Heimaverkefni fimmtudaginn 18. janúar 2018

Þeir sem ekki blogga í heimanámi skila eftirfarandi verkefni skriflega  til kennara í síðasta lagi  næsta fimmtudag eða í tölvupósti gydabjork@fludaskoli.is

Hægt er að styðjast við glósur og verkefni úr tímum,  kennslubækur og svo veraldarvefinn.

  1. Þú tekur ísmola í hendina og ….
    1. hvaða breytingum tekur ísmolinn?
    2. Hvers vegna…?
    3. Hvaða orkumynd bræðir ísinn?
  2. Teldu upp a.m.k. sex ólíkar myndir orkunnar og gerðu grein fyrir í stuttu máli.
  3. Hiti er venjulega mældur í gráðum á celsíuskvarða.
    1. Hver er eining hitastigs í SI-einingakerfinu?
    2. Hverjir eru föstu viðmiðunarpunktarnir á celsíukvarða og kelvinkvarða?
    3. Hvert er bræðslumark vatns í °C og K?
    4. Hvað er alkul?
  4. Frostlögur er efni sem við notum hér til að varna því að vatn frjósi í kælikerfi bílvéla þegar kalt er í veðri.  Í heitum löndum er þetta sama efni notaði til að varna þvíi að vatnið hitni svo mikið að það sjóði. Hannaðu tilraun sem getur skorið úr því um hvort frostlögurinn hefur einhver áhrif á suðumark vatns. Gættu þess að í tilrauninni sé bæri samanburður og breyta.
  5. Skoðaðu hugtaka-teiknimyndirnar á þessari síðu.  Hvaða fullyrðing er réttust í hverri mynd? Rökstuddu svarið.