23. apríl – 3. maí Tilraun – lokamat

Í þessari viku byrja verkefni sem tilheyra lokamati.

VIÐFANGSEFNI FYRIR HUGTAKAKORTAVINNUNA.

 HVAÐA Tilraun á að framkvæma á morgun.

………………………. og ég endurtek…………………….

   skoða allt um skipulag lokamats og verkefnin sem liggja undir. 

NEMENDUR VELJA SÉR VIÐFANGSEFNI FYRIR HUGTAKAKORTAVINNUNA.

NEMENDUR VELJA SÉR VIÐFANGSEFNI tilraunar morgundagsins.

HÉR MÁ NÁLGAST UPPLÝSINGAR UM TILRAUNINA OG HÓPASKIPTINGU

 https://padlet.com/gydabjork/lokamat_tilraun

Athugunin verður framkvæmd í fyrramálið og á að skila skýrslu viku síðar, þann 3. maí. Kennari ákveður hópaskiptingu og er miðað við þrjá nemendur í hópi.  Nemendur fá tvöfaldan tíma í tilraunina og svo tvær kennslustundir til að vinna að skýrslugerð.  Áherslur koma fram á þessu matsblað   sem haft verður til viðmiðunar.  Skriflegri skýrslu er skilað með samtali við kennara sem er hluti af matsferlinu.  Upplýsingar um hópa og tilraunir 

Þið hafið frjálsar hendur um það hvernig tilraunin er sett upp.  Athugið að hafa ekki margar breytur og forðast að flækja málin.  Kennari fylgist með vinnuferlinu, samvinnu, framkvæmd, meðhöndlun tækja/efna og vinnubrögðum.  Síðan er skýrslan gerð eftir kúnstarinnar reglum og skilað með samtali við kennara þar sem metin er þekking á umfjöllunarefninu, rannsóknarspurning ígrunduð, niðurstöður túlkaðar, skekkjuvaldar og heimildir svo eitthvað sem til tekið.

Athugið að efni og tæki þurfa að vera til í skólanum.  Ef það er eitthvað annað sem þarf í tilraunina þá þurfið þið að redda því sjálf og auðvitað að koma með það í skólann á morgun.