Prófið tekur tvær kennslustundir og verður leyfilegt að nýta hjálpargögn, bækur, glósur nemenda og veraldarvef. Nemendur hafa aðgang að tölvuveri, fartölvum og spjaldtölvum. Prófið er einstaklingsverkefni. Skila skriflega á blaði eða í tölvupósti – hvað sem ykkur hentar best.
Þið dragið spurningar úr ákveðnum flokkum (ekki er hægt að skila spurningum sem hafa verið dregnar ;/) Það eru því ekki allir nemendur með sömu spurningarnar. Flokkarnir eru sjö og þið eigið að svara fimm spurningum – það má því sleppa tveimur spurningum sem voru dregnar.
Gangi ykkur vel.