Hér er padletinn sem geymir nokkrar slóðir að stjörnuskoðunarforritum sem hægt er að hlaða upp í spjöldin.
Þið skoðið listana yfir forritin og skiptið á milli ykkar til að rannsaka nánar. Þið fáið gátlista til að meta forritin – nokkuð strembið og sumt á alls ekki við en þið merkið við það sem þið treystið ykkur til.
Á mánudaginn næsta verðið þið búin að kynna ykkur þetta vel og segið frá kostum og göllum. Matslisti: smáforrit Svo veljum við 2-3 til að hlaða niður og nýta okkur.
Endum tímann á að skoða aðeins Stellarium forritið sem verður svo á dagskrá á fimmtudag í tölvuverinu.