Líffræði, útikennsla og lokamat
Síðasti hlekkur ársins frá 19. apríl og til skólaloka.
Nú eru það lífvísindi og sitthvað líkt og ólíkt sem bekkirnir fást við.
- 8. bekkur fer yfir einkenni, gerð lífvera og efnin. Mikil áhersla á umhverfið, fugla og flóru. Nemendur í 9. bekk halda áfram að kynnast ýmsum flokkum lífvera, örverum, frumdýrum og þörungum að ógleymdu svepparíkinu. En auðvitað verðum við með augun opin fyrir lífríkinu allt í kringum okkur. Stóru krakkarnir í 10. bekk nýta
- þennan síðasta hlekk til að tengja saman allt (eða flest allt 😉 sem á dagana hefur drifið í náttúrufræðinni síðustu ár og glíma við lokaverkefni af ýmsu tagi.
Við munum stunda námið mikið utandyra þessar síðustu vikur skólaársins.
Og nýtum okkur skólaskóginn og nærumhverfi skólans.
Munið að koma vel klædd í útikennsluna – skjótt skipast veður í lofti.