Úr rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar :
Staðarval
Umhverfisaðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti erfiðar fyrir kræklingarækt en margt bendir þó til að söfnun kræklingalirfa verði ekki vandamál. Á þeim stöðum sem safnarar hafa verið settir út á réttum tíma hefur mikill fjöldi kræklingalirfa sest á þá, en lagnaðarís
og ísrek getur valdið tjóni á búnaðinum sérstaklega á vestanverðu landinu. Hægt er að koma í veg fyrir slíkt með því að sökkva búnaðinum á veturna. Hafís getur einnig valdið tjóni í kræklingarækt. Mest er hættan á norðanverðum Vestfjörðum, síðan Norðurlandi og Austfjörðum. Þeir umhverfisþættir sem hafa mest áhrif á vöxt kræklings eru sjávarhiti og fæðuframboð en svifþörungar eru aðalfæðan. Sjávarhiti er hæstur við sunnanvert landið en fer minnkandi þegar farið er réttsælis í kringum landið. Það má því gera ráð fyrir minnstum vexti við austanvert landið. Á mörgum stöðum í heiminum þar sem kræklingarækt er stunduð eru eitraðir svifþörungar verulegt vandamál. Ýmsar tegundir eitraðra svifþörunga hafa fundist við Ísland en oftast í mjög litlu magni en á því gæti orðið breyting með aukinni sýnatöku.
Pingback: 12. september 2017 Stöðvavinna lindýr og skrápdýr | Náttúrufræði Flúðaskóla