19. febrúar 2018 Lokum hlekk 5 og horfum fram

Námsmat síðasta hlekks til skoðunar;kannanir, hugtakakort, blogg og önnur verkefni.  Kíkju á dæmi og rökræðum.

Þessi vika; spennandi áskoranir í stopmotion legostuttmynd og svo vonandi skíðaferð….og þá tekur við vetrarfrí.

Kennari ekki á svæðinu en þið getið notað tímann til að blogga samantekt úr hlekk 5 eða undirbúa stopmotion stuttmyndina (vinnum með ipada þar fer saman hljóð, myndavél og hugbúnaður.)

  • Meginlínur í hugmynd og söguþræði
    • hvert er þemað?
    • hvaða persónur?
    • innri og ytri tími?
    • hvað á að búa til?
    • upphaf-miðja-endir?
    • og svo bara fleiri hv eins og Hvenær?Hvar?Hvers vegna?og Hvernig?
  • Handrit
  • Söguborð (storyboard)
  • Grípandi titill
  • Lýsing – skuggar og ljós
  • Hljóð – tónlist og tal
  • Sviðsmynd – greenscreen
  • Einn atburður og sýningtími um 1 mínúta.
  • Einstaklingsverkefni en samhjálp er kostur.

Gangi ykkur sem allra best.