Svampdýr og holdýr
Stærsta kórallarif í heimi er hið mikla kóralrif undan austurströnd Ástralíu. Það er um 2.000 km á lengd og yfir 140 km á breidd og verður að teljast eitt magnaðasta og tegundaauðugasta vistkerfi jarðar. Það tekur kórallarif aldir eða árþúsundir að myndast og að öllum líkindum mynduðust helstu kórallarif sem við þekkjum í dag eftir lok síðustu ísaldar.
Þið bragðbætið glósurnar í fyrirlestrartíma – punktið á línurnar til hliðar allt það sem ykkur finnst mikilvægt.
Vil benda á mjög góðan vef hjá Námsgagnastofnun um námstækni – þar finnið þið margar mjög gagnlegar upplýsingar t.d. um glósutækni.
Förum yfir áherslur í ritgerðarvinnu. Sjá hér.
Skoðum myndbönd og fréttir….. svona eins og vant er