Vettvangsferð í Flúðasveppi. Fáum leiðsögn hjá Eiríki Ágústssyni. Nemendur spyrja spurninga og punkta hjá sér upplýsingar um ræktunarferli sveppanna ásamt fleiru. Þegar við komum til baka í skólann verður tíminn notaður til að skrifa skýrslu um ferðina. Hægt verður að nýta tölvuverstíma á fimmtudag til að klára skýrsluna en skiladagur er eftir viku, þriðjudaginn 16. maí.