Heimaverkefni fimmtudaginn 25. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

 1. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
 2. Notaðu teikingu af hitabrúsa og lýstu því hvernig einangrun dregur úr varmatapi.
 3. Hvernig gengur að spjalla við vini á Tunglinu? Útskýrðu svarið þitt vel.
 4. Hvers vegna lærum við eðlisfræði? Hvernig getur hún verið
  gagnleg fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir mannkynið í heild?
 5. Hvaða gagn hefur mannkynið haft af kenningum Alberts
  Einsteins og hvaða áhrif höfðu þær á gang síðari heimsstyrjaldar?
 6. Um einingakerfi og mælingar 

  Settu rétt orð í eyðurnar. Orðin finnur þú í kaflanum Heimur eðlisfræðinnar

  Fyrir upphaf ______________ byltingarinnar árið 1789 voru þar í landi notaðir fjölmargir mismunandi kvarðar fyrir ______________ og massa en í kjölfar byltingarinnar var ákveðið að samræma _________________. Þá ákváðu Frakkar að nota lengd ákveðinnar málmstangar, ___________________________, sem undirstöðu lengdarmælinga og massa ákveðins málmsívalnings, viðmiðunarkílógrammsins, sem grunneiningu ______________________. _____________________ er sá tími frá því að sól er í suðurátt þangað til hún er næst í suðurátt. Sólarhringnum er síðan skipt upp í 24 ______________________, klukkustundinni skipt í 60 __________________ og mínútunni í 60 ____________________. Það eru kallaðar ___________________________ þegar sól er hæst á lofti. Einingarnar metri, sekúnda og ______________________ eru grunneiningar metrakerfisins og svokallaðs SI-kerfis. Flest hús á Íslandi eru hituð með ____________________. Með því að bora eftir heitu vatni eða gufu þá getum við flutt ____________________ úr jörðinni upp á yfirborðið þar sem við getum nýtt orkuna. Breytingarnar á hæð sjávar á milli flóðs og fjöru nefnast ___________________. Aðdráttarkraftar frá ___________________ og sólu hafa áhrif á sjávarföllin.