn og mæla massa hlutanna
    b.  mæla massa hlutanna
    c.  mæla rúmmál og massa hlutanna
    d.  mæla þyngdarkraftinn sem verkar á þá