6. eða 7. mars 2018 Þjórsá og jarðfræðin

thjorsalavawikimedia2

Stutt Nearpod-kynning um jarðfræði Þjórsár. Hugtakakort og glósur. Skoðum bækur og kíkjum á krækjur sem nýtast okkur í þessum hlekk eins og t.d. Þjórsárstofa

Áhersluatriði í dag:

hjartarfellid

  • innri  og ytri öfl
  • vatnasvið
  • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi
  • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir
  • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður
  • rof og set
  • eldgos – hraun – aska

Svo er stöðvavinna í boði…….

  1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið? Teikna-lýsa-ræða
  2. Þjórsárhraunið mikla Upptök…teikna útbreiðslu….stærð í km3 og km2…..hvenær gaus ….af hverju rann það svona langt….er það eitthvað merkilegra en önnur hraun?
  3. Teiknið upp Dynk. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Þjórsá? Fossinn hefur tvö nöfn….hver er skýringin á því og hvert er hitt nafnið?
  4. Vikur og gjall. Skoðum sýni (Hekluvikur og nornahár úr Holuhrauni). Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast? Lýstu Hekluvikri. Til hvers er hann m.a. nýttur?  Íslenska steinabókin bls. 54
  5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
  6. Villur á fjöllum. Teiknið upp leiðina sem Kristinn gekk. Merkið inn á dagana og mælið áætlið dagleiðir, heildarvegalengd og gönguhraða m.t.t. dagsbirtu og sögulýsingar.
  7. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
  8. Hofsjökull. Hvaða nafngift er önnur á jöklinum?Hvers konar megineldstöð leynist undir jöklinum? Stærð, ísmagn og lega. Má teikna upp. Helstu skriðjöklar hans.
  9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn
  10. Teiknið upp Háafoss. Hversu hár er hann í kílómetrum en millimetrum? Lýstu fossberanum. Í hvaða á er hann, hvenær og hver gaf honum nafn?
  11. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði