Smásjá. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá. Smásjársýni með þörungum. Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
Bók. Náttúra norðursins – Þjórsárver bls. 128-131
Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.) Flokkaðu og notaðu latnesk heiti jafnframt þeim íslensku.
Bók. Lífríki Íslands. Átu heiðagæsir sig út á gaddinn í Þjórsárverum? bls. 305
Teikna. Vistgerðir í Þjórsárverum, glósur um Þjórsárver og bækur. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef. Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum. Hvað er lifandi og hvað lífvana. Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi.
Farflug. Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni. Farflug Skilgreindu hvað er farfugl. Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem sem ferðast milli heimsálfa. Hvaðan kemur heiðargæsin? Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið.
Rannsókn, eggjaskurn skoðaðu eggjaskurn í víðsjá. Lýstu því sem þú sérð. Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni? Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum. Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“. Vísindavefurinn 12.1.2006. http://visindavefur.is/?id=5559. Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
Fléttur – hvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum? Náttúrufræðistofnun Íslands, ljósrit í boði. Skoðaðu stein í Dinolit, hvaða lífverur eru á þessum steini? Eru þær frumbjarga?
Fuglar í sárum. blóðríkar fjaðrir og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 . Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?
Kortalæsi. Kíktu á jurtakortið í stofunni. Hvaða upplýsingar eru gefnar upp við hverja jurt? Hvað tákna myndirnar? Finndu nokkrar jurti sem eru algengar í Þjórsárverum en ekki á láglendi. Skrifaðu upp heitin á íslensku og latínu.
4 thoughts on “3. apríl 2018 Þjórsá og líffræðin stöðvavinna”
Pingback: 13. og 14. mars 2018 Þjórsá og líffræðin | Náttúrufræði Flúðaskóla
Pingback: 4. apríl 2018 Þjórsá og lífríkið | Náttúrufræði Flúðaskóla
Pingback: Hlekkur 6 Vika 2 – Guðný Vala
Pingback: hlekkur 6 vika 2 – Haukur Blogg