LOKAMAT – hugtakakort

Valið hugtak sett í samhengi við ólíka efnisþætti náttúrugreina.

Einstaklingsvinna.  Nemendur hafa fengið þjálfun í gerð hugtakakorta enda skólinn í þróunarverkefninu Orð af orði þar sem hugarkort hafa verið kennd og notuð.  Auk þess hefur hver hlekkur í náttúrufræðinni síðustu þrjú ár byrjað á hugtakakortum.  Því er ákveðið að allir nemendur vinni og skili vel útfærðu korti sem gert er í kringum eitt valið hugtak.  Hér er fylgjandi matslisti sem verður hafður til hliðsjónar við mat á verkefninu.  Reiknað er með vikuvinnu (fjórar kennslustundir) til að klára kortagerðina og svo er afrakstur kynntur fyrir öðrum nemendum (3-5 mínútur) þar sem sagt er frá hugtakinu, umræður og kortið hengt upp.

Hér má nálgast matsblað sem haft verður til hliðsjónar

Hugtök sem koma til greina (athugið að það má koma með hugmyndir að öðrum viðfangsefnum):

Gerfiefni Fruma Eðlismassi Jarðvegseyðing
Vatn Lífhvolf Sjávarföll Rafsegulróf
Efnahvörf Náttúruvernd Bylgjur Rafmagn
Úthljóð Ljóstillifun Náttúruval Frumbjarga
Segulsvið Endurnýting Úrgangur Sjálfbærni
Frumefni Varmi Lotukerfi Jarðvegur
Lífvera Smitsjúkdómar Vistheimt Hafstraumar
Vistkerfi Hringrásir efna Okfruma Eldgos
Líftækni Auðlindir Búsvæði Þyngdarkraftur
Jarðhiti Þróun Tegund Gróðurhúsaáhrif