Þessa viku er áhersla á plöntur við nýtum okkur Plöntuvefinn og fræðumst um plöntuhluta og plöntugreiningu svo er hægt að skella sér smá athugun
Svo skulum við greina nokkrar plöntur
- Hvaða munur er á berfrævingum og dulfrævingum?
- Hvað eru blóm og könglar?
- Hvernig æxlast plöntur?
Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýrÍ fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
Þuríður Guðmundsdóttir