12. október 2017 Eðlismassi á Dal

Byrjum á að rifja upp eðlismassa.  Af hverju flýtur ís á vatni?

  • Efni eru mismunandi þétt í sér þau hafa mismunandi eðlismassa.  
  • Ís flýtur á vatni og járn flýtur í kvikasilfri. 
  • Eðlismassi er massi á rúmmál efnis: 
    • eðlismassi = massi / rúmmáli
    •  Eining eðlismassa er t.d.
      •  grömm á rúmsentimetra  g / cm3
      •  kílógrömm á rúmmetra  kg / m3
      •  grömm á millilítra g / ml

eðlismassaturninn

Eureka kennir okkur um rúmmál og eðlismassa

Skoðið http://phet.colorado.edu/en/simulation/density

  • Fiktið svolítið í forritinu.
  • Í hvaða einingum er eðlismassinn mældur?
  • Hvaða eðlismassa hefur viðurinn, ísinn og álið ?
  • Prófaðu óþekktu kassana í Mystery?
  • Hvað gæti hlutur A verið, en hlutur D?
  • Hvaða hlutur er með mestan eðlismassa?

Setjið tengil inn á síðuna flokkað í verkefnabanka (og jafnvel bloggfærslu vikunnar), ásamt þessum spurningum og svörum við þeim.