AVATAR

Við notum tímana í þessari fyrstu skólaviku á nýju ári til að horfa á Avatar.

Ný aðalnámskrá leggur áherslu á sjálfbærni sem grunnþátt menntunar.  Nemendur eiga að geta horft til framtíðar, vita að allir eru ábyrgir og því þarf að þekkja og skilja náttúruna.  Þá fyrst er hægt að takast á við ágreiningsefni og álitamál.  Mörg hæfniviðmið ólíkra greinasviða eru tengd þessu og miða að því að gera nemendur meðvitaða um umhverfismál og efla gagnrýna hugsun, gildismat og rökræður.   Ágæt leið til að nálgast þessi viðmið er að horfa á kvikmyndina Avatar og spyrja spurninga sem skapa umræður.

Kennari er ekki á svæðinu en áður en sýningar hefjast vil ég að þið skoðið eftirfarandi vel.

90x55x2-Great-leonopteryxAvatar gerist í framtíðinni á litlu tungli sem heitir Pandóra. Á Pandóru býr ættbálkur sem nefnast Na´vi en það eru 3 metra háir frumbyggjar bláir að lit sem hafa skýr einkenni mannfólks. Þetta eru friðsamar verur sem lifa í sátt við umhverfi sitt og sýna náttúrunni virðingu. Þetta er hefðbundið þema – ást og græðgi – vondir menn og gott fólk.

En það er líka verið að fjalla um líffræðilegan fjölbreytileika, sjálfbæra þróun og náttúruauðlindir. Avatar

Við horfum á myndina í gegnum sérstök gleraugu 😉 og höfum í huga stjörnufræði, eðlisfræði, líffræði og umhverfisfræði.

Tenglar og myndbönd

Mögulegar og ómögulegar ????

sem koma upp í hugann á meðan að myndin rúllar….

… hvenær gerist myndin?

… hvernig er lofthjúpurinn samsettur?  er súrefni? er eldur?

… eftir hverju eru mennirnir að slægjast á Pandóru? 

… hverjar eru eiginlegar auð lindir tunglsins?

… hvernig tengjast Pandórubúar náttúrunni?

… svipar lífríki Pandóru til þess sem við þekkjum á Jörð?  … Hvað er líkt og hvað ólíkt?

… hvaða þættir í myndinni eru mjög ótrúverðugir?

… hve langt er til Pandóru frá Jörðinni?

… hver er munur á tungli, reikistjörnu og sól?

… er líklegt að slíkt tungl fyrirfinnist í geimnum?

 Lykilhugtök……..

…vistkerfi……sjálfbærni…..stjörnulíffræði……auðlindanýting……lífbreytileiki……vistspor…….

og fyrir kennara:

One thought on “AVATAR

  1. Pingback: 11.-14. janúar | Helga Margrét

Comments are closed.