Verkefni dagsins er að gera stutta kynningu á stjörnumerkinu ykkar.
Kynningin á að vera um stjörnumerkið og þið megið ráða hvort þið fylgið hefðbundnu tímatali skv. stjörnuspekinni eða finnið ykkar stjörnumerki út frá réttum dagsetningum og þá gætu einhverjir verið í stjörnumerkinu Naðurvalda.
Þið megið nota hvaða kynningarforrit sem ykkur líkar best – en við höldum okkur við spjöldin.
Þetta er miðað við einstaklingsverkefni en auðvitað getur hvert merki valið að gera eina kynningu saman.
Það sem þarf að koma fram er:
- staðsetning
- útlit (hugmyndir)
- goðsagnir/uppruni
- björtustu stjörnurnar
- djúpfyrirbæri
- loftsteinadrífur
svo má bæta við stjörnuspá fyrir næsta ár…. 😉
Miðum við að þið klárið í tímanum en við ætlum að skoða afrakstur á mánudaginn. Skila kynningu inn á padlet.